Skólablaðið - 01.01.1909, Qupperneq 2

Skólablaðið - 01.01.1909, Qupperneq 2
2 SKÓLABLAÐIÐ þegar á þessu ári. Pað málþarfekki að ræða framar; það er sjálfsagt. Annars verður hinn nýi, og annars efnilegi, kennaraskóli ekki annað en »sjelegt skaft, sem að vantar blaðið.« En um það þarf að ræða, hvernig æfingaskóla verður sem haganlegast fyrir komið, og með sem minstum kostnaði. Á því skal hjer vakið máls, og góðir menn beðnir að hugleiða það. Á landinu, landsjóði, hvílir að sjálf- sögðu sú skylda að sjá kennaraskól- anum fyrir góðum æfingaskóla. En þau börn, sem í þann skóla ganga, verða auðvitað börn Reykjavíkurbæj- ar, börn sem Réykjavíkurbær á að sjá fyrir kenslu. Rað virðist því liggja opið fyrir, að landið og bærinn, alþingi og bæjar- stjórn Reykjavíkur, eigi að vera hjer í samvinnu. Það fann líka bæjarstjórn- in, þegar hún bauð að taka veruleg- an þátt af bæjarins hálfu í rekstri æfingaskólans. — þegar það var sem fastast sótt að kennaraskólinn yrði stofnaður í Reykjavík, en ekki í Hafn- arfirði, eða Flensborg. Rá hafði og Hafnarfjörður boðist til að greiða allan kostnað við æfingaskólahaldið, ef kenn- araskólinn yrði settur í Flensborg. Retta bendir á, hve eðlileg ogsjálf- sögð samvinnan er milli bæjarins og landsins um stofnun æfingaskólans. Og það er mjög eðlilegt, því að báð- ir hlutaðeigendur spara við það fje, að vera í samvinnu. Reykjavíkurbæ má vera það inikils vert að geta sparað að einhverju leyti fje til kenslu 100 barna. En ekki mundi bæjarstjórn og skólaneínd samt sem áður vilja það til vinna, ef ekki væru líkur til, að börnin í æfingaskól- anum fengju eins góða kenslu í æfingaskólanum eins og í barnaskóla bæjarins. En það ætti líka að mega reiða sig á. Æfingaskóla-kennararnir mundu ekki valdir af lakari endanHm. Pvert á móti væri sjálfsagt að útvega svo góða barnakennara sem kostur væri á, til æfingaskólans. Auðvitað kenna þar við og við, stund og stund, lítt æfðir kennarar o: nemendur elstu deildar kennaraskólans; en þeir gera það eftir rækilegan undirbúning undir hverja kenslustund og undir umsjón og í áheyrn kennara sinna við kenn- araskólann, og má því ætla að sú kensla standi ekki mjög á baki kenslu þeirri, sem hjer er að venjast. Húsnæði er að sjálfsögðu gott, og kensluáhöld nægileg og góð. í stuttu máli: barnakensla í æfinga- skólanum á yfirleitt að vera fyrírmynd- arkensla. Hugsanlegværi samvinna um æfinga- skólann á fleiri en einn veg. Hjer skal nefnd ein leiðin. Alþing veitir fje til að reisa skóla- húsið, hús sem rúmar ca. 100 börn; mætti og vera stærra. Landsjóður stendur allan straum af húsinu, ræst- ingu þess o. s. frv. og kensluáhöld- um. Reykjavíkurbær greiðir laun kenn- aranna, en hefur engin önnur útgjöld, eða kostnað, við skólahaldið. En með því að þar er aftur áríðandi, að minsta kosti forstöðumaður æfingaskólans sje valinn kennari, ætti að launa honum betur en gerist barnaskóla; segjum með 1800 — 2000 kr. á ári. Og ætti þá að greiða úr iandsjóði þann launa- auka, sem hann hefir umfram hæstu barnakennaralaun í bænum. Retta er afar einfalt mál. , Landsjóður er að mestu leyti laus við að launa kennurum æfingaskólans, og Reykjavíkurbær er laus við að reisa dýrt skólahús, og standa straum af ár- legum kostnaði þess. Líkt og þetta er æfingaskólum fyrir komið t. d. í Noregi. Svo er það við kennaraskólann í Stavanger, og þykir bæjarbúum þar mikill fengur í að hafa kennaraskólann hjá sjer, ekki síst fyr- ir þau hlunnindi, sem þeir telja sjer vera að sambandi hans við einn barna- skóla bæjarins. Nú stendur svo á, að Reykjavíkurbær er húsnæðislaus fyrir nokkuð af börn- um á skólaaldri. Landakotsskólinn mun verða stækkaður, og breiðir sjálf- sagt faðminn móti svomörgum börn- um, sem hann getur rúmað. En samt sem áður kemst bærinn varla hjá því að byggja. Ber þá ekki vel í veiðar að láta landsjóð gera það? Retta mál hefir verið borið upp við einstaka bæjarstjórnarmann, og því vel tekið. Helst