Skólablaðið - 19.02.1909, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 19.02.1909, Blaðsíða 5
SKÓKABLaÐIÐ 17 þeir mættu bjóða sjér. En eg hugga mig við að hluttakenda-fæðín hafi stafað öllu fremur af misskilnings- hæversku en af eljanleysi og þrekleysi, og því muni fleiri verða til að reyna sig næst, er til kapphlaupa verður stofnað. Efniviðinn vantar ekki í íslenska skautafrægð, ef ræktin væri að sama skapi. F*ess báru glöggan vott nokkrir þeirra, er þreyttu skeiðið að þessu sinni, — þegar þess er gætt að svellið var í verra lagi og undir- búningur ónógur. Njörður i Nóatúnum. Ljótar dylgjur. Vigt'ús Guðmundsson sá, er fyit hefur nýlega talsvert marga dálka í »ísafold« af hinu og þessu tali um fræðslumál, hefur kastað einni slæmri hnútu að skólakennurunum, eða farið með dylgjur, um ónytjungsskap kenn- ara og misskilning þeirra á starfi sínu. — Hanneraðberasamanheimilisfræðslu og skólafræðslu, lofar heimafræðsl- una mjög, en gerir lítið úr skólament- un. »Höfuð kostur heimafræðslunn- ar er« segir hann: Börnin læra vinnu og bóknám samtímis.« — Læra bóknám! Jæja, látum það gott heita. Það er auðskilið, hvað Fúsi vill segja. En hann bætir við: »Hitt er þeim ekki kent þar (d: á heimilun- um) að verða ósjálfbjarga snýkjudýr á þjóðlíkamanum, eða lifa á því að bíta til blóðs þjóðina sína.« - Vigfús lætur liggja að því, að þetta sjeu þau fræði, sem börnin nemi í barnaskólunum, og er þá ekki undar- legt að honum þyki hart að göngu, að skylda foreldra til að senda börn sín í slíkar »mentastofnanir«. Dæmalaust tinst mjer þurfa mikið hugsunarleyi, eða þroskaleysi - eða ódrengskap til þess að varpa fram dylgjum um það, að barnakennarar landsins, — þeir skifta hundruðum, og enginn er undantekinn — ræki á þann hátt starf sitt, að þeir kenni nemendum sínum að vera ósjálfbjarga snýkjudýr á þjóðlíkamanum, eða að lifa á því að bíta til blóðs þjóðina sína. Því að ekki þekkir þessi Vigfús nokkurn mann í kennarastöðu, sem hann hafi ástæðu til að kveða upp slíkan dóm um. Hitt þykir mjer lík- legra, að hann þekki fleiri eða færri kennara, sem vita það skyldu sína að ala upp hjá nemendum sínum allar góðar dygðir, og sem eftir mætti reyna að innræta þeim virðingu fyrir allri sómasamlegri vinnu, og löngun til að verða að sjálfstæðum og nýtum mönnum, til stuðnings fyrir þjóðfje- lagið, fyrir sveitina sína, en ekki hitt að verða snýkjudýr, sem sjúga blóð- ið úr þjóðinni sinni. Getur verið að jeg kunni ekki rjett um þetta að dæma, en jeg tel víst að margur kennari megi eins mikils til áhrifa á unglingana, eins og foreldrarnir sjálfir, þegar um það er að ræða að hvetja til dáða og örfa til atorku. Jeg geng að því vísu, að þessar dylgjur Vigfúsar í »ísafold« verði, hvar sem þær eru lesnar, taldar honum til vanvirðu og blaðinu til lítils sæmdar- auka, og hirði því eigi að senda því mótmæli móti þeim óhróðri, sem það hefur tekið að sjer að flytja um lýð- skóla landsins, en bið 'Skólablaðið að mótmæla fyrir hönd íslenskra barna- j kennara. Vjer mótmælum allir — vona jeg. Kennari. Foreldrafundir í Vestmannaeyjum. Pað hefir verið minst á það við og við í Skólablaðinu, hve gott og gagn- legt það gæti verið, að halda »for- eldrafundi« öðru hvoru, til þess að foreldrar kyntust kennurum og starfi þeirra, og kennararnir fengju aftur nán- ari vitneskju um ástandið á heimilun- um að því er snerti þá hlið uppeldis- ins, er skólarnir láta sig einkum varða. Vjer erum í engurn efa um það, að slíkir fundir, fundir kennara og for- eldra, gætu haft margt gott í för með sjer. Pá hefðu kennararnir ágætt tæki- færi til þess að ræða um uppeldi og kenslu við þá, sem standa börnunum næst, sýna foreldrunum fram á ann- markana, hvetja þá til að ráða bót á þeim og leiðbeina þeim