Skólablaðið - 01.04.1909, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.04.1909, Blaðsíða 5
SKÓLABLAÐIÐ 33 Traustgróin trygð tengir oss fast við þig, hjartkæra bygð! Hretviðrin hörð hagga’ ekki ást vorri’ á feðranna jörð. Haldi svo hljóðar hollvættir góðar hátt yfir dröngum og dalgrundum vörð um Dýrafjörð! Ouðm. Guðmundsson. Hufileiöingar í jólafríinu 1908 ’09. Eftir Snor'ra Sigfússon frá Tjörn. Alt af hefir íslenska þjóðin viljað upp og fram! En það er þó eins og þessi fram-þrá hafi oft og tíðum blundað; og hví skyldi oss furða á því? Alls konar lyf vóru brúkuð, til að svæfa hana að fullu og öllu, svo oss má meiri undur þykja, að hún skyldi nokkurntíma vakna aftur. Nú er hún betur vængjuð en hún hefir nokkurn tíma verió. Vjer viljum fram, — fram úr myrkr- inu og þokunni — í Ijósið; enginn íslendingur neitar því. En vegurinn þangað hefir ávalt verið harðla óljós. Allra handa þokubólstrar hafa gert sjóndeildarhringinn alt of þröngan. Vjer höfum verið of þröngsýnir; — starfið í ritum og ræðum, hefir mest megnis verið fólgið í politísk- um deilum og kröfum, og vjer höfum álitið rýmkun stjórnmálabandanna eina og aðalveginn aðmarkinu: frjáls þjóð í frjálsu landi. Petta er grunnhygni. Vjer verðum að vísu að álita það eina af vorum helgustu skyldum, og mikilfengustu málefnum, að ná full- komnum eignarrjetti yfir landinu, en vjer megum ekki halda, að með því aðeins sje markinu náð. Vjer verð- um að sjá um, að ísland eignist syni og dætur, sem hafa vilja og mátt til að stjórfia og starfa, — byggja og bæta landið. Engin lög, þótt spunnin sjeu úr heila allra heimsins lögvitringa, megna að frelsa þá þjóð, sem í sjálfri sjer ber þrældómshlekki, og eigi heldur munu slík lög fá fjötrað frjálsaþjóð, í orðsins dýpstu þýðingu. Við þetta verðum vjer að brjóta blað — í bláu bókinni. En þokubólstrarnir eru að fækka og sjónhringurinn að víkka. Vjer höfum sett upp stór augu, og sjeð, að öll trje vaxa upp af rót, og að vöxtur og viðgangur trjesins er kominn undir gæðum oggróðurstæði rótarinnar. þessvegna er skilningur- inn að skýrast á hinu lang þýðingar mesta þjóðfrelsis-máli voru: góðu uppeldi æskulýðsins. En þá verður eitthvað að gera svo að gagni vérði. * * * Pað er með líf æskumannsins eins og lækinn í vorleysingunum, sem flæðir út yfir tún og tóftir og gerir mikinn usla, vegna þess að honum var ei í fyrstu veitt í rjettan farveg. Pannig eyðir hann afli sínu öðruin til óheilla. En sje honum þegar í byrjuh beint í rjetta átt, getur hann orðið hinn mesti þarfagripur. »Kenn þeim unga að ganga þann veg, sem hann á að ganga; þégar hann eldist mun hann ei af honum beygja.« Snemma heyrðum vjer þessi orð í kalda og þurra kverinu, sem svo hörmulega litlu lífi var blásið í af kennendunum; og þeir sem hafa orðið fyrir því, að missa hinar kær- leiksríku áminningar móðurinnar, löngu fyr en þeir höfðu fengið dæmandi greind, geta best vitnað um hinar aðrar líflausu áminningarnar. Pað hefir því oft verið erfitt að greina vegina að, og margur hefir þessvegna vilst inn á vegleysu eina, og eytt þar afli sínu sjálfum sjer og öðrum til óheilla, í staðinn fyrir að velja hinn rjetta veginn. Eðlisfarið og hin ytri áhrif skapa manninn, og verða ætíð skiftar skoð- anir um, hvort sín meira má. Sumir segja, að náttúran sje náminu ríkari, én þó munu fleiri játa, að börnin læri af því það sje fyrir þeim haft, og sá verði sauður er með sauðum venst. Hvort tveggja má sín svo mikils, að það megnar að skapa verð- mæti mannsinr, fyrir sjálfan hann og aóra; og það er víst, að flestir menn breytast, annaðhvort