Skólablaðið - 15.04.1909, Qupperneq 3

Skólablaðið - 15.04.1909, Qupperneq 3
39 þvert á móti eðlileg og sjálfsögð lífs- regla. Kenslu í sparsemi þyrfti ekki að skoða sem alveg sjerstaka námsgrein í skólunum; enda munu þær þykja nógu margar fyrir; auðvelt væri að setja hana í samband við aðrar náms- greinar, svo sem reikning, eða kenslu um áhrif tóbaks og áfengra drykkja, sem margir barnaskólar fást nú nokk- uð við. Um að gera að þessi fræðsla verði ekki »iærð«, heldur praktisk og einföld og auðskilin. Höfuðatriði kenslunnar í sparsemi kemur flestum saman um að eigi að vera það, að koma börnunum í skiln- ing um nauðsyn þess: að eyða minna en eg afla, að kaupa aldrei neitt, sem eg get verið án, að kaupa alt fyrir borgun út í hönd; taka aldrei lán, að treysta aldrei óvissum tekjum, að halda nákvæma reikninga yfir tekjur og gjöld, að geyma hvern eyri í sparibauk, sem ekki þarf að eyða, að koma honum sem fyrst i spari- sjóðinn, að ávaxta fjeð. Pó að þessu máli sje vikið til kenn- aranna, sjerstaklega að því er kenslu í skóium snertir, þá væntum vjer þess að heimilin íhugi það; mest mundi um það muna að svo stöddu, ef þau teldu það þess vert að hugsa um það. »Skólabl.« tekur fúslega viðritgerð- um þessa efnis. "éT Rödd úr gröfinnl o Jeg geri ráð fyrir að margur muni skafa innan eyrun og taka vel eftir, er hann heyrir að einhver framliðinn ætlar að taka til máls. Það eru þó aðeins lýðkennararnir íslensku, sem jeg sný máli mínu til í þetta sinn, sjerstaklega til þeirra, sem sóttu fram- haldsskólann fyrir kennara í vor var. Pjer munið það sjálfsagt öll, hve eld- heitur áhugi var vor á meðal í vor. Vjer hjeldum næstum því daglega fundi til þess að ræða áhugamál vor. Vjer mynduðum fjelag með oss, og þóttumst jafnvel sumir hverjir vera svo sterkir, að vjer þyrftum ekki að halda á þeim styrk, sem oss bauðst með því að sameinast »Kennarafje- lagi íslands«. Þegar vjer svo höfðum sameinast því fjelagi, vildum vjerekki annað heyra, en að vjer tækjum að oss útgáfu Skólablaðsins, töldum sjálf- sagt, að þetta sterka fjelag af kennur- um íslands hefði sitt eigið málgagn. Vjer bundumst samtökum um að mynda kennarafjelög heima hjá oss, hver í sinni sveit, svo fjelag vort yrði öflugt og stórt, og næði yfir alt ísland. Vjer skildum kát og örugg • huga, oss fanst vjer hafa stigið stórt _________SKOLABLAÐIÐ________________ spor áfram, af því vjer höfðum haft tækifæri til þess að tala saman og kynnast. Jeg efast ekki um að brjóst vor flestra hafi verið þrungin af bar- áttu og framsóknarþrá. Vjer hjetum því að vjer skyldum halda viðkynn- ingu vorri við, með því að ræðast við í Skólablaðinu. En hvað ér svo orðið af öllum vorum fögru áform- um ? Hafa þau komist í framkvæmd, eða eru þau dauð og jörðuð? Kæru stjettarsystkin! Jeg hef árangurslaust beðið eftir orðsending frá yður í blaði voru, og nú get jeg ekki þagað leng- ur. Jeg er að vísu kominn í gröfina, gröf áhuga og samvinnuleysis, en mig langar þó til að vita, hvort jeg get ekki enn þá kaliað svo hátt, að eitt- hvert yðar heyri til mín. Jeg vona að vjer sjeum ekki öll komin í sömu gröfina, að einhverju yðar hafi orðið meira ágengt en mjer, þvf mörgyðar höfðu meiri krafta, og eg þrái að fá fregnir af yður. — Jeg skal núí stuttu máli gera grein fyrir minni eigin reynslu. Jeg hefi talað við ýms stjettarsystkin mín hjer heima í minni sveit, náttúr- lega helst við þau, sem jeg treysti best til þess að vilja vinna fyrir þetta áhugamál vort, samvinnu og fjelags- skap kennara. Alstaðar hefi jeg fengið sama svarið; málið væri náttúrlega í sjálfu sjer ágætt, og hlyti að eiga fram- tíð, en enginn hefir haft tíma til að gefa sig við því. Jeg veit að það er talsvert satt í þessu. Kennarar hafa svo lítil laun, að