Skólablaðið - 01.04.1909, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.04.1909, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ 35 Ef þau fara eftir þeim áminningum, þá eru þau hlýðin, og þá er sagt að þau sjeu hlýðin og góð börn. * * * Hlýðni er þessvegna dygð, - og þó ekki dygð í sjálfri sjer, því að hún getur komið af hvötum sem ekki eru siðferðislegar. En eigi að síður er hún lífsnauðsynleg fyrir hið siðferðislega uppeldi, og núkils um vert að börnin sjeu vanin á hlýðni jafnvel áður en þau geta sjált gert sjer grein fyrir hversvegna það er rjett að hlýða, áður en samviskan ber þeim vitni um það. Hlýðnin er meðal til að kenna börn- unum góða siði. En þegar um sið- ferðilegt uppeldi er að ræða, er það ekki nóg að börn hegði sjer siðsam- lega; í siðferðilegu tilliti er það aðal- atriðið af hvaða hvötum hegðunin er sprottin. Foreldrarnir — eða kenn- ararnir — verða að þekkja þessar hvat- ir; annars geta þeir ekkert dæmt með rjettu um hegðum barnanna. það eru þá eignlega orsakirnar til breytni barnanna, sem vjer verðum að reyna að hafa áhrif á, ef vjer vilj- um ala þau upp í góðum siðum. Vjer verðum því i hvert sinn, sem vjer höfum eitthvað að setja út á breytni hans að reyna að komast fyrir það, af hverjum hvötum það breytti svona; annars getum vjer ekki »vanið það af« því að breyta rangt, eða forðað því, að yfirsjónin endurtakist. En það var þó einmitt það, sem vjer ætluðum oss. En hvernig á að fara að því að út- rýma tilhneigingunni til hins illa? Margir reyna að gera það með því að hegna fyrir yfirsjónirnar. Sumir kunnaað halda að það sje eina ráðið. Þeir hafa ekki veitt því eftirtekthve oft þeir skjóta utan við markið með því móti. Líkamlegar refsingar, eink- um »snoppungurinn«, er það, sem margir nota bæði í tíma og ótíma. Snoppungurinn er einkar handhægur til að »jafna reikninginn«, þegar börn- um verður eitthvað á. F*að er fljót- legt að uppkveða þann dóm, að yfir- sjónin kosti snoppung, og fyrirhafn- arlítið að fullnægja henni. Hitt er ekki verið að rannsaka, hverjir mála- vextirnir eru. Því síður verið að leit- ast við að gera sakborningi (barninu) skiljanlegt að dómurinn sje rjettlátur. Börnunum finst hann líka oft rang- látur; en er þá nokkur von til þess að refsingin hafi betrandi áhrif? F*ó aö líkamlegar refsingar væru rjettmætar — en um það eru mjög skiftar skoðanir — þá 6r svo mikill vandi að beita þeim, að óhætt er að fullyrða, að þær komi sjaldnast að liði til þess að útrýma tilhneigingum til ills eða varna yfirsjónum. Tilhneigingar til góðs eruósamrím- anlegar tilhneigingum til ills. þær tvær tilhneigingar geta ekki átt heima í sömu barnssálinni; minsta kosti verður önnurhvor að hafa yfirhönd- ina. Væri þá ekki reynandi að vekja hjá barninu góðar tilhneigingar til þess að útrýma hinum illu? Pað mun lán- ast betur en að reyna að uppræta illar tilhneigingar, og skapa hlýðni, með snoppungum, eða öðrum líkam- legum refsingum. Sannleiksást og sannsögli eru dygöir, sem flestir kunna að meta — í orði kveðnu. Þrír vóru þættirnir í uppeldisreglum einnar af fornþjóðun- um, og einn þátturinn var sá, að kenna börnunum að segja satt. Lýgin einkennir syndafall Adams og Evu, og hún einkennir allar synd- ir upp frá því. Lýgin á sjer margar og ólíkar orsakir; hún kemur af hug- leysi, ótta, hjegómaskap o. s. frv. Hún getur og stafað af misskilningi. Vjer verðum ávalt að gera oss far um að komast fyrir hver orsökin er. Eftir því verður svo að fara, hverj- um ráðum vjer beitum til að útrýma henni. Ef vjer verðum þess varir, að börn fari með ósannindi, þá réynum vjer að leiðrjetta missögnina og bendum þeim á að þau hafi skrökvað; flestir gera sjer far um það, því að ósann- söglin þykir ljót í fari barna. Og