Skólablaðið - 15.04.1909, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 15.04.1909, Blaðsíða 2
38 Stefán kennari Stefánsson frá Möðru- völlum því, að nauðsynlegt væri að koma upp opinberu safni af náttúru- gripum, og skýrði frá að Björn kan- didat Bjarnarson, síðar sýslumaður, hann sjálfur og nokkrir aðrir íslend- ingar í Kaupmannahöfn hefðu þegar fyrir nokkrum árum stofnað fjelag til að koma á slíku safni. Á fundinum var sýndur sá safnvísir, sem þegar var orðinn árangurinn af tilraunum þessum. Fundurmn vildi stuðla að því, að koma upp sjerstöku náttúru- fræðisfjelagi. Það var vísir náttúru- gripasafns landsins, sem á fundi þess- um var sýndur. Á aðatfundi 1891 bar Elín Briem, forstöðukona kvennaskólans á Ytri-Ey, fram tillögu um það, að kennarafje- lagið stuðlaði að því, að samfara aðal- fundum þess færi fram sýning á skóla- munum, svo sem hannyrðum frá skólum, teikningum, skrifbókum og stílabókum. Kennarafjelagið tók þess- ari málaleitun vel og fóru slíkar sýn- ingar tram um stund, en því miður lögðust þær niður, og fáir voru þeir, er tóku þátt í þeim. Eitt af áhugamálum fjelagsins var að reyna að stuðla að útgáfu góðra kerislubóka handa börnum, og yfir höfuð góðra skemti og træðibóka handa þeim; var mál þetta oft rætt á fjelagsfundum. Engar af bókum þess- um komu þó út fyrir beina tilhlutun kennarafjelagsins, en ail-líklegt er að umræðurnar um málið hafi þó frem- ur stuðlað að samningi slíkra bóka. Árið 1891 var samþykt á stjórnar- fundi fjelagsins, að leita til alþingis og biðja það um að veita fjárstyrk til að gefa út nauðsynlegar kenslu- bækur handa barna og alþýðuskólum ; skyldi fjeð veitast til bókaútgáfunnar eftir tillögum stjórnar hns íslenska kennarafjelags. Á ársfundi fjelagsins árið eftir var samþykt að fela fjelags- stjórninni, að skrifa landshöfðingja og fara þess á leit við hann, að hann hlutist til um að tekin væri upp í fjárlagafrumvarp það. er lagt yrði fyrir þingið 1893, einhver t'járupphæð, er landstjórnin hefði til umráða til að styrkja með útgáfu kenslubóka. Kcitsla og ken$lub«tur. Þá hefir kennarafjelagið lætt oft á fundum sínum um kenslu, einkum barnakenslu og umbætur á henni. Þegar á fyrsta ári fjelagsins urðu umræður í fjelaginu um íslenska staf- setning. Prófessor B. M. Olsen var þar frummælandi; vildi hann laga nokkuð ritháttinn eftir núverandi fram- burði á málinu; hann vildi t. d. sleppa z algerlega úr ritmálinu með því að hún ætti ekkert sjerhljóð í framburði, sömuleiðis y i ý í o. s. frv. Verður hjer lítt farið út í um- ræður þær er af þéssu spunnust, nje hvað af þeim leiddi. Á aöalfundi fjelagsins hið sama ár (1889) kom fram tillaga um að skipa þriggja manna nefnd, til þess að gera SKÓLABLAÐIÐ______________ tillögur um rithátt í íslensku, er gæti orðið almennur um land alt, og skyldi nefndin hafa lokið starfi fyrir næsta ársfund. I nefnd þessa voru kosnir: Dr. B. M. Ólsen, Pálmi kennari Páls- son og Geir T. Zoega kennari. Á næsta ársfundi skýrði forseti frá því að nefndin hefði eigi lokið starfi sínu, en gat þess að eins, að hún væri á því máli, að nema y og z úr ritmál- inu. Að öðru leyti kom eigi fram álit nefndar þessarar, svo kunnugt sje. En 1892 hóf Pálmi kennari Pálsson umræður á fjelagsfund um íslensku- kenslu í skólum vorum. Aðalefnið í ræðu hans, sem fundurínn tjáði sig samþykkan, varþetta: 1. Að rjettritun sje fastákveðin fyr- ir alla skóla landsins, æðri sem lægri, þá sem kostaðir eru af landsfje, og að samin sje stutt og handhæg rjettritunarorðabók. 2. Að samin sje málfræði íslensk, önnur einfaldari handa barnaskól- um, alþýðuskólum og kvenna- skólum, hin fullkomnari handa gagnfræðaskólunum og latínu- skólanum eftir sömu eða mjög líkum frumreglum. 