Skólablaðið - 19.02.1909, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 19.02.1909, Blaðsíða 1
Skólablaðið. Þriði Ji ar^angur o o 4-5. tbl. Kcmur út tvisvar i mánuði. Kostar 2 kr. á ári. Sieykjaoík 19. febr. Auglýsingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Reykjavík. /909. Fræislniál. Svar til hr. Vigfúsar Guðmundssonar. Kostnaður. Niðun. Hr. V. G. áæílar að kostnaður við farkenslu í sveil með 30 búendum nemi 800 kr. á ári, sem bætist við þau gjöld, er á sveitarsjóói hafa áður hvílt. Pessa upphæð fær hann út með því fyrst að gera ráð fyrir. að sveit- in hafi að undanförnu litlu sem engu kostað til fræðslumála, því næst að reikna alt, séin nú fellur á, með ítr- asta verði, og loks að láta 2 fjöl- skyldur komast a sveitina vegna fræðslulaganna. Fyrst er það að athuga, að um mörg ár undanfarin hafa ýmsir hrepp- ar haldið uppi farkenslu. Pannig vóru farkennarar um 200 á landinu síðastl. vetur. Hlýtur höf. að vera þetta kunnugt, og er grein hans því mjög villandi að þessu leyti. Víða hefir farkenslan staðið 6 mán- uði, eins og hann gerir nú ráð fyrir, og verða útgjöld þeirra hreppa svip- uð hjer eftir 3em hingað til. Kenn- aralaunin ef til vill dálítið hærri; miklu nemur það ekki, ef gera má ráð fyr- ir að fyrirmælum fjárlaganna hafi ver- ið fylgt, en eftir þeim áttu kennar- arnir að fá, auk landsjóðsstyrksins, að minsta kostí jafnmikið annarstað- ar frá. Kenn'arafæði, húsrúm, ljós. hiti og þjónusta alt óbreytt. Kenslu- áhöld kannske nýr gjaldliður, en ekki er hann hár (10 kr.). Og tæplega geta hin auknu útgjöld í þesstim hreppum komið 2 fjölskyldum á sveitina, allra síst þegar á það er litið, að eftir nýju lögunum eiga allir hreppsbúar að taka tiltölulega jafnari þátt í kostnaðinum; en áður hefir hann einatt lent þyngst á fátækum barnamönnum, sem sje fæði og þjón- usta kennarans. Pað er einmitt einn af aðalkostum laganna, að þau jafna kostnaðinum frekar niður á alla, »hvort sem þeir eiga börn eða ekki«, með ákvæðinu um kauplausa kenslu fyrir börn á aldrinum 10-14 ára. Par með er að nokkru leyti viðurkend sú kenning, sem þegar hefir hlotið við- urkenningu íflestum löndum, að upp. fræðsla barna sje fyrst og fremst þjóðfjelagsmálefni. En nú eru margir hreppar, sjálf- sagt alt of margir, sem engu hafa kostað til barnafræðslu að undanförnu. Hugsanlegt er, að þeir geti einnig framvegis komist hjá þeitn kostnaði að miklu eða öllu leyti, sje heima- fræóslan í mjög góðu lagi. En reyn- ist nú þetta ókleift — og það gerir það sennilega víða — þá kemur sú spurning, hvort þessir hreppar sjeu yfirleitt nokkuð ver staddir efnalega heldur en hinir, sem farkenslu hafa haft, hvort kraftamir til að bera byrð- arnar, sem af henni leiðir, sjeu ekki svipaðir. Par sem eg þekki til, er það svo. Tökum t. d. hreppana í Arnessýslu, þar sem við hr. V. G. erum kunnugastir. Eg held ekki, að þeir 7 hreppar þar, sem höfðu far- kenslu síðastliðið ár, sjeu hóti færari til þess en hinir 7. sem enga farkenslu höfðu. Pannig mun það víðar vera. Pví skal eigi neitað, að gjaldabyrði eykst allmikið í þcim