Skólablaðið - 15.01.1909, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 15.01.1909, Blaðsíða 2
SKOLABLAÐIÐ 6 5. gr. í stjórn fjelagsins skal á aðalfundi kjósa 5 menn til eins árs í senn, fórmann, fjehirði, skrifara, og tvo meðstjórnendur. Þá skal ug kjósa 2 menn til að endurskoða reikninga fjelagsins. — 6. gr. Stjórnin sjer um verkefni fyrir hvern fund og auglýsir það fjelagsmönnum um leið og fundir eru boðaðir, og skal þaö eigi síðar gert en 2 dögum fyrir fund. 7. gr. Formaður stjórnar störfum fjelags- ins í samráði við meðstjórnendur sina. Hann setur fundi og stýrir kosningu fundarstjóra. Skal fundarstjóri stýra umræðum og atkvæðagreiðslurn, en eigi greiðir hann atkvæði sjáltur, nema ráða skuli úrslitum. Fjehirðir innheimtir tekjur fjelags- ins og greiðir gjöld þess, þau er formaður ávísar. Hann sernur árs- reikning þess svo tímanlega að end- urskoðendur geti yfirfarið harin fyrir aðalfund, og skal hann þá lagður fram til samþyktar. Skrifari annast ritstörl fjelagsins, og færir í bók hið helsta, er gerist á fundum þess. 8. gr. Fjelagið tekur að sjer »Bókasafn barnaskóla Reykjavíkur* og stjórnar því samkvæmt þessum reglum: a: Stjórn fjelagsins gerir uppástungu um kaup bóka og blaða og legg- ur þær undir úrskurð fjelagsins, sem veitir úr sjóði sínum fje til safnsins. b: Fjelagar kjósa á mánuði hverjum 3 bókaverði og annast þeir útlán bóka og sjá um að tímarit og blöð sjeu til afnota fyrir fjelags- menn á lestrarsal. c: Enginn má halda bókum safnsins lengur en viku og eigi nema tveim í senn. d: Lestrarsalur skal opinn eigi sjaldn- ar en 3 í viku, 2 klukkustundir í hvert skifti. e: Skemmist bækur eða týnist í vörsl- um fjelagsmanna, bæti þeir skað- ann aðfullu samkvæmt mati stjórn- arinnar. 9. gr. Kosningar allar í fjelaginu skulu vera skriflegar og aðrar atkvæða- greiðslur opinberar, nema fundur samþykki annað. Einfaldur meiri hluti ræður úrslitum mála, nema um laga- breytingar sje að ræða. 10. gr. Kjósa skulu fjelagsmenn fulltrúa, einn eða fleiri, til að mæta á sam- bandsþingi íslenskra kennara. Fá þeir kjörbrjef, og ferðastyrk sje þingið háð utan Reykjavíkur. Reir flytja á þing- ru þau mál, er fjelagið felur þeim. 11. gr. Úrsögn úr fjelaginu er eigi gild, nema hún komi fram á aðalfundi, enda sje fjelagsmaður þá skuldlaus við fjelagið. 12. gr Löguni þessum má breyta á aðal- fundi með 2/3 atkvæða þeirra, er á fundi eru. Gimsteinarnir. „Islendinga ytirleitt vantar ennþá lifandi og sterka trú, trú á guð, trú á hið góða í sjálf- uin sjer og öðrum." Bogi Th. Melsted. Góð heimili eru gimsteinar þjóðanna. Heimilin mynda sveitafjelagið og þjóð- fjelagið. Frá góðum heimilum koma góðir borgarar þjóðfjelagsins. Heimilislífið skapar heimilið. Heimil- ið á að vera friðhelgur reitur, þar á alt heimilisfólkið að eiga athvarf, ekki að eins húsaskjól og lífsviðnrværi, heldur líka varðveislu, umönnun og alúð. Mað- urinn getur verið heimilislaus þótt hann eigi húsaskjól og viðurværi á vissum stað. Ána:gja og eindrægni eru meira virði en auðæfi; þær skapa gleðina og gefa lífinu giidi, en það getur auðurinn einn aldrei gert. Víst er um það, að efnað- ur maður getur verið góður, glaður og ánægður, en hann getur líka verið vond- ur og ólundarfullur og óánægður með lífið. Sama rná segja um fátæka mann- inn. En eigi fátæki maðurinn gott heim- ili, þar sem gleði og ánægja ríkir, þá líður honum vel, þrátt fyrir fátæktina. Húsbændur! Pað er veglegt og vartda- samt starf sem á ykkur hvílir, bæði mauni og konu og undir þvt, hvernig þið stand- ið í húsbændastöðunni, er komin velferð ykkar sjálfra og heimilisfólks ykkar. Með góðu eftirdæmi getið þið komið því til leiðar að góðu heimilin fjölgi, ykkur til ánægju og sveitafjelaginu og þjóðfjelag- inu tfl blessurtar. Eitt einasta vinsamlegt orð er oft og einatt bestu góðgjörðirnar. það getur verið eins mikið undir því komið hvern- ig orðin eru sögð eins og því hvað sagt er. Glaðlegt viðmót er mikils virði. Pú munt hafa orðið þess var hversu þægileg áhrif það hefir á þig, að tala við mann sem er viðmótsblíður. Sjertu í þungu skapi þá verður þjer Ijettara um hjartaræturnar. þú munt líka hafa fund- ið til óþæginda af að tala við önuglynd- an og ólundarlegan mann. »það dregur hver dám af sínum sessu- naut.