til hins betra eða verra, eftir þeim áhrifum sem þeir verða fyrir í æsku. Pað ríður því lífið á, að mennirn- ir verði fyrir góðum áhrifum á æsku- árunum, á meðan alt stendur opið. Allir brjóta fleyið sitt á síðasta boð- anum, bæði hinir nýtu og ónýtu, en þjóðfjelagið hefir aðeins þörf hinna nýtu manna og þess vegna verður ávalt skarð fyrir skildi, er þeir falla frá. En er þá ekki huggun harmi gegn að eftirkomendurnir hafi vilja og mátt til að fylla skarðið, og að þeir í æsku hafi lært að beita kröftum sínum rjett? í ónytjungssætið sest enginn, sem í æsku hefir lært að vanvirða það. Pað ætti því að vera Ijóst, öllum skynberandi mönnum, hvílíka afar- þýðingu uppeldisvöndunin hefir. — Heiður og velferð einstakling- anna, og þá um leið þjóðarinnar í heild sinni, er undiruppeldinu komið. Petta vitum vjer, en hvernig á að bæta úr því? — munuð þjer spyrja. Pað þyrfti hreinan spámann til að svara þessu, því alt er hægt að mis- brúka, svo og hinar nýtustu og bestu leiðbeiningar. Rotnu kvistirnir í skóg- inum gera skóginn ekki einkisvirði. Hinn mesti allra manna kennara varð að sjá verkið sitt víða fótum troðið, en hann uppgafst ekki þrátt fyrir það. Vjer megum heldur ekki uppgefast. Spámenn erum vjer ekki, og skynj- anin nær skamt, en vjer verðum þó af reynslu annara þjóða, að reyna til að rýna í vor eigin kjör og kosti, eft- ir föngum. Gerum vjer það, mun yður eigi undra þótt eg svari og segi: Með lýðskólum sem hafa vit og vilja á að starfa rjett. Vjer skulum nú athuga þetta nokk- uð nánar. Á heimilunum er hinum fyrstu fræ- kornum sáð í akur barnssálarinnar, og vjer skulum ætla að þau sjeu góð. Svo á barnaskólinn að bera að þeim og bæta við, svo vænta megi góðs ávaxtar. En ætla skulum vjer þó, að eigi verði lengur notaðar kennaranefnur, sem hingað til hafa gegnt því starfi matsins vegna, án þess að hafa borið hið allraminsta skyn á þetta vanda- sama verk. Án efa verða hjer eftir fáir notaðir af þessum mönnum, heldur að eins þeir, sem með sjerfræðslu hafa tekist það á hendur, af vilja og vitund. Af þeim má mikils vænta. Svo kemur fermingin meö 14 ára aldrinum, löngu fyr en barnið hefir tengið þroskaðan skilning og dæm- andi greind. Eiðurinn er óttalaust unninn, bækurnar látnar á hylluna, og öll siðferðisumvöndun dofnar, því nú er hinn fermdi orðinn maður með mönnum! En sjáið þjer ekki öll, að þessi námstírni, sem endar við ferminguna, er ónógur, hversu góður sem hann annars er — ? Barnakennararnir sá í ýmis konar jarðveg, og sje eigi síðar að því bor- ið, er hætt við að fari líkt og fer fyr- ir óþroskuðu garðblómunum í þurk- inum: þau visna af vökvaleysi, jafn- vel þó sáðmaðurinn hafi sett þau viður, eftir öllum Iífsins reglum, Eftir lö ára aldurinn þurfa ung- lingarnir að fá árjetting barnafræðsl- unnar, og ýmsar mentandi leiðbein- ingar. En þá munuð þjer máske segja, að hinar opinberu mentastofnanir landsins standi þeim opnar, t. d. gagn- fræðaskólarnir. Eg skal strax taka það fram, að eg álít t. d. gagnfræðaskóla Norður- lands (á Akureyri) eigi lengur alþýðu- skóla. þ. e. a. s. eigi' þann skóla, sem allir unglingar hafa tækifæri til að fara í, hversu mjög sem þeir þrá meiri sýn og eflingu starfskraftanna, en barnaskólinn gat veitt. Fyrst og fremst hefir bæði náms- árið og námstíminn verið lengd, og eftir því sem eg best veit, eigi með auknum námsstyrk. Hingað til gátu einstæðingar og bláfátæklingar unnið sjer það inn að sumrinu, sem að þeir eyddu yfir veturinn, eða því sem næst, en nú með framlengingu náms-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.