Skólablaðið - 15.12.1908, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 15.12.1908, Blaðsíða 5
Svar: í litlum pjesa, sem gefinn er út að tilhlutun stjórnarráðsins 1906 (: Leiðbein- ing um byggingu barnaskólahúsa og nokkrar hreinlætisreglur til athugunar í barnaskólum) eru nokkurn veginn greið svör upp á þessa spurningu. Peir, sem æt!a að byggja skólahús, geta fengið pjesann ókeypis hjá ritstj. »Skólablaðs- ins«. 3. Fæst eftirleiðis styrkur úr Iarid- sjóði til skólahúsbygginga? Fæst styrk- ur til að byggja leikimishús? Fæst styrk- ur tiltölulega móts við það sem kostar að hafa kennaraíbúð í skólahúsinu? Svai1; Vonandi að alþing veiti fje til skóla- húsbygginga, meðan þörfin er eins mikil og nú, og þá eins til leikfimishúsa. Spurningunni um íbúð kennara er erfitt að svara; kemur sjálfsagt undir þvi, hve mikill partur hún er af allri bygging- unni. Söngur eftir nótum. Niðurlag. Til þess að auðveldara sje að rata rjett á hvern tón í tónstiganum, eru hafðar »formú!ur«, svo kallaðar, bygð- ar á grunntónum þríhljómsins: Do re do Mi fa mi do So la so bi do Þetta eru formúlur allra 7tónatón- stigans, myndaðar af hinum þremur: 1. sæti Do re do 2. — Re do 3. — Mi ia mí do 4. — Fa mí do 5. — So la so bi do 6- — La so bi do 7. - Bi do Það er eigi ólíklegt, að einhver kunni að efast um, að bót sje að því að læra þessar íormúlur, er byrja ein- mitt á þeim tónum, sem finna skal. F*að kemur og dálítið undarlega fyrir sjónir í fljótu bragði, en gætum nú að. Aliir getum við byrjað lag, sem við þaulkunnum; ef við vitum hvernig seinasti tónri lagsins er, eins fyrir það, þó að byrjunartónn og niðurlagstónn sjeu hvor öðrum ólíkir. Og eins er um formúlurnar. F>ví að þær eru eigi annað en örstutt, einföld, sjer- kennileg lög, sem enda öll á do, tóni, er við þekkjum eða veljum okkur sjálfir. En þetta, að geta byrjað hverja formúlu, sem er, af þessum 7, það er hið sama og að geta jundið hvern tón í tónstiganum. Og til þess var leik- urinn gerður. Nótnanöfnin eru skrifuð á töfluna undir C-dúrtónstigann og hann sung- inn upp og ofan. Kennarinn bendir um leið á nóturnar sjálfar, en eigi á nöfnin. En nemendurnir hafa tamið sjer hann til hlýtar í heilu líki, er hann sunginn í smærri skömtum, frá do — bi __________ SKÓLABLAÐIÐ_______________ og niður á við aftur, frá do — la o. s. frv., ennfremur að ofan frá do — re, do — mi o. s. frv. F*á er nótunum skipað á ýrnsa vegu þó svo, að aldrei er hlaupið yfir sæti, t. d. do re mí fa so fa mí re mí fa mí re do F*ar næst er strikað undir do mi re og þríhljómurinn lærður. F>á eru formúlurnar skrifaðar á töfl- una og sungnar. Fyrstar koma þrí- hljómsíormúlurnar og síðar hinar, og er þá gerð Ijós grein fyrir því, hvern- ig þær eru myndaðar af þríhljóms- formúlunum. Formúlurnar verður að iðka lengi, og í hvert skifti, er nem- endurnir eru í vafa um einhvern tón, eiga þeir að finna hann með þeirri formúlu, er á við í það og það skift- ið. F'ví næst koma æfingar með breytt- urn (hækkuðum og lækkuðum) tónum, ýmsar dúrtóntegundir og moll-tón- stiginn. Hjer get jég í rauninni staðar num- ið. FM að það var eigi ætlun mín að semja ieiðarvísi fyrir þá, er læra vildu þessa aðferð til fulls, heldur hitt, að láta þá, er eigi vissu betur, vita af því, að hún væri til og geta þess helsta, er hún hefur til síns ágætis umfram aðrar aðferðir. En það er í stuttu máli þetta tvent: 1) . Eftir henni læra menn að rata rjett á hvern tón i hvaða sambandi sem hann kann að vera, með smálög- um (fornrúlum), bygðum á grunntón- um þríhljómsins. 