Skólablaðið - 15.04.1909, Síða 1

Skólablaðið - 15.04.1909, Síða 1
Þriðji árgangur. 10. tbl. Kcmur út tvisvar í mdnuði. Kosiar 2 kr. á ári. Sleykjaoík 15. apríl. Auglýsingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Reykjavík. 1909• Kennarafjelagid tvítngt. Niðurl Tillögur þessar eru hjer færðar til í 1 heild, svo að þeim gefist kostur á, er vilja, að bera þær saman við fræðslu- lögin nýju. Tveim árum síðar eru bornar fram á fjelag>fundi svipaðar tillögur um skilyrði fyrir styrk úr land- sjóði til ungmennakenslu; þar eru þó lægstu kennaralaunin tiltekin 100 kr. og stysti námstími hvers barns færð- ur niður í 2 mánuði; en farið fram á, að kennarar sjeu ráðnir með skrif- legum samningi og 4 mánaða upp- sagnarfresti af beggja hálfu. AriðlOOl er borin upp tillaga í kennarafjelaginu um að skipuð sje kenslumálastjórn; og 1903 er samþykt á fjelagsfundi 1. að rita nokkrum áhugasömum mentavinum í öllum kjördæmum lands- ins, og biðja þá að gera sitt ítrasta til að þingmálafundir að sumrinu samþykki þá áskorun til alþingis, að láta alþýðumentunarmálið standa fremst á dagskrá alþingis á næsta þingi. 2. að stjórn kennarafjelagsins taki fram í brjefi sínu þau atriði, sem mest nauðsyn þykir að tá sem bráðastar umbætur á, svo sem stofnun kennara- skóla og umsjón með kenslumálum landsins. Eftir þetta verður ekki sjeð að kennarafjelagið hafi bein afskifti af málinu, enda er nú skipaður sjer- stakur maður til að undirbúa það. Sambandið milli skclanna í landinu. Meðal annars sem til umræðu hefir komið í kennarafjelaginu, er samband- ið milli skólanna í landinu, og sam- bandið milli heimakenslu og skóla- kenslu. Á fjelagsfundi 1891 hóf Jón skóla- stjóri Hjaltalín umræður um samband- ið á milli skólanna hjer á landi. Eftir töluverðar umræður um málið var gerð sú fundarályktun, að í tveim neðstu bekkjum hins lærða skóla skyldi eingöngu vera gagnfræðakénsla sams konar og í Möðruvallaskóla. Lærisveinar sem lokið hafi gagnfræða- prófi á Möðruvöllum megi setjast próflaust í þriðja bekk lærðaskólans. A sama fundi bar og Hjaltalín fram tillögu um það, að þeir sem tekið hafi burtfararpróf úr gagnfræðaskól- um, hafi próflausan aðgang að sjer- stöku skólunum. Árið 1893 var sam- bandsmálið enn rætt á fundi kenn- arafjelagsins, og skýrði prófessor B. M. Olsen frá í hverja átt gengið hefðu tillögur þeirra manna, er landshöfð- ingi hafði leitað álits hjá um að koma á gagnfræðakenslu eða gagnfræða- skóla í sambandi við latínuskólann, og um að koma skólunum í nánara samband en nú er. Á fundinum var stungið upp á að kennarafjelagið skipaði nefnd til að íhuga málið, en sú tilaga fjekk ekki nægan byr. Á aðalfundi fjelagsins 1893 var til umræðu sambandið milli heimilis- fræðslu og skólafræðsiu, var málið þar rætt fram og aftur, en eigi gerð- ar ályktanir um það. Tveim árum síðar flutti Halldór kennari Briem erindi um samband latínuskólans og gagnfræðaskólans á Möðruvöllum og tillögur þær, sem komið hefðu fram frá stjórnarvöldum og kennurum í því máli. Engin á- kveðin tillaga var gerð um málið á fundinum, og verður eigi skýrt meira frá því hjer, með því að eigi mun kennarafjelagið hafa átt annan þátt í því en þennan. Rússtjórnar oð matreiðsluskóli. Snemma á árinu 1897 var fundur haldinn í kennarafjelaginu til þess að ræða um hússtjórnar og matreiðslu- skóla. Mun það hafa verið að til- hlutun frú Elínar Eggertsdóttur Briem að máli þessu var hreyft, og var hún frummælandi á fundinum. Eigi var það til lykta leitt þá að sinni, en skömmu síðar var haldinn annar fund- ur um það í fjelaginu, og enduðu umræður þar með svo hljóðandi fund- arályktun: Kennarafjelagið álítur hússtjórnar og matreiðsluskóla í Reykjavík mjög svo nauðsynlegan, og í fylsta máta maklegan styrks af almannafje. Eins og kunnugt er, tóku aðrir það mál síðan að sjer. Skólaiðnaðarkcnsla Jón skólastjóri Rórarinson hafði í utanför sinni sumarið 1890 kynt sjer skólaiðnaðarkenslu í Danmörku, og gekk þar að námi með kennurum þeim, er skólaiðnaðarnám stunduðu, til þess að geta síðan kent sjálfir. Um veturinn eftir skýrði hann frá máli þessu á kennarafjelagsfundi, og hvernig því væri komið í útlöndum. Tók kennarafjelag það síðan til með- ferðar, og var samþykt á einum fundi þess, að fundurinn teldi það æski- legt, að skólaiðnaðarkensla væri tekin upp í latínuskólanum, og var stjórn kennarafjelagsins falið að fara þess á leit við landshöfðingja, að landstjórn- in tæki málið að sjer til framkvæmd- ar svo fljótt sem auðið væri. Eigi varð þó um framkvæmdir að sinni og tók fjelagið því málið fyrir að nýju 1893 og fór fram á, að settur væri á stofn sjerstakur slöjdskóli í Reykjavík; en til vara að þingið veitti nægilegt fje til þess að skólaiðnaðar- kensla verði tekin upp hið bráðasta við hinn lærða skóla, en siíkt komst þó ekki á fyr en eftir að reglugerðar- breytingin varð þar; aftur á móti hófst skólaiðnaðarkensla við Flensborgar- skóla. Kcnsluáböld oð kcnsluboekur. Eitt af því sem kennarafjelagið tók I til athugunar þegar í upphafi var það, hvílík nauðsyn það væri að kennarar hefðu kensluáhöld og hæfilegar kenslu- bækur. Á aðalfundi 1889 bar Hjálmar kennari Signrðsson fram þá tillögu, að barnaskólar fengju kensluáhöld borguð að nokkru leyti úr landsjóði. Fundurinn vildi ekki orða tillöguna þannig, en taldi það heppilegt, að barnaskólar gætu eignast nauðsynleg kensluáhöld, og taldi rjettsýnt, að kaupa mætti verkfæri fyrir nokkuð af landsjóðstillagi til skólanna. Var máli þessu síðan hreyft við og við í kenn- arafjelaginu, og leítast við að fá því framgengt, eins og sjá má hjer að framan, þar sem skýrt er frá skilyrð- um þeim, er fjelagið vildi að sett væru um landsjóðsstyrk til barnakenslu. Á þessum sama fundi voru og sýnd í fundarsalnum ýms kensluáhöld, svo sem landabrjef og myndir, og hafði skólastjóri Morten Hansen út- vegað þær til sýnis. Sams konar áhaldasýningar vóru oftar hafðar í sambandi við kennarafundina. í sambandi við þetta má geta þess, að á þessum sama fundi hreyfði

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.