Skólablaðið - 15.03.1909, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 15.03.1909, Blaðsíða 3
SKOL/íj@fcftÆ>^ 27 í reikningi og skrift . . . fastur barna- skóli getur ekki komið að liði fyr en rækileg umferðarkensla er búin að sann- færa nienn um, að skólakensla er bœði ódýrari og affarabetri. Arleg próf nauð- synleg, enda mjög vinsæl. Skólakensla (í sveitum) gefi ekki haft skaðleg áhrif á heimiiisfræðslu alment . . . Oóður um- ferðarkennari hlýtur að glæða áhuga á uppfræðingu barna á þeim heimilum, er hann dvelur á. Farkenslan ætti að standa sjaldan minna en 12 vikur og varla meira en 24. . . . Mjög væri æskilegt að sveitirnar legðu fram fje til kenslu- mála. . . . Auk fátæktarinnar stendur það barnauppfræðingu mest fyrir þrifum, hve fáir kunna að kenna; eitt hið nauðsyn- legasta sje því það, að efnilegir ungir menn eigi kost á að afla sjer kennara- meniunar o. s frv. Margir hinir merkari prestar taka í sama strenginn og sjera Kjartan, þó að hann kveði einna skýrast að orði um gagnsemi farkenslunnar og góð áhrif góðra kennara á heimilisfræðsluna. En þó skoðar hann farkensluna einungis sem bráðabyrgðar ráðstöfun; skóli geti ekki komið að liði fyr en rækileg farkensla hafi sannfært menn um, að skólakensla er ódjrari og affarabetri; það er auð- sælega takmarkið, sem fyrir þessum mer.tavini vakir: barnaskólar til sveita eins og annarstaðar, sem hin ódýrasta og af- farabesta kensla. Hann er ekki hræddur við að »hneppa sveitabörnin í skóla- ánauð«. Hann vill ekki gefa unglingum »frið« fyrir bóknámi þangað til þeir eru 16 — 20 ára. Bújörð handa kennurum. Þessu máli hefir tvívegis veriðhreyft í Skólablaðinu. Og það er óumflýj- anlegt fyrir oss kennara að halda því vakandi, þyrftum nauðsynlega að fá næsta þing til þess að taka mál þetta til meðferðar, það má ekki dragast sökum þess, að það getur haft all- mikla þýðingu fyrir kennarastjettina þegar á næstu árum og hlýtur að hafa síórkostlega þýðingu fyrir hana þegar fram í sækir. Framtíð kennara landsins utan kaupstaða, verður mjög undir því komin, hvernig þing og stjórn taka þessu máli. Laun barnakennara eru svo lág og hljóta að verða það að sinni að þau eru að eins styrkur, lítils háttar trygging fyrir því að þeir geti unnið sem frjálsir menn og óháðir að ætl- unarverki sínu. Eg geng a^ Því v'su að allir verði á sama máli um það, að jarðnæði þurfi kennarar að hafa, að nauðsyn- legt muni verða að allir kennarar ut- an kaupstaða geti áít kost á því. En hve stórt þarf kennarajarðnæðið að véra? Og hve stórt rná það vera? Um það hygg eg að verði skiftar skoðanir. , . Skólaþlaðiö. svatar þessum spurn- ingum 1, okt. þ., á. en mjer. virðilt þó svo, sem lesa megi spurning út úr svarinu. Það er þannig: Segjuin: nægilegt til að halda eina kú, og til þess a0 hafa garðrækt eft- ir vild, Já, hve stórt þarf það að vera til þess ? Eins og margir munu kannast við þá er að eins einn vegur til þess að vjer getum haft vaxandi not af jörðum þeim eða jarðarpörtum er oss kynni að verða trúað fyrir, sá að »yrkjum það og verjum« svo að eg noti orð biblíunnar. En til þess að yrkja land þarf meðal annars áburð og hann höfum vjer eigi í sveitum til muna annan en húsdýraáburð, og þótt vjer drygjum áburð undan einni kii og hirðum hann vel sumar og vetur, þá býst eg ekki við, að hann geri betur en að halda einum kýr- velli í sæmilegri rækt. Og nú þykir jafnvel talsvert vafasamt hvort það reynist nægilegt alstaðar. En til þess að hafa garðrækt eftir vild og þörf- um, þurfum vjer líka áburð. Hvað- an fáum vjer hann? Mjer virðist svar- ið verði á þessa leið að vjer hljótum að hafa fleiri gripi, segjum: 2—3 hross, enda mun það reynast hjerum bil óhjákvæmilegt upp til sveita. En þá rekur að því að vjer þurfum að hafa aðrar slægjur svo miklar að vjer getum fóðrað þau sæmilega og þar að auk sumarhaga. Nú eru mörg kot í sveitum eigi stærri en svo að