Skólablaðið - 19.02.1909, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 19.02.1909, Blaðsíða 4
16 SKOLABLAÐIÐ urnar fara sjálfar að kynnast náminu, sjá þær stundum eftir ]dví að þær vórn ekki einum bekk neðar, en um hitt munu þær sjaldan eða aldrei kvarta að þær hafi ekki nóg að Iæra í sínum bekk. En það er einn eníðleiki, scm engin forstöðukona nje kennarar geta sigrað hjálparlaust, og það er þessi rótgróni óvani að flestallir foreldrar láta ekki dætur sínar vera nema einn vetur í kvennaskólanum. Hann er til stórskaða fyrir skólann og námsmeyj- arnar bæði beinlínis og óbeinlínis. Hans vegna er miklu erfiðara að koma föstu skipulagi á kensluna, eins og öll- um er auðskilið, sem skynbragð bera á skólamál. Bað er ek i hægðarleikur að hafa áframhaldandi kenslu bekk úr bekk, þegar þorri nemandnna er nýr á hverju hausti, og hefir ekki fengið betri undir- búningsmentun í sumum námsgreinum en svo að langur tími fer til að rifja upp undirstöðuatriðin, enda þótt um 2. eða 3. bekk sje að ræða, sem aftur verður óleik- ur fyrir þær, sem betur eru undirbúnar eða vóru áður í skólanum. Allir heilvita menn ættu og að geta sjeð að það er fárra meðfæri að læra 12 til 17 námsgreinar á einum 7 mánuðum svo vel að nokkurt v°rulegt lið verði að síðar í lífinu. Satt er það að vísu að þegar nndirbúningurinn, námsgáfurnar og áhugi og tækifæri til að halda náminu áfram heima hjá sjer á eftir er alt betra en í meðallagi, þá getur einn skólavetur orðið að stórmiklu gagni. En oftast vant- ar eitthvað af þessum skilyrðum og stundum vantar þau öll — og því eru það tómar fjarstæður að ætlast til þess að stúlkur, sem verið hafa að eins einn vetur á kvennaskóla sjeu t. d. jafnfróðar piltum, sem varið hafa 2 eða 3 vetrum til bóklegs náms, eða jafnfærar í klæða- saum þeim stúlkum, sem hafa ekki gjört annað í 6 mánuði en læra hann einan. Kvennaskólanum tekst oft furðanlega vel að nota þenna stutta námstíma, — en samt er það satt að allir sannir kven- rjettinda- og mentavinir ættu að verða samtaka um að koma þeirri reglu á að engin stúlka væri skemur en 2 eða 3 vetur í skólanum, og þær, sem ekki eru því betur undirbúnar ættu ekki að setjast ofar en í 1. tða 2. bekk og fara svo bekk úr bekk úr því, þeim er það sjálf- um fyrir bestu, og skólanum stór hagur; og þá mundi árlega útskrifast úr skól- anum efnilegur hópur mjög velmentaðra kvenna. Sú breyting yrði ekki svo miklu kostn- aðarsamari, sem margur kann að 'ætla; því að »kákið« eða hálfmentunin fer með peninga og tíma »í sjóinn«, en veldur oft hjegómagirni og Ijettúð. En hitt verður ekki metið til peninga hjá fámennri þjóð með nálægu jafnrjetti karla og kvenna að kvenþjóðin verði í fullum skilningi »vel að sjer til munns og handa..« Pað væri óskandi að allir foreldrar, sem eru að menta dætur sínar eða ætla að fara til þess, vildu íhuga alvarlega það, sem hjer er sagt, og prestar og kennarar benda niönnum á, hvað hálf- méntunin er kostnaðarsöm og óholl, en góð mentun arðvænleg í hverri stöðu bæði fyrir konur og karlmenn Sigurbjörn Á. Gíslasnn Skautahlaup, er Skautafjelag Reykjavíkur hafði efnt til, fóru fram sunnud. 31. f. m. á hinni umgirtu hringbraut fjelagsins á Tjörn- inni. Alt var sviðið fánum skrýtt, og grænir skógarrunnar stóðu á víð og dreif fram meo brautiuni. Veður var hið fegursta, hitamari í lofti, kyrt og frostlaust. Enda var þar margt manna saman komið til að horfa á leikinn. Liðlega 20 manns tóku þátt í hlaup- unum, og var skift í fjóra flokka eftir aldri; runnu þrír yngstu flokkarnir 500 metra skeið, en elsti flokkurinn — þeir er eldri voru en 18 ára — þreyttu hlaupió á 1000 metra færi. Verðlaun voru veitt þrem í hverjum flokki. Fremur harðdrægt var á svell- inu sakir hnökra, en tíðarfar ilt undan- gengnar vikur, svo að menn höfðu eigi getað búið sig undir kapphlaupin að neinu ráði. Fljótastur allra þeirra, eí 500 metra skeiðið runnu, var Eyþór Tómásson (1 mín 4 sek.); en á 1000 metra skeiðinu bar Sigurjón Pjetursson hæstan sigur úr býtum (2 m. 21 sek.), þá Magnús Tómásson (2m., 25 sek.) og loks