hafa menn hreyft þeirri mótbáru, að barnaskóli á lóð kenn- araskólans sje illa settur fyrir bæjar- börn. Pað er vitaskuld, að börn úr vesturbænum eiga þangað nokkuð langt að sækja skóla; en úr austur- bænum er það engin frágangssök, og börn af Laugavegi, og í öllum þeim hluta bæjarins eiga styttri skólagang til kennaraskólans en bæjarskólans. Veg þarf að leggja yfir Skólavörðu- holtið hvort sem ér, en fyrir börnin væri nægilegt að ryðja braut, þangað til gata verður lögð. Sennilega líður ekki langt um þang- að til bæjarstjórn og skólanefnd Reykja- víkur ráða eitthvað við sig um það, hvort byggja skal nýjan barnaskóla, eða hvort það hús, sem nú er brúk- að, og tvísett í mikið af, verður látið nægja framvegis með aðstoð prívat- skóla, sem til eru, eða verða til. Pegar þessar nefndir taka barna- skólamálið til íhugunar, væri æskilegt að þær athuguðu líka þá uppástungu, sem hjer er kastað fram. Kennaranámsskeiðið i ¥or. Pað- mun engum efa bundið, að al- þýðukennurum verði gerður kostur á námsskeiði til framhaldsmentunar í Reykja- vík á vori komandi, með Ifku sniði og það var, er haldið var í Barnaskóla Reykjavíkur síðastliðið vor, 15. maí — 15. júní. En hitt veit eg eigi jafn vel, hvort það er enn útkljáð, um hvert tímabil náms- skeiðið skuli standa. Fræðslumálastjórn vor hefir, með rjettu, sjeð að það atriði væri eigi lítilsvert. Hefir hún því skot- ið því til kennara út um landið í 17. tbl. Skbl. þ. á., til þess að þeir segði álit sitt um það. En það gegnir furðu, hve dauft kenn- arar hafa tekið undir þetta mál og látið sig það litlu skifta. Hefði þeir kenuar- ar þó, að sjálfsögðu, átt að gefa sig fram, sem nokkurs þykir um námsskeið- ið vert og hug hafa á að taka þátt í því, þar sem þeim hlýtur að standa á miklu, hver tími vorsins gengur í það fyrir þeim. Virðist þessi dauðaþögn, meðal annars, benda á daufan áhuga kennarastjettarinnar fyrir starfi sínu og framförum. Einungis ein rödd af öllu landinu hefir heyrst hjer að lútandi. Er hún frá kenslukonu í 22. tbl. Skbl. þ. á. Kenslukona þessi bendir á, að hagkvæm- ast væri, að námsskeiðið byrjaði 14. maí, og er eg henni þar samþykkur. Öllum kennurum verður að gera náms- skeiðið jafn auðsótt, að svo miklu leyti sem framast er unt. — Fyrst og fremst er því óhæfilegt, að það byrji fyr en á þeim tíma, er allir alþýðukennarar hafa lokið kenslustörfum og sagt upp skólum sínum; en eins og kunnugt er, er það ekki fyr en 14. maí, í öðru lagi munu skipagöngur til Reykjavíkur í vor naumast jafn hagkvæmar fyr á tíma, og þá er líður að 14. maí. Loks er þess að gæta, að einstakir menn, er taka vilja þátt í námsskeiðinu, geta vel verið vist- bundnir og húsbændum háðir fram að hjúadegi (14. maí). En lengra fram sýnist mjer óhentugt að námsskeiðið sje látið dragast, vegna þess, að vinnandi fólki er tíminn því dýrari, sem lengra líður á sumar. Nú kvað fræðslumálastjórn hafa í hyggju að láta námsskeiðið byrja ekki seinna en 1. maí. Og þeir menn eru til, sem álíta, að það megi ekki dragast lengra fram, vegna nemenda þeirra í kennara- skólanum, er kynnu að vilja taka þátt í því, þar sem sá skóli er úti 31. mars. En sú mótbára er ljettvæg. Eg lít svo á, sem námsskeið þessi sjeu miklu fremur ætluð þeim kennurum, sem ekki eiga kost neinnar annarar kennarafræðslu, en hinum, er setið hafa í kennaraskólanum undanfarandi einn vetur eða fleiri. Mjer virðist tilgangur þeirra eigi að vera sá, að auka samhygð og efla samvinnu milli þeirra kennara, víðsvegar að af landinu, er alls engan kost eiga á að kynnast á annan hátt. Sú hefir og hlotið að vera hin upp- haflega tilætlun með þetta framhalds- námsskeið, og það getur alls eigi kom- ið að tilætluðum notum, nema það láti þá kennara, sem koma til Reykjavíkur á vorin til þess að afla sjer fnæðslu um eins eða tveggja mánaða tíma, sitja fyrir hinum, er dvalið hafa þar allan veturinn og notið hins sama.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.