þau fóðra að eins eina kú, nauðsyn- leg brúkunarhross og nokkrar kindur að auk og þó að fáir bjargist á þeim einvörðungu þá eru þau þó bygð, Það er rjett sem Skólablaðið segir í nefndri grein 1. okt. þ. á., það er æskilegt að kennarinn »kunni að fara svo með vallardagsla'ttuna- að hún gefi arð«, en hins má gæta að hún gefur aldrei arð, hún selur hann og það kemst margur að full keyptu í viðskiftum við hana, einkum ef þær eru alt of fáar. Þekkingin er ekki einhlýt. Til þess að rækta jörðina þarf enn fremur dugnað, hyggindi og peninga. Tími vor er peningir og þótt vjer ættum víst að hafa dágóðar prósentur upp úr vinnu vorri með tíð og tíma, þá eru þarfirnar oft svo háværar, að vjer hljótum að sinna þeim, áður en uppskerutíminn kemur. Vjer mundum þurfa að girða af bletti vora, til þess þyrftum vjer fje bein- línis og það yrði því dýrara, í hlut- falli við afurðir, sem blettirnir yrðu minni. Svo er það og athugavert, meðal annars, að oss mundi verða dýrari ræktun í úthögum, heldur en ef vjer tækjum við jörðum með meir eða minna ræktuðum túnum og einkan- lega stæðum vjer ver að vígi að koma upp húsum yfir sjálfa oss, skepnur vorar og heyfeng, ef vjer hefðum ekkert byggingarefni við hendina, því það eru oft hlunnindi fyrir frumbyl- ing að taka við byggingarefni fyrir- rennara sinna óg hústóftum, án þess að þurfa að kaupa það. Nei, mjer virðist engar skynsarri- legar líkur fyrir því, að oss væri verulegur styrkur að smáblettum, iíku jarðnæði og Skólablaðið nefnir. Ekki upp til sveita. Jafnvel síður en svo. Hvað þá að afurðir af slíku búi!í gætu uppíylt megin þaifa vorra eða talist aðaltekjugrein vor, en svo mikl- ar ættu þær þó að vera. Vjer ætturh að geta lifað án launanna, án styrksins. Styrkurinn á að vera trygging fyrir því að vjer lend- um ekki í basli. Eg get fallist á það, að eigi sje áríðandi að kennarinn hafi stór-bú jafnvel ekki æskilegt, þó þykir mjer engin sanngirni í því að reyna að koma í veg fyrir það að bú þeirra blómgist, geti orðið allstór og arð- ber?ndi. Mjer virðist svo, sem að reynslan bendi ekki á það, að sam- fara dugnaði í búskap, þurfi að vera slóðaskapur í opinberri stöðu, ef til vill bendir hún freniur á hið gagn- stæða. Eða eru þeir embættismenn óskylduræknari, ónýiari starfsmenn í þarfir þjóðar sinnar, sem hafa stór- bú, eru efnalega sjálfstæðir? Eg hygg eigi að svo sje. Tökum til dæmis prestana. Standa þeir prestar ver í stöðu sinni þegar á heildina er litið, sem búa á stór jörðum, hafa blómleg bú? Ekki virðist mjer það. En eg gæti bént á mjög skyldurækna presta og þá eigi fáa, ei njóta verðugrar hylli og virð- ingar sóknarbarna sinna og eru þó góðir búmenn, gefa sig við búskap á stórjörðum, Og eg heyri fáa andæfa á móti því að þeír sitji á betri jörðum sveitanna Þó hafa þeir að jafnaði gildum 2/3 pörtum hærri laun en vjer kennarar og jafnvel meira. Og vjer teljum það ekki eftir skylduræknum prestum, síður en svo. Eg hygg að efnalegt sjálfstæði sje eitt af meginskilyrðum fyrir dugnaði í opinberri stöðu, skilyrði fyrir því að mannkostir og hæfileikar fái að njóta sín. En það er bölvuð örbyrgðin, sem hefir drepið dáð og dug í mörgum góðum starfsmanni. Hún hefir komið í veg fyrir framsóknarviðleitni þeirra, lamað framkvæmdarþrekið og dregið kraftinn og kjarkinn úr mörgum nýt- um embættismanni þessa lands. Og verði skóladyr íslensku þjóðarinnar góðfúslega opnaðar fyrir henni, verði hún sjálfsagður förunautur kennaranna utan skóla og innan, þá býst eg ekki við að andi frelsis og framsóknar, andi sannrar mentunar og mannúðar berist út um sveitirnar. Néi, smáblettir nægja oss ekki, þægilegar smájarðir, sem vjer getum unnið upp og ræktað við annan mann, munum vjerláta oss nægja, vænt- anlega flestir. Pó hefi eg ekkert um- boð til þess að setja það lágmark fram sem skoðun allrar stjettarinnar.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.