« þeir menn, sem saman búa, hafa ^ ótrúlega mikil áhrif hver á annan, til góðs eða íls, eftir því hvernig þeim er varið það er líka mikils vert að kunna að velja sjer kunningja og vini, en menn geta einatt engu ráðið um það hverja þeir fá til sambúðar og því er það svo áríðandi að maðurinn læri að temja sjálf- an sig og reyni að hafa bætandi áhrif á samtíðarmenn sína. það er að vísu ekki auðhlaupið að því að breyta lundarfari sínu, en með góðri viðleitni vinst mikið. Viljirðu athuga mismun þann, sem er á heimilunum í sveitirmi, sem þú ert uppalinn í eða býr í, þá muntu fljótt sjá hversu mikill hann er. Við skulum ekki tala um efnahaginn, heldur heimilis- braginn, sambúð fólksins og framkomu. Vonandi finnurðu eitt eða íleiri fyrirmynd- arheimili að þessu leyti og eg veit að þú óskar þess með sjálfum þjer, að öll heimilin f sveitinni væru eins og þetta, óskar þess, að gleðin og ánægjan ríkti eins á öllum hinum heimilunum. Hver ráð eru þá til þess að fá gleð- ina og ánægjuna heim á heimilin og fá þær til að setjast þar að? fJað verður vandi að leysa úr því, en meiri vandi verður þó að framfylgja þeim ráðum. Að svo miklu leyti sem það er satt, að »hver er sinnar eigin hamingju smið- ur« ætti fyrirmyndarheimilunum að geta fjöigað. Til þess þarf hver einstakling- ur að reyna að temja sjálfum sjer dag- farsprýði, gott og viðfeldið viðmót. Beri hann velvildarhug til annara þá tekst honum þetta fnrðanlega. þegar mönn- unum fer að skiljast það, að allir menn eru bræður og systur, þá er fyrsta spor- jð stigið, og að því kemur einhvern- tíma, þrátt fyrir það þótt sá tíðarandi, sein nú ríkir, bendi ekki á það. Blöðin okkar hafa gert of mikið að því á seinni árum að ala upp hjá þessari þjóð flokka- drætti, íHindi og úlfúð. Aðalkjarni uppeldisfræðinnar er, eða á að vera sá, að göfga hngsunarháttinn hjá æskulýðnum, undirbúa hann svo, að hann verði að góðum borgurum. Þetta starf er meira virði en öll önnur fram- faraviðleitni samanlögð. Það er að vísu nauðsynlegt að kenna mönnum að rækta jörðina og hirða um búpeninginn á þann hátt að hvorttveggja gefi mönnum sem mestan arð, en þó er slikt aukaatriði, en hið áðarnefnda er aðalatriðið. Skólarnir gera óefað mikið gagn, en hætt er samt við, að á flestum þeirra fari þýðingarmesta málið fyrir ofan garð eða neðan. Þeir veita mönnum kost á að læra margvíslegar íræðigreinir og ef að kennararnir auk þess, kappkosta að innræta nemendunum virðingu fyrir því sem gott er og göfugt og vekja hjá þeim velvild til meðbræðra sinna, ef þeir reyna að beita áhrifum sínum í þá átt að gera þá dagfarsprúða og góðviljaða, þá eru skólamálin komin í rjett horf. Þetta hlutverk skólanna er vafalaust erf- iðara viðfangs en sjálf fræðslan og þess- vegna er það svo áríðandi að heimilin bæti það npp. Það er mikilsverð ábyrgð, sem hvílir á foreldrum og húsbændum. Þeir mega ekki ætla að þeir geri alla skyldu sína með því að láta heimilisfólkið hafa nóg að borða og nóg föt til að klæðast og þó þeir sendi unglingana í skóla. Þýð- ingarmesta atriðið er eftir, það, að hafa siðbætandi áhrif á heimilisfólkið og gera því lífið ljúft og gera hina uppvaxandi

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.