Skólablaðið - 01.02.1909, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.02.1909, Blaðsíða 1
Skólablaðið. Þriðji aro-ancrur O O 3. tbl. Kcmur út tvisvar i mánuði Kosiar 2 kr. á ári. Sieykjavík I. febi Auglýsingaverð: I kr. þuml. Afgr. Reykjavik. 1909. Fræflslumál. Svar til hr. Vigfúsar Guðmundssonar Grein sú sem hjer fer á eftir, leiðrjettir að ýmsu leyti nokkuð nlmennan misskilning á fræðslulögunum uýju og fiamkvæmd þeirra, og eru því þau dagblfið s-em n'ini hafa til, vin- samlega beðin ;.ð flytja nana lesendum ^inum, einkum er þeim beiðni þó if eðlilegum ástæð- um beint til »ísa oldar". Ritstj. Hr. Vegfús Ouðmundsson hefir rit- að langt erindi um fræðslumál í 2. tbl. »ísafoldar« þ. á. Höf. er mörgum að góðu kunnur, og geri eg því ráð fyr- ir, að ýmsir muni taka talsvert mark á dómi hans og spám, einnig að því er þetta mál snertir. Eg lít svo á, að hr. V. O. hafi mis- tekist óvenju mikið, er hann samdi þessa ritsmíð sína. Og með því að eg tel það illa farið, ef hún kynni að verða málefninu til hnekkis, leyfi eg mjer að gera nokkrar athugasemdir vtð hana. Undirbúningur. Fyrst minnist hr. V. O. á undir- búning mála yfir höfuð Telur hann þann sið hyggilegan, sem á síðari árum hefir verið upptekinn, að fela hann fyrst 1 manni eða íáum mönn um, sem afli sjer skýrslu og álits þjóð- arinnar um málin og geri svo tillög- ur um þau. Um þetta munum við samdóma. En hr. V. G. álítur, að mennirnir, sem kjörnir eru til að hafa þennan undirbúning á hendi, sjeu sjaldnast starfinu vaxnir Þeir hafa bóklega þekkingu, en skortir þekkingu á fram- kvæmdarhlið málsms; þeir sjeu ákafa- menn.jafnvel loftkastalamenn; þeir sjeu oftast lærðir menn og launaðir, og þekki því ekki nje skilji eða vilji skilja hag og ástæður alþyðu Svona eða líkt þessu hafi farið með undirbúning fræðslumálanna. Svo sem kunnugt er, var það mag. Guðmundur Fhinbogason, sem ráðinn var til að undirbúa betta mál, safna skýrslum og gera tillögur um það. Eg minnist ekki annars, en að öll- um haíi þótt maðurinn heppilega val- inn; Bóklærður var hann að vísu, og fæeg ekki skilið, aðneinum ólærðum mattni héfcði vesið treystandi til að taka starfið að sjer. En um framkvæmdar- hlið málsins var hann að minsta kosti eins fróður og hver annar, enda aflaði hann sjer mikilsverðrar fræóslu í því efni á ferðum sínum. Ókunn- ugt var honum ekki um hag alþýð- unnar; hann var af hennar bergi brot- inn, uppalinn í sveit og með ósvikið íslenskt sveitablóð íæðum. Að sönnu tel eg líklegt, að hann hafi gert sjer nokkuð hærri vonir um kjör og fram- farir íslenskrar alþýðu í framtíðinni, heldur en ýmsir alþyðumenn virðast gera, að hann hafi verið meiri hug- sjónamaður en þeir, og get eg ekki fundið honum það til foráttu; en erfitt mun reynast að vera við allra hæfi að því leyti. Ekki sýndist mjer heldur tiltökumál, þótt honum væri ætlað nokkurt ktlup fyrir staifa sinn; önnur »laun« hafði hann ekki. Pað mun engum hafa hugkvæmst þá, að hægt væri að fá menn til starfs þessa, án þess að launa þeim. En sjeu slíkir menn fáanlegir nú, er enn ærið handa þeim að starfa fyrir fræðslumálin. Mag. Guðm. Finnbogason inti nú starf sitt þannig af hendi, að