Magnús Magnússon skipstjóri (2 m. 35 sek.), er flestum þótti hafa fegurstan limaburð á hlaupinu, þótt hann skorti flýti á við hina tvo. Einn drengjanna hlaut aukaverðlaun fyrir fimlegt hlaup. — Þótt hluttakendur væru eigi fleiri, en áður er sagt, stóð leikurinn alllengi, og var því mest um að kenna, að sumir viltust á, hvenær skifta skyldi um innri braut og ytri, og urðu því að þreyta á nýjan leik. Enda fór svo, að mikill liluti áhorfenda beið ekki leiksloka; var mönnum orðið kalsamt í vætunni, er ísinn bráðnaði undan fótum mannfjöldans, og aukþess vantaði lúðraþytinn góða til að halda lífinu í glæðunum um íþróttaáhuga manna; hornaflokkurinn hafði brugðist fjelaginu í síðustu forvöðum og látið það að ósekju gjalda missættis síns við bæjarstjórnma. Um kveldið eftirmiðaftan hjeltSkauta- fjelagið uppi skemtun á Tjörninni eftir föngum »Pessi kapphlaup, þau voru Ijóta ó- myndin«, varð manni nokkrum að orði við mig, er við gengum heim frá leiknum. Eg ætla ekki að rekja hjer samtal okkar, því að það yrði helst til langt mál, heldur aðeins geta þess, að maðurinn varð að játa að lokum, að hann hefði mælt kapphlaupin á skakkan kvarða. Pað er ekki rjett að líta á þau svo sem eiginlega iþrótta- sýningu eða kappraun æfðra íþrótta- manna, er annars vegar skyldi sýna almenningi hástig skautalistarinnar hjer f bæ og hins vegar vcra sigurvegur- unum sönnun þess, að þeir væru færir í flestan sjó. Pað er ekki rjett þegar aí þeirri ástæðu, að sýnd voru aðeins hraðhlaup en eigi íimleikshlaup, og auk þess, að þeir væru færir í flestan sjó. Pað er ekki rjett þegar af þeirri ástæðu, að sýnd voru að eins hrað- hlaup en eigi fimleikshlaup, og auk þess sátu nokkrir færustu skautamenn bæjarins hjá. Tilgangur fjelagsins var bersýnilega sá, að hrinda ungviðinu á stað, fá menn til að kanna kunnáttu sína í skautaförum og vekja almenn- ari áhuga á skautaíþróttinni. Enda var verðlaununum hagað samkvæmt þeim tilgangi; þau voru mörg, en smá, og miðuðu tll að örva samkeppni æskulýðsins en ekki til þess að vera hljótendum heióurseinkenni fyrir frá- bæra list. Leikmótið verður að skoð- ast vakningartilraun, sem fyrsta sporið á þeirri braut, er leiða má til sigur- vinningar íslenskra skautamanna á er- lendum leikmótum, ef fjelagið heldur ótrautt áfram starfi sínu. Eg fyrir mitt leyti fagna þessari byrjun af heilum hug, og svo munu allír gjöra, er þrá þroska íslenskra í- þrótta —, eg fagna henni, hvort sem almenningi þóknast að kalla hana full- komna eða ófullkomna. Við íslend- ingar, íbúar svelllalands og ættniðjar fornfrægra atgjörfismanna, ættum ekki að láta annað sæma en að standa nágrannaþjóðum vorum á sporði um vetrar íþróttir, nema framar sje. En enginn verður óbarinn biskup, og enginn þekkir mátt sinn að óreyndu. Pað er ekki nóg að láta sig dreyma um það í rúmi sínu eða á tunglskins- sveimi á tjörninni við ylhlýjan arm ástmeyjar sinnar, að maður sje heljar snillingur á skautum, og mundi eiga hægt .með að skjóta öðrum aftur fyrir sig, hvort sem sá væri alinn upp við síld, smjörgæs, baunir eða bolasteik. Menn verða að reyna mátt sinn að staðaldri, þróa hann og kanna, og færa sig upp á skaftið eftir því sem þeir fá meiru áorkað. Eftir þessu verða íþróttafjelögin að sniða starf sitt. Fyrst að menn reyni sig í átthögum sínum, á kunningjamótum eða hjeraðs- mótum; því næst er að stofna til alls- herjarkappleika innanlands, er vænkast fer um íþróttina í einstökum bygðar- lögum; og þá má sjá á hvert hástig iþróttin er komin í landinu og hvort nokkrir verða vænlegir til að bera sigur úr býtum á alþjóðlegri iþrótta- stefnu. Fjelagið hefir stigið fyrsta sporið á þessari braut að því er skauta- íþróttina snertir, og vonandi lætur það ekki staðar numið fyr en takmarkinu er náð. Hitt get eg ekki stilt mig um, að senda æskulýð Reykjavíkur hnútu fyr- ir það, hversu linlega hann brást við kapphlaupaáskorun skautafjelagsins. Sú var tíðin, að íslendingar vildu heldur reyna sig og falla, en sitja heima að arinshorni og vita eigi, hvað

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.