hjeruðum, sem engu hafa áður kostað til fræðslu- mála, og sjerstaklega, sje heimafræðsl- an þar jaínframt í laklegu ástandi. en það tvent mun víða fara saman. Pó tel eg íræðslumálum hjeraðsins óhaganlega fyrir komið, ef kostnaðar- aukinn verður eins mikill og hr. V. G. áætlar. Við 4 i'yrstu liðina á kostnaðar- reikningi hans geri eg ekki sjerstakar athugasemdir, og sýníst mjer þó, að 2. og 3. liður sjeu sæmilega hátt settir. En 5. liðurinn er einkum athuga- verður. Hann er þannig: Fjölskyldurnar (640-5-120) 520 kr. Pað er hvorki meira nje minna, en að af 800 kr., sem er allur fræðslu- málakostnaður hjtraðsins, fara 520 kr. í »fjölskyldurnar«, sem höf. áætlar að fari á sveitina vegna kostnaðar við fræðslu barnanna. Hann lætur hvora þessara tveggja fjölsyldna hafa 4 börn á námsreki — nefnir reyndar 10: en það mun nú vera að eins til að sýna ægilegar tölur. Börnin lætur hann njóta 6 mán. kenslu utan heimilis. og borgun með hverju barni vera Q0 kr. Pess- um gjöldum n'sa heimilin ekki undir. Pau fara á hreppinn. Pað er eltirtektavert, að hann, sem rjett á undan hefir farið svo stórum orðum um heimafræðsluna, álítur hana nú ekki meira virði en svo, að hún getur alls ekkert ljett undir við námið. Nú þurfa börnin nauðsynléga að vera undir hendi kennarans allan timann, 6 mánuði. Er það af því að höf. þurfi hjer á því að halda til að gera mál sitt sennilegra? Pað verður undan- tekning, ef barn fylgir farkennara all- an tímann, en óhugsandi, að 8 börn geri það. Farskóli á 2 stöðum í hjeraðinu nálg- ast mest fastaskóla, og yrði það fyr- irkomulag eflaust vel viðunandi, þar sem heimafræðslan er ekki því meira vanrækt. Pað Ijettir meðgjafarkostn- aðinn um helming. Hugsanlegt er, að kenslustöðum verði svo fyrirkom- ið, að börnin af öðruhvoru heimilinu eða báðum geti gengið þangað heim- an frá sjer. Þá sparast kostnaðurinn allur. Að öðrum kosti verður að koma börnunum fyrir í 3 mán., og svo tæpt gita heimilin staðið, að það ríði þeim að fullu, sje í strangan reikn- ing farið og enginn verðí til að rjetta hjálparhönd. Lögum samkvæmt má ekki veita meðgjafarstyrk úr sveitar- sjóði, nema það sje talinn sveitar- styrkur; það tel eg galla á löggjöf- inni. En aðrar leiðir eru til, svo sem matgjaíir efnaðri manna, samskot o. s. frv., alt saman leiðir, sem sveita- bændur þekkja vel og sem borgar sig betur, heldur en að fá heilar fjölskyld- ur á sveitina. Pessar leiðir veit eg til að farnar hat'a venð einmitt í þessu skyni, og eg hugsa, að þær verði farnar þar sem ekki vantar vi'jann; nema svo sje, að hreppsbúar vilji láta fjölskyldurnar komast á sveit, og get- ur staðið svo á, að þeir hafi hag af því. Einn kaflinn í grein hr. V. G. er um kostnað við fastaskóla (heimavista- skóla) í sveitum. Um hann ætla eg eigi að fjölyrða. Eg geng að því vísu, að kostnaðurinn yrði mikill, þótt eg hins vegar sjái, að sumt í áætlun höf. sje ofreiknað. Hann gerir t. d. ráð tyrir 2 kennurum við skóla með 20 börnum, þótt altítt sje, að 1 kenn- ari kenni 20 — 40 börnum í fastaskól-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.