fyrst ferðaðist hann erlendis til að kynna sjer fyrirkomulag fræðslumála hjá ná- grannaþjóðum vorum t d. Norð- mönnum, sem eiga að mörgu leyti víð líkan hag að búa sem vjer, en eru miklu lengra áleiðis komnir í mentamálunum. Kynti hann sjer sjer- staklega þær leiðir, sem þeir höfðu farið til að komást á það stig, sem þeir standa á. Álit hans var, að þeg- ar við færum að feta okkur áfram á menningarbrautinni, þa' væri leiðin auðrataðri með því að feta í förin þeirra, sem á undan eru gengnir. Loftkastalamenn gera ekki þetta. Þeir fara eða vilja fara aðrar leiðir en fólk ílest; þess vegna ná þeir svo sjaldan takmarkinu. Pegar ma^. G. F. kom heim úr ut- anför sinni, ferðaðist hann víða um land tii að kynna sjer mentunarástand- ið og safna skýrslum um það. Hann áleit, að vjer ættum ekki einungis að byggj3 3 reynslu annara þjóða, held- ur einnig á þeim grundvelli. sem fyrir hendi væri hjá oss sjálfum. Mmnist eg þéss sjerstaklega, hve vel hann ljet yfir þeim grundvelli, sem lagður vært hjá nágfönnirm hr. V. G. austart þjórsár, og þakkaði það starf fyrst og fremst alþýðumanni. En hitt rengi eg als ekki, að hann hafi einkum snúið sjer til presta og kennara, til að fá skýrslu hjá þeim, því það voru þeir mennirnir, sem trúandi var til að geta nokkrar skýrslur gefið. Aftur á móti verð eg að mótmæh því, að þessir menn þekki ekki kjör og ástæður al- þyðu alveg eins vel og bændur sjálf- ir. Eg leyfi mjer að fullyrða, að prestarnir yfirleitt sjeu fult svo kunnugir högum bænda í sínu bygðarlagi, og tillögur þeirra um almenn mál hafa venjulega reynst alþýðu alt annað en óhullar. Sömuleiðis þekki eg fjöl- marga presta, sem als ekki eiga við betri kjör að búa en bændur; þeir verða líka að »róta skítnum og grafa moldina til að leita að penir.gum* sem þá vantar engu síður en bændur. Og þeir telja það sóma sinn að taka þátt í þeirri virðingarverðu leit. Sem betur fer er langt frá því að íslensku prestarnir eigi skilið að vera kallaðir uppskafningar. Þeir lifa, að því er eg þekki til, venjulegu bændalífi, auð- vitað misjöfnu, eins og bændurnir, eftir því sem efnahag þeirra er varið. Og um kennarpna íslensku ætti að minsta kosti öllum að vera það kunn- ugt, að ekki baða þeir í rósum, Eg þekki ekki marga úr þeirri stjett, sem hr. V. G. mundi vilja skifta kjörum við. Hr. V. G. segir, að peningalaunin sjeu jöfn, og er það furða, að svo mikill hagfræðingur, sem hann er, skuli koma með jafn varhugaverða setn- ingu. Gildi peninganna verður að miðast við það, sem hægt er að kaupa fyrir þá, og er það, sem kunn- ugt er næsta breytilegt. Mismunandi árferði kemur því engu síður niður á launamönnum en öðrum, þótt það sje nokkuð á annan hátt. Eftir því sem nauðsynjar, innlendar og útlend- ar, hækka í verði, eftir því verða laun- in minna virði. Góðæri hjá sveita- bændum merkir þessvegna oftast erf- itt ár hjá þeim, sem eingöngu hafa p.ningalán við að styðjast. — Ann- ars hygg eg, að fæstir prestar hafi alt til þessa verið mjög öfundsverðir af launum sínum, þegar alt er vel at- hugað. En það mál liggui fyrir ut- an"umfæðuefrírð, og bið eg lesendur

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.