þeir verða að leggja hart að sjer, til þess að vinna fyrir sjer og sínum. Hvíldartíminn er svo naumur, að ekkert má af honum missa. En er það nú ekki sárt, að verða að segja það, að kennararnir ísiensku hafi ekki tíma til þess að kynnast hver öðrum, til þess að vinna sjálfir að áhugamálum sínum, og miðla hver öðrum af sínum 2ndlega auði. Kennarar! hvað lengi á þetta að ganga þannig til? Ætlið þjer að bíða eftir því, að þing og þjóð gefi oss þær rjettarbætur að hlutskifti vort verði viðunanlegt. Jeg fyrir mitt leyti ótt- ast að pað kunni aó dragast nokk- uð lengi, ef vjer hímum álútir og þegjandi hver í sínu liorni. Það er heldur ekki néma eðlilegt, því ef vjer þegjum við ástandinu sem nú er, sem auðvitað er mikið betra en það hefir verið, þó ekki s]e það gott, þá er ekki við því að búast, að aðrir kvarti fyrir vora hönd, jeg held líka jafnvel að vjer eigum þá ekki betri kjör skilið, en þau sem vjer búum nú við. Stjettar- systkin, jeg veit að yður skilst það öllum, hve mikilsvarðandi samvinnan er fyrir oss og stjett vora. An henn- ar erum vjer eiginlega engin stjett, án hennar hlýtur vort andlegn líf smátt og smátt að styrna upp, vjer sjálf verðum að steingjörfingum. Eng- inn maður getur sjer að skaðlausu einangrað sig frá andlegu samneyti við þá menn, sem vintia að sama markmiði og hann sjálfur. Allra síst geta lýðkennarar það, þeir menn sem hafa á hendi það háleita, en jafnframt afar vandasama hlutverk að leiðbeina æskulýðnum, og leggja ef til vill drýgsta skerfinn til þess, hvernig mað- ur barnið verður síðar. Einmitt þeir hljóta alt af að hafa svo ótal margt að segja Itver öðrum, að læra hveraf öðrum, að gefa hver öðrum það besta, sem þeir hafa hugsað, fundið við starf sitt. Látið því ekki mál þetta bíða lengur, það er meir en mál til komið að hrinda því af stað. Hefjist handa og stofnið sem fyrst kennarafjelög út um allar sveitiríslands. Tökumhönd- um saman, og hróum oss ekki leng- ur, hver í sínu horni. Minnumst þess að hjer sem oftar á við hið gamla spakmæli oð: sameinaðir stönd- um v]er, en sundraðir föllum vjer, og það hvort heldur sem skoðuð er hin andlega eða líkamlega hlið málsins, vor ytri lífskjör eða árangur vinnu vorrar. 1 af 32. Frá alþingi. frumvarp til laga un: $tyrlttar$Ióð Handa kcnnurum er nú afgreitt frá r.cðri deild alþingis eins og það stóð skráð í vetur í »Skóla- blaðinu«. Enginn efi á því, vonandi, að efri deild taki frumvarpinu eins vel og vinsamlega eins og neðri deild. Aðalatriði málsins þessi: 1. Landsjóður Ieggur fram 5000 kr. til stofnunarstyrktarsjóðshanda barnakcnn- urum; og leggur síðan til sjóðsins 1000 kr. á ári. 2. Kennarar, sem ráðnir eru samkv. lög 12. nóv. 1907 um fræðslu barna, leggja 1 °/o af launum sínum árlega í sjóðinn. 3. Styrk úr sjóðnum fá kennarar, sem eru styrkþurfar og verið hafa barna- kennarar 10 ár, enda greittt tillag til sjóðsins að minsta kosti 3 ár. 4. Eigi skal verja til styrkveitinga nema vöxtum sjóðsins þangað til hann er orðinn 20,000 kr. Þá 3/4 af öllum árstekjum hans. * * + Brcytingar á lögum um fræðslu barna fer neðri deild engar fram á aðrar en þær, að lengja frest þann, sem 15. gr. ræðir um til 1. jan. 1912 (er í lögunum til 1. jan. 1910.) Auk þess leggur N. d. til að gera þá viðbót við lögin, að stjórnarráðinu sje gefin heimild til að gefa alsherjar viður- kenningu skóla, sem stofnsettur er af ein- stökum mönnnum, enda starfi skólinn þá eftir reglugerð sem samþykt er af yfir- stjórn fræðslumála og staðfest af stjórn- arráðinu. Svo skulu þeir og vera háðir eftirliti skóla- og fræðslunefnda. Börn sem sækja þessa skóla þurfa ekki að sækja um ieyfi til þess til skólanefnda eða fræðslunefnda. * l * *

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.