Skólablaðið - 01.04.1909, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.04.1909, Blaðsíða 1
Þriðji árgangur. 8-9. tbl. Kcmur út tvisvar í mánuði. Kosiar 2 kr. á ári. Sieykjavík í. apríl. Auglýsingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Reykjavik. 1909• Kennarafjelagifl tvítngt. I þetta sinn er það eigi tilætlunin að skrifa greinilega sögu kennarafje- lagsins um þau 20 ár sem liðin eru frá því það var stofnað, það á öllu betur við að gera það, er það hefir lifað aldarfjórðunginn. Nú verðureigi annað gert en að rifja upp og skýra frá hinu helsta sem í letur hefirverið fært í fundarbók fjelagsins. Má af yfirliti því sjá að alþýðufræðslumál þau, sem verið hafa á dagskrá þjóð- arinnar, síðan fjelagið var stofnað, hafa verið reifð í fjelaginu og mundi mega sýna það og sanna, að mörg af þeim eigi þar beint upptök sín. Annars má segja það um kennarafje- lagið að það hafi yfirleitt látið frem- ur lítið á sjer bera, og ekki verið gef- ið fyrir aó trana sjer fram, en af því hefir það líka sopið, og það jafnan verið fremur fáskipað. Eftir því sem sjeð verður af skjölum fjelagsins, hafa fjelagsmenn aldrei verið 100 að tölu. Pegar eftii 1874, og einkum þó þeg- ar kemur fram um 1880 er töluvert unnið að því fram yfir það sem áður hafði verið að menta alþýðu; þá er lögskipað að kenna börnum skrift og reikning. Möðruvallaskóli er stafnað- ur, Flensborgarskóli, Kvennaskólar, og búnaðarskólar. Pað lítur út fyrir að um þær mundir hafi það staðið all glögglega fyrir sjónum ýmsraleið- toga og löggjafa þjóðarinnar, að ekki væri heillavænlegt að hafa stjórnfrjáls- an lýð fræddan af handahófi. Fræðslu- lögin frá 1880 höfðu það í för með sjer, að smátt og smátt er farið að ráða barnakennara í sveitum. þegar svo var komið að ausætt þótti að þeim mundi fara sífjölgandi og kennurum við fasta skóla líka, þá var eðlilegt að sú hugsun vaknaði hjá ýmsum, að full þörf væri á því að stofna kenn- arafjelag, sem ynni að því að beina hreyfingunni í sem rjettasta átt, og efla samvinnu meðal kennaranna sjálfra. Þegar þess er gætt, að barnakenn- arar voru fremur fáir um þessar mund- ir og á víð og dreif um stórt svæði og flestir harla lausir í sessi, þá var eðlilegt að aðrir kennarar yrðu fyrstí stað aðallega til þess að bera uppi kennarafjelags hugmyndina, koma henni í framkvæmd og hafa höfuð forgöngu fjelagsins. En nú stöndum vjer á tímamótum; barnakennararnir, sem eru nú og munu verafjölskijoað- asti kennaraflokkurinn, virðist nú vera að taka kennarafjelagið á sínarherðar, og gera það sjerstaklega að sínu fje- lagi, með öðrum orðum, að kennara- fjelagið sje nú að komast í það horf, sem vakti fyrir ýmsum stofnendum þéss að það ætti fyr eða seinna að komast í. HcnnarafjcUðið stofnað. Hinn 16. dag febrúarmánaðar 1889 köm saman í barnaskólahúsinu í Reykjavík (pósthúsinu sem nú er) 20 manns, er við kenslu fengust; voru það kennarar við prestaskólann.lækna- skólann, latínuskólann, barnaskólann í Reykjavík og á Seltjarnarnesi ogvið Flensborgarskólann; var á samkomu þessari samþykt í einu hljóði að stofna kennarafjelag og var þriggja manna nefnd kosin til að semja fjelagslögin. Að viku liðinni var nýr fundur haldinn, og hafði þá nefndin lokið