Skólablaðið - 01.01.1909, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.01.1909, Blaðsíða 1
Þriðji árgangur. /. tbl. Kcmur út tvisvar í mánuði. Kostar 2 kr. á ári. Sieykjaoík /. jan. Auglýsingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Reykjavik. 1909. SKólablaðið. SKóiablaðtö er aöalkga málðaðtt Kettttara. 09 attttara sem bafa störf á betidi í þarfir Ivðmeittuitaríitttar svo sem skójatiefttða 09 fr&ðilu; ttefnda, en á 09 að oera góóur 9e$tur bjá bverjum beim, sem lat- ur metttun bjóóar sínnar á einbvern bátt til sín taKa, eða befur einboer afsKifti af barnauppeldi, eöa barna- fræðslu. SKólabiaöió gcfur uýjum Kaup- endum að pessum árgangi (ITÍ. árgan^i) í Kaupbaeti: annaóbvort „Kennarablaöiö" alt, eöa T. 09 TT. árgang af „SKólablaóinu", meóan uppla^ió endist til. Kaup- endur areiöa buróar^jald á Kaup- batti. SKólabiaSið ð<fnr útsölumönnum, sem útoeaa pbí 5 nyja Kaupendur, auK benjuiegra umboöslauna,: 5 árjanga af „Cjtmirjti um nppejdj 09 mematttájj mjög eigulegt rit fyrir Kennara 09 uðra, sem bilja Kynna sjer Kenslu- 09 uppeldismál. Útsölumenn borga buröar^jald á Gímaritinu. SKólablaóiö Kemur út tvisvar á mánuöí (24 arKir á ári) 09 Kostar 2 Krónur ár^angurinn. Ifýir Kaupendur 9^ si9 fram bið sKólaKennara Kall9rítu Jóns* son, Ber9$taða$traeti 21, ReyKjabíK. Fósturjörðin. (Skóla-ljóð). Gnæf þú yfir sæ og sand, sólu roðið fósturland! Sjáum hæstu hnjúkum af hvílfkt land oss drottinn gaf: mundi hjarn og hrönn og glóð hæfa lítilsigldri þjóð? — Nei nei! hefjum hjörtu klökk, helgum landsins guði þökk! Gleymum ei, að guðleg hönd græddi þessa jökulströnd, klæddi svo uns viði var vaxin upp að brún frá mar; leiddi svo um lagarsvið landsins gamla hreystilið, hjer sem eftir flótta’ og fár festi bygð um þúsund ár! — Þetta land, sem ljómar hjer, lögum samkvæmt erfðum vjer, með þess gæðum með þess raun, með þess stríð og sigurlaun; með þess háa himintjald Heklubál og jökulfald! Hefjum því vor hjörtu klökk, helgum landsins guði þökk! Lof og dýrð fyr’ liðna tíð, líknarfró og raunastríð; lof fyr’ ótal afreksmenn, og það táp, sem lifir enn! Ó, þann auð, og ó, þann arf — ó, ef þetta mikla starf enda skal í auðn og sekt; ó, hve þungt og skelfilegt! — Nei — ónei! hin nýja tíð nemur burt það efastríð: opnast hafa ótal dyr, aldrei neinn sem þekti fyr; nú býðst meir en nægtir auðs, nú þarf engum synja brauðs, nú er ærið-nóg á mann — nema skorti kærleikann! Efldu lands vors æðstu hnoss, andi guðs, sem býrð í oss! vígðu bönd vors bræðralags — bönd hins nýja þjóðarhags! Skírðu nýrri skírn vorn lýð, skrýddu Ijósí vora tíð! — Gjör oss alla eitt í þjer; í þjer lifum, hrærumst vjer. Matth. J. Æfingaskoli handa KennaraGfnum. Á meðan alþing 1905 hafði kennara- skólamálið á prjónunum, sendi hið íslenska kennarafjelag því tillögu um »að stofna æfingaskóla með sjer- stökum æfingaskó!akennara« við kenn- araskólann, um leið og hann væri settur á laggirnar. Á því þingi fór kennaraskólamálið f mola, en var tekið upp aftur á næsta þingi, og þá voru afgreidd lög um stofnun kennaraskóla. En æfinga- skólann vantar. Fyrir þinginu vakt ivíst sú hugsun, að nota mætti barnaskóla Reykjavíkur fyrir æfingaskóla, í bráð og lengd. Minsta kosti mun það hafa vakað fyr- ir sumum þingmönnum. Aðrir sáu fyrir, að það gæti ekki blessast nema rjett í bráð; vonbráðar þyrfti að stofíia æfingaskóla. Hjer skal nú ekki fara langt út í þá sálma að gera grein fyrir hví bæjar- skólinn getur ekki verið æfingaskóli handa kennaraefnurr. til frambúðar. í raun og veru nægir að benda á að kennaraskólinn er settnr svo af- skekt, langt frá bæjarskólanum, að það er ókleift að nota hann, þegar fyrir þá sök. Enda hefir svo farið, að ekki tald- ist fært að láta nemendur kennara- skólans í vetur fá verklega leiðbein- ing í kenslufræðum í barnaskóla bæj- arins; heldur hefir verið tekinn barna- hópur, um 20 börn, til kenslu í kenn- araskólanum, með sjerstökum barna- kennara; sú barnadeild er því nú æfingaskóli kennaraefnanna, nemanda kennaraskólans. En þetta fyrirkomu- lag getur ekki verið til frambúðar. Fyrst og fremst fullnægir þessi eina barnadeild ekki þörfinni, allra síst eins og hún hefir verið skipuð í vetur; kennaraefni verða að eiga kost á að kenna börnum á öllu reki, frá fyrstu byrjun og alt að fermingaraldri. Og í annan stað má kennaraskólinn illa missa húsnæði fyrir barnaskóla, enda þó að ekki væri um nema eina deild að ræða. Hjer verður því að taka eitthvað til bragðs. Og það er ekki auðið að benda á neitt, sem nægi, annað en það, að stofna æfingaskóla, og það

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.