í öllu, svo sem auðið væri. Aftur á hinn bóginn bæru foreldrar uppvandkvæði sín við kennarana, og drægju ekki dul á neitt, eða reyndu að fegra það, seni ábóta- vant kynni að vera í þeini efnum, sem skólunum kæmi við. Samtalið ætti að vera eins og þegar vinur talar við vin. Eins og það væri alveg meiningarlaust af kennurunum að segja ekki aldrátt- arlaust það sem þeim þætti að vera, og hvernig þeir hygðu vænlegast að kippa þvt í lag, eins væri það tilgangs- laust fyrir foreldra, að leitast við að breiða yfir alvarlega galla, því börnin þeirra kæmu þeim óðara upp, hvort sem væri. Þau bæru þá svo augljós- lega með sjer. Pessi hreinskilni mundi leiða til þess, að auðveldara mundi að finna hinar sönnu orsakir þeirra annmarka, sem um væri að ræða í hvert skifti, og þegar orsakirn- ar væru fundnar, þá yrðu líkurnar stórum meiri, að geta numið ann- markana burt. »Vjer vitum að ofraun það ein- stökum býr, sem afkastað geta þó tveir eða þrír«. Ef kennarar ogforeldrar tækju hönd- um saman, fyrst til þess að fletta ofan af þeim meinum, sem á eru uppeld- inu, og síðan til að græða þau, þá mundi nppeldisstarfið og fræðslan fara betur úr beggja hendi, heldur en stundum á sjer stað. Allar fram- kvæmdir í heiminum kalla eftir sam- vinnu, getur þá uppeldið og fræðslan verið undanskilið? Allir kennarar óska vafalaust eftir því, að fá foreldrana í lið með sjer, til þess að hrinda hinu mikilvægasta allra starfa, uppeldisstarfinu, áleiðis að sem æskilegustu marknúði, og góð- ir foreldrar þykjast ekki betur farnir einir síns liðs en í samvinnu við kennarana. En þeir foreldrar eru líka til, sem sækjast ekki eftir nokkurri liðveislu hjá kennurunum, heldur að eins líða hana — líða hana af því hún er skipuð með Iögum. Hvers styrks mega nú kennarar vænta hjá slíkum foreldrum? Peir mega þykjast góðu bættir, ef þeir fá að vinna í friði, og ef starf þeirra er ekki lagt út á lakara veg. Ef til vill hafa kennarar ekki enn þá reynt það víða, að leita samvinnuvið foreidra með því, að halda foreldra- fundi, en þó hafa slíkar tilraunir átt sjer stað. Kennarar í Vestmannaeyjum hafa hdldið þrjá foreldrafundi í vetur og boðið til þeirra um 80 foreldrum. En aldrei mættu þó fleiri en fjórðungur þeirrar tölu í senn. Ekki verður það sagt með sanni, að þessir fáu for- eldrar sem mættu, tækju máli kenn- aranna illa, að undanskildum tveimur mönnum, og mun þó mótspyrna þeirra hafa aðallega stafað af misskilningi. Margir þeirra, sem tóku til máls á fundunum, töluðu mjög liðlega og fjellust á uppástungur og tillögur, sem kennarar báru upp. Sjerstaklega má geta þess, að fyrv. prestur Jes A. Gíslason hjelt lipra tölu og sannfær- andi, kennurunum til mikils stuðnings. Hann reyndi að sýna mönnum fram á, hve eðlilegt það væri, að kennarar »ákölluðu foreldra sjer til aðstoðar«, og að foreldrum bæri að líta á það með allri góðgirni. Ætli foreldrar alment geti ráðið í það, hve mikið þeir ljetta kennurun- um verk þeirra með því að taka jafn sanngjarnlega í strenginn og sýna slíkan samvinnufúsleik? F*að Ijettir verkið til hálfs. Helstu tillögurnar, sem fengu góðar undirtektir á þessum fundum, voru um það, að hafa nánara eftirlit með því, að börmn læsu lexíur sínar, áður en þau færu í skóla, a ð hafa ákveðn- ar stundir handa börnunum til heima- vinnu og ákveðna hvíldartíma, eftir töflum frá kennurunum, og að heim- sækja skólann við og við og hlusta á kenslu í honum. Hver varð þá árangurinn af þessu öllu saman? Vjer gerum ráð fyrir að það mundi margur ætla, að ekki sje auðvelt að benda á árangurinn, svona eftir fyrstu tilraun, og jafnvel þeir, sem fundina sóttu, sjá hans ef til vill lítil merki. En þeir, sem taka móti langdrægt 100

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.