Skólablaðið - 15.03.1909, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 15.03.1909, Blaðsíða 4
28 SKOLABLAÐIÐ Kennarastjettin þarf að gera kröfur og hún gerir kröfur á sínum tíma, þegar hún hefir náð hæfilegum þroska til þess að berjast fyrir tilveru sinni og öðrum þeim málum er snerta verka- hring hennar. Og þær kröfur mega ekki vera alt oí lágar, hún má ekki vera alt of lítilþæg, því að lítilþægnin leiðir af sjer böl fyrir oss sjálfa og þjóð vora. Vjer verðum að skoða þau mál er snerta oss sjálfa og verka- hring vorn með eigin augum, beita eigin fjöðrum, reyna á eigin krafta til þess að hrinda þeim í betra horf. Vjer finnum best hvar skórinn kreppir. Loks þakka eg þeim mönnum er hafa hreyft þessu máli, þeir hafa brotið ísinn í þessu atriði, hvatt oss til að bera það fram til góðra lykta og vakið athygli þjóðarinnar á því. Kennarar íslands! og kennaraskóla- nemendur! vinir og samverkamehn! Eg hefi ritað þessar línur vegna mín og ykkar og vona að þjer leggið hönd á plóginn, Ijáið þessu máli hönd og huga. Fram til nýrra dáða með nýju ári! Litla-Hvammi á gamlársdag 1908. Stefán Hannesson. @. >—<- ®; J-rumvarp til laga u/n styrktarsjóð handa barnakennurum. 1. gr. Styrktarsjóð skal stofna handa barna- kennurum landsins. Stofnfje hans, 5000 krónur, leggur landssjóður til. 2. gr. Hver sá kennari er ráðinn er til kenslu- starfa eftir lögum um fræðslu barná 22.. nóvbr. 1907, greiðir í sjóðinn á hverju ári l°/0 af kennaralaunum sínum. 3. gr. Sjóðurinn fær 1000 kr. styrk úr lands- sjóði á hverju ári. 4. gr. Styrktarsjóð þessum skal stjórna undir yfirumsjón landstjórnarinnar 3 manna nefnd, er i eru umsjónarmaður fræðslu- málanna, forstöðumaður kennaraskólans, og hinn þriðji maður, er ítjórnarráðið til þess kýs. 5. gr. Því aðeins getur kennari fengið styrk úr sjóðnum, að hann sje styrkþurfi; hann skal og hafa verið barnakennari að minsta kostiílOárog hafa greitt tillag til sjóðs- ins að minnsta kotsi í 3 ár, nema hann hafi orðið að láta af kennslustörfum sak- ir heilsubilunar. 6. gr. Eigi skal verja til styrkveitinga nema vöxtum sjóðsins, þangað til hann er orð- inn 20,000 kr., en síðan 3/4 af öllum árs- tekjum hans; hitt bætist við höfuðstólinn; við Hann skal og leggja gjafir þær er sjóðmím kunna að hlotnast, nema öðru vísi sje ákveðið af gefanda. 7. gr. Nánari reglur um starfsemi sjóðsins, innheimtu, styrkveiíing og reikningsskil semur stjórnarráðið, eftir að hafa fengið tillögu þarum fra forstöðunefnd hans. Málinu en vísað til fræðslunefdarinnar (í henni eru: Bjarni Jónsson, Björnjóns- son, Jón Jónsson (frá Hvanná) Jón Magnús- son og sjera Eggert Pálsson). Frumvarp þetta er lagt fyrir alþing af stjórninni að tilhlutun hins íslénska kenn- arafjelags, samkvæmt fundarályktun þess síðastliðið vor. Er vonandi og óskandi, að þingið taki þéssu máli vel, svo að það þurfi ekki að dragast lengur að kennarar geti sjeð framundan sjer einhverja hjálp aðra en sveitarsjóðinn, ef í nauðir rekur. fluglýsíng um frambaldskensln fyrir kennara. Eins og síðastliðið ár verður náms- skeið haldið í Reykjavík á komanda sumri til framhaldsmentunar kennurum, og er ákveðíð, að námsskeið þetta skuli standa frá 15. maí til júnimanaðarloka. Fyrirkomulag kenslunnar líkt eins og áður. Nokkurs námsstyrks geta þeir vænst, sem sækja kenslu þessa, og ferðastyrks þeir, sem eiga langt til Reykjavíkur. Umsóknum um hlutdeild í kenslunni og um styrk verða að fylgja meðmæli frá presti, fræðslunefnd eða skólanefnd þar sem umsækjandi hefir verið kennari síðast, eða ætlar að vera kennari næsta skólaár. Umsóknarfrestur til 3. apríl. Stjórnarráðið, 13. janúar 1909. ÖI5||5]|51|5|[Sl|j FRÆfiSLUNEFNDA. Allarfræðslunefndir, sem enn eiga ósendar fræðslusamþyktir til yfir- stjornar fræðslumálanna, eru ámintar um að senda þærtvíritaðar. Annað samritið verður endur- sent til birtingar fyrir hlutaðeigendum, áteiknað með staðfestingu sjórn- arráðsins, en hitt verður að liggja á skrifstofu fræðslumálanna. gröjr5j[Hjr5j[ T^ o i inpn r\ 11 r »Skólablaðsins« IVcLUpCIlUUl semhafabústaða. skifti geri svo vel að gera aðvart um það. UNGA ísland. MVNDABLAÐ HANDA BÖRNUM OO UNOLINOUM. 5. árg. 1909.-5000 eintök. Kostar innanlannds kr. 1,25, sem borgist fyrir maílok. ..... Pessum árgangi fylgir gefins handa skil- vísum kaupendum : BARNaBÓK UNGA ÍSLANDS 5. ár. FRJETTABLAÐ UNGMENNA 1. ár. HAUSTSKÓGUR (ljómandi falleg lit- mynd). BÓKASEÐLAR, sem veita afslátt á ýmsum bókum. VERÐLAUNARRAUTIR eru í blaðinu við og við. Útsölumenn fá blaðið lægra verði og auk þe«s ýms hlunnindi. Meira síðar. Fræðslunefndir og skólanefndir geta enn fengið sjerprentuð fræðslulögin 22. nóv. 1907. Fáein eintök eftir. Snúið yður til umsjónarm. frœðslum. eru vinsamlega beðnir aó greiða and- virði I. & II. árgangs sem allra fyrst ti| afgreiðslumannsins. IÁRGANG SKÓLABLAÐSINS hefur víst enginn gleymt að lesa, en nokkrir hafa til þessa gleymt að borgfahann; þeir eru vinsamlega ámintir að gera það sem fyrst. ^Leiðbeining^- um byggingu barnaskólahúsa, Pennan litla pjesa ættu allir þeir að hafa milli handa, sem reisa ny barna- skólahús eða hressa við eldri hús. í honum eru og leiðbeiningar um smíði á skólaborðum og bekkjum og nokkrar hreinlætisreglur tilathugunaríbarnaskólum. Fæst ókeypis hjá umsjónarmanni fræðslu- málanna. Útgefandi: HIÐ ÍSLENSKA KENNARAFJELAG. Ritstjóri og dbyrgðarmaður: /ÓN ÞÓRARINSSON. Prentamlð/a D. 0stlunds.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.