Skólablaðið - 15.01.1909, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 15.01.1909, Blaðsíða 1
Skólablaðið. Þriðji árgangur. 2. tbl. Kcmur út tvisvar i mánuðl Koslar 2 kr. á ári. ^.eykjaoík /S. jan. Auglysingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Reykjavík. 1909. KBinarafjfllóg. Fyrsta kennarafjelagið hjer á landí var »Hið íslenska kennarafjelag«, stofnað 23. febrúar 1889. Von bráðar eftir það fóru barna- kennarar annarstaðar á landinu að hugsa um fjelagsskap og samvinnu. 1893 hreyfðu barnakennarar í Skaga- firði því að stofna »smærri kennara- fjelög í hverri sýslu«, og skyldi svo setja þau í samband við «Hið íslenska kennarafjelag«. Það mál var svo rætt á aðalfundi >Hins ísl. kennarafjelags« 29. júní 1893, eftir áskorun kennarafundar í Skagafirði; en ekkert var afráðið uni það á þeím fundi. A ársfundí kennarafjelagsins næsta ár tók fjelagsstjórnin það aftur upp til meðferðar. Var þá þegar stofnað fjelag með kennurum í Skagafirði, og sendi það til fundarins beiðni um að verða tekið sem »undirdeild« »Hins íslenska kennarafjelags«. Þessi fundur samþykti svo látandi breytingartillögu við !ög kennarafje- lagsins (3. gr.): "Heimilt skal og smærri kennara- fjelögum út um land að ganga í (kennara-) fjelagið gegn því að hver fjelagsmaður í því fjelagi greiði árlega helming tillags síns til »Hinsíslenska kennarafjelags«, en hinn helming- urinn renni til hlutaðeigandi fjelags í hjeraði.« A aðalfundi »Hins ísl. k.fj.« 6. júlí 1895 var svo breytingartillaga þessi borin upp til fullnaðarsamþykkis, og samþykt óbreytt mcð öllum atkvæð- um. Segir svo ekki meir af kennarafje- lagi Skagfirðinga, nje sambandi þess við »Hið ísl. k, fj.« Sennilegt að það hafi brátt dottið úr sögunni. En fyrir þrem árum var aftur farið að ympra á fjelagsskap með kennur- um, og hefir umsjónarmaður fræðslum. nokkuð verið að undirbúa það, að smáfjelög yrðu stofnuð, á ferðum sínum um landið. Málinu alstaðar vel tekið, en óvíst um það, hve víða kennarafjelög kunna að vera stofnuð. Fyrstir urðu kennarar Kjósar- og Oullbringusýslu. Þá Mýrdælingar; kennarafjelög munu og vera tilíDala- sýslu og Borgarfirði, en ekkí hafa þau látið neitt til sín heyra. A ársfundi »Hins ísl. k.fj.« 15. júní f. á. var mál þetta enn á dagskrá. Var það tilætlunin að kennarafjelagíð »gengist fyrir stofnun smáfjelaga út um landið, og kveðji, þegar tiltæki- legt þyki, til sameiginlegs fundar fyrir öll kennarafjelög landsins, og sett á stofn alsherjar bandalag með fjelögun- um öllum.» Ekki er að svo stöddu kunnugt um mörg ný fjelög; en á öðrum stað hjer í blaðinu er getíð um fje- lagsskap barnakennara í Reykjavík; og má vera að fleiri kénnarafjelög sjeu um þessar mundir að verða til, eða þegar orðin til. Þetta, sem komið er, og nú var getið, er nokkur vísir til fjelagsskap- ar og samvinnu með kennurum lands- ins; en betur má, ef duga skal. Það er og enginn efi um það, að kennarafjelagsskapurinn eykst og styrkist eftir því sem kennarastjettin finnur meira til sín, skilur betur stöðu sína, og fær meiri og almennari áhuga á kenslumálunum; — og spá vor er það, að ekki líði mörg ár þangað til smá fjelög með kennurum eru mynduð víðsvegar um landið, er ræða fræðslumálið af áhuga heima fyrir, og senda fulltrúa sína á sam- bandsþing kennara, sem haldið verð- ur á hverju ári, til að flytja þar áhuga- mál sín og undirbúa framkvæmd þeirra. Hin nýju fræðslulög barna munu reynast mannaverk, sem breytingar verður að gera á fyr eða síðar, og sem standa til bóta. Þær endurbæt- ur verður kennarastjettin að undirbúa. Von er til þess — og ætti að vera nokkur vissa — að þær málaleitanir, sem alþingi berast eftirleiðis um fræðslumálið, og sem gengið hafa gegnum þá hreinsunarelda: umræður á kennarafjelagsfundum í hjeraði og síðan á alsherjar kennaraþingi, þar sem mættir væru fulltrúar frá hinum smærri kennarafjelögum, kæmu til alþingis betur undirbúnar en áður hefir verið, og líklegri til að fá áheyrn stjórnarinnar og þingsins. En slíkur undirbúningur af hálfu kennarastjettarinnar er óhugsanlegur nema með almennum samtökum og fjelagsskap. Pað ætti því að vera áhugamál kennara alstaðar á landinu að vinna að stofnun þessara smærri fjelaga, og taka höndum saman til að vinna að sínum eigin hag og allrarþjóðarinnar# Lög kennarafjelags Gullbringu- og Kjósarsýslu munu að vísu áður hafa verið auglýst i dagblaði, en rjett þykir nú að birta hjer á eftir lög hins nýja kennarafjelags Reykvíkinga, ef vera mætti að þau gætu orðið starfsbræðrum út um land til leið- beiningar, þeim er hug hafa á því að stofna til kennarafjelags í sínu hjer- aði. »Skólabl.« vonar að geta flutt þau tíðindi með vorinu, að einn eða tveir tugir smærri fjelaga hafi bæst við í vetur. „HennarafieUgs barnaskóla Reykjavíkur. 1. gr. Fjelagið heitir kennarafjelag barna- skóla Reykjavíkur. 2. gr. Tilgangur fjelagsins er að eflasam- vinnu og samtök milli kennara skólans og hlynna að velferð hans. 3. gr. Fjelagsmaður getur hver sá orðið, karl eða kona, sem hefur atvinnu af kenslu við barnaskóla Reykjavíkur, og greiðir til tjelagsins 50 aura á mán- uði á tímabilinu frá 1. okt. til 30. apríl. Gjalddagi mánaðartillaga er 6. dag hvers mánaðar. 4. gr. Fjelagið heldur fundi til að ræða um þau mál, er snerta tilgang þess, eigi sjaldnar en einu sinni á mánuði frá byrjun til loka skólaársins. Fyrsti fundur á skólaárinu er aðalfundur fje- lagsins. Aukafundi kallar stjórn fje- lagsins saman þá er henni þurfa þyk- ir, eða Vs fjelagsmanna óskar þess.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.