starfi sínu. Lagafrumvarp nefndarinnar var sam- þykt með litlum breytingum, en jafn- framt samþykt að taka lögin til athug- unar á fyrsta ársfundi fjelagsins sum- arið eftir. Fjelagíð var nefnt Hið ís- lenska kennarafjelag, og má af fyrstu grein fjelagslaganna sjá tilgang þess; hún var þannig orðuð: Tilgangur fjelagsins er að efla mentun hinnar íslensku þjóðar, bæði alþýðumentun- ina og hina æðri mentun, auka sam- vinnu og samtök milli íslenskra kenn- ara, og hlynna að hagsmunum kenn- arastjettarinnar í öllum greinum and- legum og líkamlegum. Regar á fyrsta aðalfundi fjelagsins var borin upp sú breytingartillaga, að 1. gr. laganna orðaðist þannig: Tilgangur fjelagsins er að koma sem haganlegustu skipu- lagi á alla kenslu og skóla í landinu, æðri sem lægri, og efla þekkingu ís- lenskra kennara, og þjóðarinnar yfir höfuð, í öllu því er lýtur að uppeldi og kenslu. Pað þótti víst varlegra á þeim dögum að hafa ekki hátt um sig með það, að fjelagið ætti að vinna að því að efla líkamlegan hag kennar- anna. Lagabreyting þessi var sam- þykt á fundinum og eftir þessari stefnuskrá hefir fjelagið átt að vinna síðan. Svo var ákveðið í lögunum að fje- lagið skyldi gefa út tímarit um upp- eldi og mentamál svo fljótt sem því yrði við komið. Rjett til inntöku í fjelagið skyldi hver sá hafa, karl eða kona, sem hefði stöðuga atvinnu af kenslu. Aðrir skyldu bornir undir at- kvæði fjelagsmanna á ársfundi. í fje- laginu hafa verið þó nokkrir, er eigi hafa við kenslu fengist. Stofnun smá kcnnarafjclaga. Eins og auðsætt er, gátu kennarar víðs vegar um landið naumast sótt fundi fjelagsins, og það reyndist frá- gangssök fyrir aðra en þá sem bjuggu í Reykjavík og þar í grend, þar sem fjelagsmennvoru flestir.að taka veruleg- anþátt í fjelagsstörfunum eða vera í ná- inni samvinnu við fjelagsstjórnina, sem var búsett í Reykjavík og þar í ná- grenninu. Rcss vegna var því brátt hreyft af nokkrum áhugasömum kenn- urum að æskilegt væri að stofnuð væru út um land smá kennarafjelög, er stæðu í sambandi við aðalfjelagið, en störfuðu líka hvert út af fyrir sig, og hjeldu fundi út af fyrir sig til að ræðaum sjermál sín og almenn fræðslu- mál. — Skagfirðingar munu hafa orð- ið fyrstir til að stofna slíkt smáfjelag, og sendu þeir tilmæli til hinsíslenska kennarafjelags um að aðalfundur þess, 1893, semdi frumvarp til laga handa smærri kennarafjelögum, et vera skyldu í hverri sýslu. Fundurinn tók vel í málið, en taldi þó ráðlegra að undir- búa það betur, áður en léngra væri farið. Á ársfundi fjelagsins árið eftir, var málið tekið fyrir að nýju og var á fundinum samþykt þessi viðaukatil- laga við 3. grein laga kennarafjelags- ins: Heimilt skal og smærri kennarafje- lögum út um land að ganga í fjelag- ið, gegn því að hver fjélagsmaður í því fjelagi greiði árlega helming tillags síns (1 krónu) til hins íslenska kenn- aratjelags, en hinn helmingurinn renni til hlutaðeigandi fjelags í hjeraði«. Lítið varð þó um stofnun slíkra smá kennarafjelaga, og ekkert slíkt fjelag notaði sjer lagaheimildina að tengjast aðalkennarafjelaginu. Fjelag Skagfirð- inga varð ekki langlíft, og kom svo smáfjelagamáiið ekki á dagskrá aðal-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.