2) . Eftir Irenni læra menn að hitta tóna jajnauðveldlega i öllum tónteg- undum eða því sem næst, með því að do-nöfnin eru sætanöfn, og því hin sömu í þeim öllum (tóntegundum). Þeim, sem vilj.a kynna sjer málið betur, — og jeg vona, að þeir verði margir, — vil eg leyfa mjer að benda á pjesa eftir H. Tojte, Den belgisk- finske sangmetode og Övelser í Node- læsning, eftir sama höfund. Það er svo sem auðvitað mál, að að aðferð þessari fylgir eigi sá kynja kraftur, að allir menn, ungir og gaml- ir, hversu ósöngnæmir sem þeir kynnu að vera, geti lært eftir henni að syngja öll lög »frá blaðinu< og það á örstutt- um tíma; en það er sú einýaldasta og skynsamlegasta leið til þess, sem mjer er kunn. Og hvarvetna heíir hún géfist vel og alstaðar er lokið á hana mesta lofsorði. í Beretning fra det 9. nordiske skolemode í Köbenhavn, er prentaður fyrirlestur, sem Chr. Geisler organ- isti hjelt á funditium, um söng. Geisl- er þessi er kunnur fyrir afskifti sín af söngkenslu í skólum og hefir búið sjer til aðferð sjálfur, — eftir göml- um fyrirmyndum þó, — og haldið henni mjög fram. Fyrirlestur þessi snýst allur um belgisku aðferðina og leikur ræðumanni sýnilega hugur á því að kveða hana niður. En hvern- ig fer. Rjett á eftir er hann sjálfur látinn prófa börn (23 stúlkur), er lært höfðu eítir belgisku aðferðinni og ____________________________93 verður hann þá að »gangast við ágæti þessarar aðferðar« (d: þeirrar belgisku) í áheyrn þeirra sömu manna, sem hann hafði flutt fyrirlesturinn fyrir og játa það, »að hann sje sjálfur yfirunninn«. Hjer í Reykjavík er byrjað á að kenna söng eftir henni f nokkrum skólum (kennaraskólanum t. d.) og vonandi líða ekki mörg ár, þangað til farið verður að nota hana víðar hjerá landi. F*að væri áreiðanlega til bóta. Sigjús Einarsson. ^arkennarasftfrkur 1907 8 var veittur samkvæmt fjárlögunum þessum sveitakennurum: I. Itoi'ðurmúlasýsla. Gnðrímujörgensdóttur, Hofsprestakalii 60 kr. f’órarni Stefánssyni, sama prestakalli 60 kr. Jóníuu Óafsdóttur, Hjal.astaðasókn 65 kr. Jón G. Snædal, Val- þjófsstaðasókn 55 kr. Kristjáni Benediktssyni, sömu sókn 35 kr. Einari Hávarðssyni, sömu sókn 60 kr. Runólfi Sigurðssyni, Hjaltastaða- sókn 60 kr. Jens Ouðmundssyni, Dvergasteins- prestakalli 40 kr. TT. Suðurmúiasýsla. Tryggva Ólafssyni, Vallahreppi 45 kr. Birni Antonssyni Skrið- dalshreppi 4okr. EirikiBechReyðafjarðarhreppi 45 kr. Birni Daníelssyni, Stövarhreppi 35 kr. Ófeigi Sujólfssyni, Heydalaprestakalli 75 kr. Erlendi Einarsyni, Fáskrúðsfjarðarhreppi 25 kr. Steini Jónssyni Mjóafjarðarhreppi 45 kr. Eyólfi Ólafssyni, Fáskrúðsjarðarhreppi 55 kr. Halldóri Pálssyni, sama hreppi 35 kr. Aðal- heiði Gísladóttur, Geithellahreppi 60 kr. Sig- ríði Sigfúsdóttur, Ássókn 60 kr. Kristrúnu Jónsdóttur, Fáskrúðsfjarðarhreppi 35 kr. TTT. SkaptaíflBsýsla. Sigurði Sigurðssyni Kálfafellstaðaprestakalli 65 kr. Jóni Jónssyni, Mýrarhreppi 65 kr. Jörundi Brynjólfssyni, Nesja- hreppi 60 kr. Sigurði Arngrímssyni, sama hreppi 45 kr. Eyjólfi Eyjólfssyni, Langholts- sókn 60 kr. Stefáni Jónssyni Bæjarhreppi 40 kr. Sigurði f’orsteinssyni, Hofshreppi 70 kr. Þorláki Vigfússyni, Hörgslandshreppi 80 kr. Ólafi Eiríkssyni, Austureyafjallahreppi 65 kr. Vigfúsi f’órarinssyni, Mýrdalsþingaprestakalli 60 kr. Jóhanni M. Oddssyni, Reynissókn 35 kr. TU. Rangároallasýíla. Guðrúnu Jónsdóttur, Skeiðahreppi 75 Guðjóni Sigurðssyni Breiða- bólsstaðasókn 25 kr. Nikulási f’órðarsyni, Hlíðarendasókn 45 kr. Páli Sigurðssyni, Fljóts- hlíðarhreppi 35 kr.SæmundiFriðrikssyni.Odda- prestakalli 50 kr. Kristmundi Jónssyni, Austur- landeyjahreppi 60 kr. Elínu Hjartardóttur, Rangárvallarhreppi 65 kr. Sigurgeir Sigurðs- syni, Holtahreppi 80 kr. Jóhannesi Friðlaugs- syni, Stórólfshvolshreppi 70 kr. Guðnýju Jóns- dóttir, Landmannahreppi 70 kr. Birni Guð- mundssyni, Ásahreppi 75 kr. Forsteini Eor- steinssyni, sama hreppi 75 kr. Ólafi Ólafs- syni, sama hreppi 40 kr. U. Ámes$ýsla. Jarþrúði Nikulásdóttur, Hrunamannahreppi 45 kr. Gísla Guðmunds- syni, sama hreppi 65 kr. Sigríði Runólfsdóttur 60 kr. Magnúsi Fórarinssyni, Gnópverjahreppi 60 kr. Margrjetu Eáríksdóttur, Hrepphólasókn 65 kr. Guðrúnu Jónsdóttur, Skeiíahreppi 70 kr. Páli Bjarnasyni, Grímsneshreppi 65 kr. ívari ívarssyni, Hraungerðishreppi 35 kr. For- steini F'innbogasyni, Biskupstuugnahreppi 65 kr. Viktoríu Guðmundsdóttur, Bræðratungu- sókn 75 kr. F'riðriki Bjarnasyni. Gaulverja- bæjarhreppi 75 kr. UT. öullbrinau- oa Hiósarsýsla. JóniLeví Gnðmundssyni, Leiru 30 kr. Ólafi Guðmunds- syni, Kjalarneshreppi 25 kr. Ásmundi G.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.