Skólablaðið - 01.01.1909, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.01.1909, Blaðsíða 4
SKOLABLAÐIQ hnokkinn bækur þótt ekki þekki penna fra hrútshorní nje gullaldarmál frá Reykjavíkur-þvogli. Peir sem hafa lésið íslensk blöð og íslenskar bækur á seinni tímum vita að þetta erdagsanna. Og þessa , kennir hvarvetna, það er sama hvort dæmt hefir verið um skáldsögur, kénslubækur, Ijóð eða önríur rit. Undantekningar eru sárfáar frá þess- ari reglu. Margir álíta að mesta ábyrgðin hvíli á skólunum, það sje þeirra að sjá um að menn læri móðurmálið sitt vel. Rjett er að heimta mikið af þeim. En allir framan nefndir hlutaðeigendur eiga líka að forðast að spilla málinu að nokkru. Það er siðferðisleg skylda þeirra. Láti þeir sjer allir jafn ant um þetta mun vel fara. • * Kennara varðar þetta mál miklu og eg efast ekki um, að þeir geri alt sem í þeirra valdi stendur til þess að gott og hreint mál varðveitist á vörum þjóðarinnar. Mjög er það eftirtektavert hve dönskunámskák ágerist í barnaskól- um og til sveita. Eftir því sem skýrsl- urnar bera með sjer er kákað við að kenna dönsku þótt námstiminn sje ekki nema 1—8 vikur. Sjálfsagðar námsgeinir sitja á hakanum fyrir þessu, svo sem íslenska, íslandssaga o. fl. Það veitti þó ekki af að halda vel á tímanum, þegar hann er svo nauða takmarkaður. Eg trúi ekki að kenn- ararnir ráði þessu. Peir verða að taka af skarið þegar svo stendur á. { þessu efni vita þeir hvað rjett er og rangt. Æskilegast væri að láta dönskuna rýma sæti. Vjer höfum margt annað þarfara að kenna börnum vorum. Unglingaskólar og gagnfræðaskólar gætu aftur á móti ætlað henni tíma. Naumast virðist ástæða til að kvarta yfir að ekki hafi verið hægt að afla sjer íslenskukenslu, Skólarnir hafa staðið mönnum opnir, gagnfræðaskól- ar, rnentaskólínn, kennaraskólinn og nú framhaldsskóli kennara. Þar að auki er árlega hægt að fá kenslu hjá einstökum mönnum í kaupstöðum og það allgóðum íslenskumönnum. Framhaldsskóli kennara er vísir til kennaraháskóla. Vjer þurfum hans með, og það er víst að hann stendur ekki tómur er tímar líða. Hann ætti að verða þriggja ára skóli eftir svo sem 10—15 ár. Þangað eiga kennarar að geta leit- að til þess að lesa ymsar námsgrein- ir betur en á kennaraskólanum og öðrum skólum. Sjálfsagt verður ís- lenskan ekki höfð þar útundan. Pað var furðu vel farið á stað í vor sem leið, þar sem íslensku voru ætlaðar 6 stundir í viku, en betur má, ef duga skal. f vor eða sumar ættu kennarar að fá tveggja til þriggja stunda kenslu í henni á dag. Vonandi er að tíminn verði líka lengdur þó ekki yrði nema um mán- uð, að skólinn stæði nú tvo mánuði. Óskandi er að engum þeirra komi til hugar, sem ráða á, — að fram- haldsskólinn byrji fyr en allir barna- skólar eru hættir, svo öllum gefist kostur á að Ieita þangað, sem ella hafa ástæðu til að koma. Landið leggur fram fjeð og þar af leiðandi má ekki bægja neinum vís- vitandi frá skólanum. Pað væri ekki fjarri sanni að skól- innn byrjaði 20. maí alls ekki fyr. H. J. Milli hafs og hliða. Ungmennaskólinn ad riúpi ( Dýrafirái var settur 28. okt. Nemendur á honum eru nú 14, allir úr Vestur-ísafjarðarsýslu. Kennarar sr. Sigtryggur Guðlaugsson og Björn Guðmundsson. Námstími 5 — 