ekki þykir gott eiga mikið undir þeim mönnum, er ekki má trúa því, sem þeir segja. En barnsvaninn er ríkur, og þá er afar nauðsynlegt að venja börn frá unga aldri á sann- sögli og sannleiksást. F*au verða þá rjettorðir menn og áreiðanlegir til orða og verka. Ætli kinnhesturinn dugi til þess að venja börn af ósannsögli? Skyldi sannleiksástin glæðast mjög mikið af því að þau eru barin fyrir að segja ósatt? Ólíklegt er það. Líklegra er hitt að sú refsing skapi nýja lýgi. Barnið verður varkárara að vísu, og lýgur ef til vill ekki eins óhrætt og áður; en óttinn fyrir löðrungnum kennir því ekki að elska sannleikann. Hjer ríður mest á því, að barnið finni það og skilji, að lýgin færir því böl, en sannleikurinn sælu. Það met- ur þá sannleikann meira, eiskar hann en hatar lýgina. Barnið þarf að komast upp á að þekkja þá sælutilfinningu sem af því flýtur að pabbi og mamma og kenn- arinn trúir því og treystir. F*egar það þekkir þá sælu, vill það ekki missa hana. F’að þarf að finna hví- !ík ólukka það er, ef bestu vinir þess trúa því ekki. F*að vill þá ekki baka sjer böl með því að skrökva. Hægðarleikur er að láta börn finna þennan mun, þegar á þarf að halda, þó að það sje ekki eins fyrirhafnar- lítið og að reka þeim löðrung. Öllum börnum þykir vænt um að þeim sje sýnt traust; þau vilja ekki brjóta það af sjer með ósannsögli. Því er varlega gerandi að rengja börn fyr en í fulla hnefana. En ekki má heldur taka alt sem góða vöru er þau segja, alveg að órannsökuðu máli. Betra þó að trúa of miklu en rengja of margt. Um rjettritunina í nýju lesbókinni sendir einn kennarinn »SkbI.« nokkr- ar athugasemdir. Hann telur »blaða- manna rjettritunina* best kjörna til að vera notuð í öllum skólum. Segir að flestir barnakennarar fylgi henni. Land- stjórnin hefði átt að leggja fyrir kennara að kenna sömu rjettritun í barnaskólunum sem hún fyrirskipaði að hafa á lesbókinni. Börnin sjeulátin skrifa >é« hjá mörgum kennurum í stílnum sínum, en í lesbókinni sjá þau svo »je«. Þar við bætist að í for- skriftarbókunum standi líka »je« en ekki: »é«. — Óleik geri það og að einn barnakennarinn kenni þessa rjett- ritunina, annar hina. Kennaraskifti tíð, og sje börnum því kend sín rjettrit- unin hvert árið, o. s. frv. F*að er hverju orði sannara, að þessi hrærigrautur í rjettritunarkenslunni er óhafandi. Og í barnaskólunum ætti als engin grautargerð í þessu tilliti að eiga sjer stað. Allir barnakennarar landsins ættu að kenna sömu rjettritunina, minstakosti allir þeir, sem kenna við opinbera skóla, sem fá styrk að einhverju leyti af landssjóðsje. Enn hefir ekkert ver- ið fyrirskipað um það efni af yfirstjórn fræðslumálanna, en þess getur ekki orðið langt að bíða, að hún hafi af- skifti af því máli. F*að nær engri átt að kennari skipi börnunum að skrifa alla aðra rjettrit- un en þær kenslubækur hafa sem hann brúkar aðallega við móðurmáls- kensluna, kenni t. d. í stílunum að skrifa »é«, en með lesbókinni ogfor- skriftabókunum »je«. F*eir kennarar, sem eru svo elskir að »é-inu«, að þeir álíti það hjer um bil sáluhjálparsök fyrir börnin að þau skrifi þennan staf i staðinn fyrir »je«, — ættu helst ekki að brúka lesbókina nýju, nje heldur forskriftabækur J. F*. og M. H. En þeir kennarar, sem nota þessar bækur við móðurmálskensluna, ættu sjálf- sagt að láta börnin fylgja rithætti les- bókarinnar. — crkissongur „Ungmennafjelags Vestmanneyja'' Lag: Þú söguríka....... Fram, íslendingar! fylking fram! sem frjálsar hetjur stáls í glam, er gengu á hólm við gamm og sundur bjarnar sveigðu hramm og syntu, glímdu, keptu þram. — Með frelsi krýnum fjall og hvamm. en forðumst allir vamm. (í garani og alvöru). St. Sig.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.