3. Að samdar sjeu lestrarbækur f móðurmálinu handa öllum skól- um landsins: a) handa barnaskól- um; b) handa gagnfræðaskólum og neðri bekkjum latínuskólans; c) handa efri bekkjum latínuskól- ans. Eigi komst mál þetta lengra áleiðis að tilhlutun kennarafjelagsins. Umræður hafa og orðið í kennara- fjelaginu um kenslu flestra annara þessara námsgreina, sem börnum eru kendar, og umbæturá henni, en frem- ur litlu fjekk það þar áorkað, enda tók og kennaraskólínn að sínu leyti málið að sjer. Hjer verður staöar að nema að sinni, en vera má, að kostur gefist að segja síðar skólasögu líðinnar aldar fyllri og víðtækari én hjer er gert. Pað hefði verið gaman að geta nú skýrt greinilegar frá meðferð málauna inn- an kennarafjelagsins, og að mega fylgja þeim út fyrir landamerki þess, en þá hefði þetta orðið oflangt mál, og rænt óhæflega mtklu rúmi frá ýtns- um öðrum nauðsynjamáiutn, sem blaðið þarfaðræða um þessar mund- ir. X. Sparsemi, Pað mundi vera talið nýmæli, ef stungið væri upp á því, að kenna börnum sparsemi í skólunum hjer á Iandi. Og þó er þetta ekkert nýmæli annarstaðar í heiminum. Heldurekki nýmæli, að kennari sýni börnum í skólum hjer á landi fram á nauðsyn sparseminnar, og bendi þeim á hve heimskuleg og skaðleg óþörf eyðslu- semi er. En nýmæli er það þó óneitanlega hjer hjá oss að gera tilsögn í spar- semi að einni skyldugrein í skólanám- inu. í Svíþjóð er allmikil hreyfing í þá átt að kenna sparsemi í barnaskólun- um; í Frakklandi hefir það lengi ver- ið gert. Og hver veit hve mikinn þátt sú kensla á í auðlegð þess lands? Enginn mundi neita því, að það sje eftirsóknarvert að sem flestir einstak- lingar þjóðarinnar verði efnalega sjálf- stæðir menn, en vísasti vegurinn til þess, er auðvitað að temja sjer spar- semi. Vísasti vegurinn tii þess að verða efnaður er ekki sá, að afla mik- ils, heldur hinn, að gæta vel fengins fj"r- En hvernig á að fara að því að gera þjóðina sparsama? Getum vjer ætlast til þess að það komi af sjálfu sjer, upp úr þurru? Er líklegt að börn læri sparsemi á heimilum, þar sem þau sjá ekki fyrir sjer annað en ósparsemi og óþarfa eyðslu? Vjer verðum að byrja á því að kenna börnunum sparsemi. Ospilun- arsömu heimilin eru þar slæmirkenn- arar. Skólarnir verða því að taka málið að sjer. Kennararnir verða að taka það til íhugunar og gera sjer svo skýra grein fyrir nauðsyn þessarar fræðslu íyrir börnin, og afla sjer svo mi illar þekkingar í því tilliti, að þeir geti orðið góðir leiðtogar. Hvernig á að fara að kenna sparn- að, þar sem ekkert er til að spara? Par sem fátældin er svo mikil og al- menn, að fjöldann vantar hið lífs- nauðsynlegasta? Nei, segjum það ekki! — Segjum ekki, að islenska þjóðin sjesvofátæk, að hún geti ekki sparað. ísland getur verið auðugt land með skynsamlegum sparnaði. Skynsamleg sparsemi er eini vegurinn fyrir Islend- inga til að verða fjrhagslega sjálfstæð- ir. Vjer erum það ekki nú sem stend- ur, en vjer getum orðið það — með því að spara. Hagfræðingarnir eru farnir að tala alvarleg orð til okkar. Peir segja, eins og eðlilegt er: Petta getur ekki lengi svo til gengið, og má ekki lengur svo lil ganga; við eyð- um meiru en við framleiðum; við förum á höfuðuð, nema við breytum til; við verðum að læra þá list að spara — allir. En menn, sem hafa lengri eða skemri æfi lifað f athugaleysi um fjár- hag sinn, og aldrei hugsað um að spara, ekki gert sjer grein fyrir, hvort tekjur hrökkva fyrir gjöldum, tekið lán á lán ofan meðan það fæst, og ekki haft fyrir því að hugsa um, hvort lánin verði nokkurntíma borguð, eiga bágt með að breyta til. En börn, sem læra að spara eins og þörf er á — og þó að þörf sje ekki á — eiga hægt með að halda þeirri reglu alla æfi, að eyða ekki meiru en þau afla, og eyða ekki íje að óþörfu. Peim vérður sparsemin engin nauðung,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.