6 stundir á dag. Námsgreinir: föðurlands- saga og mannkynssaga, móðurmálið og danska (enska fyrir þá nemendur sem kjósa það) landafræði, náttúrusaga og stærðfræði, söngur og líkamsæfingar. Kenslan höfð sem mest með fyrirlestrnm, umræðum og verklegum æfingum. Auk ákveðinna kenslugreina verða við og við fyrirlestrar um sjálfvalið efni af kennur- unum og fleirum, meðal annara sagn- fræðingi Sighvati G. Borgfirðingi. Níu nemendur hafa heimavist og samlagsmötuneyti með kennurunum. B«iar$tjórnirnar i Kristiania oð í Rcvkiavík. vóru báðar í sömu vikunni í vetur að ræða um laun tímakennara við lýðskól- ana. í Kristiania var samþykt að hækka borgun fyrir kenslustundina upp í kr. 1,70 fyrir karlmenn og kr. 1,30 fyrir kenslu- konur. í Reykjavík . . . {Jramer lávarður hafði gengið í barnaskóla í Cam- bridge á Englandi' Eftir að hann var orðinn frægur og mikill maður, heim- sótti hann barnaskólann sinn. Börnin hjeldu nú að hann mundi halda langa og mikla ræðu; en hann leit snöggvast á hópinn og sagði aðeins þetta: »Ungu vinir mínir! Eg get ekki gefið yður nema þrjár reglur að lifa eftir: Elskið ættjörðina, talið alt af sannleika, verið aldrei hirðulausir uni vinnu yðar. N. Skt. Kensla meö kuimvndum Pess var ekki alls fyrir löngu getið hjer í blaðinu, að Norðmenn væru farnir að amast við kvikmyndasýningum af því að börn sæju þar ýmislegt, sem þuu hefðu ekki gott af að sjá. Svíar hafa látið sjer hugkvæmast að taka kvikmynd- irnar í þjónustu skólanna. í Stokkhólmi hefir tilraun verið gerð, og láttaðist vél. Enginn efi um það, að fleiri muni þar á eftir fara. Skólinn þarf auðvitað að vera í samvinnu við þann, sem sýnir kvikmyndirnar, til þess að velja myndir, sem eru fræðandí og mentandí, og við barna hæfi. Reykjavík kemur sjálfsagt að ári. Kenslustundirnar í »Bíó verða ekki þær leiðinlegustu. nemendur Kennaraskólant stofnuðu Ungmennafjelag í skólanum 17. okt. í haust. f>að hefir lík lög og önnur Ungmennafjelög landsins, og hefir gengið inn í samband U. M. F. í. Fje- Iagið telur 44 karla og konur, af 56 nemendum í skólanum. Það heldur einn fund í viku hverri. í stjórn fje- lagsins vóru kosin: Kristján Sigurðsson, Svava Pórhallsdóttir, Guðmundur Bene- diktsson. Prentvillur hafa slæðst inn í ritdóm um >MáIfræði íslenskrar tungu* í seinasta blaði, svo sem: eftir vild f. ef til vill bls. 91. 3. d. 20. 1. a. n. Það væri þó helst, f. þ. v. þá bls. 91. 3- d. 18. I. a. n. Sem þessi hlyti, f. s. þ. bók hlyti bls. 92. 1. d. 4. I. a. o. Fróðleiks- lind kennara, f. fróðl. fyrir k. 4. 1. a. o. •*/Æ/*/*/Æ/*/Æ/Æ/Æ/Æ**/ÆSÆ/Æ/r/Æ-/Æ'Æ'Æl>Æ/ÆS '/¦W/*/*/M/*/*r/Æ/*/Æ/Ærm eru vinsamlega beðnir aó greiða and- virði I. & II. árgangs sem allra fyrst til afgreiðslumannsins. 1=11=11=101=11=1 1=1 U M er hjá HALLGRÍMI JÓNSSYNI skólakennara á Bergstaðastræti nr. 27. Menn eru beðnir að snúa sjer til hans um útsendingu og borg- un á því, en ekki til ritstjórans. BSBBBLdbd \ CJ 11T~^P»r\ rlnr* »Skólablaðsins« 1 V <X U ]J C i 1U U1 sem hafa bústaða- skifti geri svo vel að gera aðvart um það. Utgefandi: HIÐ ÍSLENSKA KENNARAFJELAG. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: jÓN ÞÓRARINSSON. Prentsmiðja D. Qstlunds.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.