Skólablaðið - 01.05.1909, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.05.1909, Blaðsíða 1
Skólablaðið. Þriðji árgangur. //. tbi Kemur út tvisvar i mánuði. Kosiar 2 kr. á ári. %eykjavík /. maí. Auglýsingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Reykjavík. 1909. Enn um framhaldsmentun kennara. Það getur verið að sumir ætli að nú sje ekki þörf á framhalds mentun kennara kostaðri af opinberu fje, þar sem stofnaðurhefir verið fastur Kenn- araskóli; en sem betur fer eru þeir líklega fremur fáir, enda væri það miður farið, tf sú skoðun yrði ríkj- andi. Pess er vel að gæta að marg- ir þeir menn munu nú fyrst um sinn fást við kenslu, sem ekki hafaá kenn- araskóla gengið, og yfir höfuð notið lítillar kenslu. Margir þessara manna, munu óska þess að fá frekari fræðslu og leiðbeiningu við kenslustarfið, og allflestir þeirra ; raun og veru þurfa þess, ef vel á að vera. En framhaldsmeniunin er líka þörf, meira að se£ja nauðsynleg, fyrir þá er numið hafa í Kennaraskóla. Þess er að gæta,að það er svo margt sem heimt- aðeraðlært sje a þessum þremur sex mánuðum, að engin von er ti! að það geti alt orðið lært til hlítar. Það verða sjálfsagt engir fúsari á að samsinna þessu en þeir sem í Kennaraskóla hafa gengið. Erlendis er námstími kennaraefna lengri en hjer, sumstaðar meira en helmingi lengri, og þó þykir þar þörf á framhaldsmentun kennara, og engir meira áfram um að henni sjé haldið uppi og hún aukin en kenn&rarnir sjálfir. Þeir finna best hvar skórinn kreppir. Hjer er því ekki þörf á að raöa langt um það, hvort framhalcUku s'unni skuli haldið áfram eða ekki', naumast hætt við að hún leggist niður að svo steddu. En full þörf er á því að reyna að gera sjer grein fyrir því hvernighenni skuii hagað framvegWs, þótt pað sje að vísu allörðugt, þar sem reynslan ein getur leyst úrsumum þeim spurningum, sem vakna, þegar um ma'Iið er hugsað. Eins og áður mun hafa verið skýrt frá hjer í blaðinu, þá voru teknar til meðferðar við na'msskeið kennaranna síðasta vor allar námsgreinar þær, sem í barnaskólum eru kerdar, og auk þess uppeldisfræði, og kenslunni mest megnis þannig hagað, að sýnt var hvernig kenna skyldi hverja grein, en hitt I4t'ð sitia á hakanum að veita þeim sem námsskeiðið sóttu sjerstaka kenslu í fræðigreinunum sjálfum; þó fór fram regluleg kensla jafnframt kensluæfingunum ííslensku, teikningu og leikfimi. Þannig má segja að þetta kensluskeið stefndi yfirleitt að því að kenna þeim, sem það sóttu, hvernig þeir ættu að kenna börnum og fara með börn við nám, kenna þeim að halda skóla; hitt væri miklu fremur aukageta að veita víðtækari þekkingu í hinum einstöku námsgreinum. Þessi stefna hefir að sjálfsögðu verið alveg rjettmæt, þegar tekið er tillit ti! þess hvernig margir þeirra, er námsskeiðið sóttu, voru undir það búnir, sömu- leiðis hins í hve mörgum námsgrein- um flestir tóku þátt. En eigi getur þetta þó skoðast öðruvísi en »hjá!p í viðlögum« handa fólki, sem lítinn kost hefir átt að njóta skóiakenslu, sjá skólahald hjá öðrum eða lesa um kenslu og skólahald. Líklega verður þó að halda áfram í svipuðu horfi fyrst um sinn — það er að segja meðfram og með suma. En samfara þessu, sem einkum á að vera til vakn- ingar og leiðbeiningar, þarf að koma upp sannnefnd framhaldskenslahanda þeim sem í Kennaraskóla hafa gengið eða á annan hátt fengið töluverða fræðslu. En þegar þess er gætt, að námsskeiðið mun ekki geta orðið lengra en 4 — 8 vikur á ári, þáerauð- sætt að ekki má hafa margt undir, ef nokkuð verulegt á að læra. En taki sami maðurinn að eins fyrir eina námsgreinog leggieinvörðungustund á hana þennan tíma hjá góðum og æfðum kennara, þá getur hann munað drjúg- um um viðbótina sem hann aflar sjer, þótt tíminn sje sfuttur, þvf að þess er að gæta, að gert er ráð fyrir að hann hafi áður numið undirstöðuatriði grein- arinnar í skóla, og svo styrkst íhenni við það að kenna hana síðan sjálfur og stunda. Þetta er ekki sagt út í bláinn, heldur byggist það á reynslu annara, því að hjer er í raun rjettri ekki um neitt nýmæli að ræða, heldur gert ráð fyrir að hjer sje tekinn upp sami háttur og annarstaðar og þótt þar vel gefast. Með þessu, að kenn- urum gefist kostur á um eitt náms- skeið eða fleiri að afla sjer "'ðbótar- þekkingar í einstökum fræðigreinum, yrði ráðin veruleg bót á því hve lítið hægt er að fara út í hverja kenslu- grein á hinum stutta námstíma i kenn- araskólanum. Á þénnan hátterkenn- urum opnaður vegur ti! að geta orð- ið nokkuð vel að sjer í þeim grein- um sem þeir eru hneigðastir fyrir hver um sig, en það vita þeir, sem reynt hafa, að slíkt er harla mikilsvert, og vænlegt til að verka á alla kensluna. Væri svona til hagað, mætti búast við að einn hópurinn tæki íslensku, annar landafræði, þriðji einhverja grein náttúrufræðinnar hinn fjórði teikning o. s. frv. Með þessu fyrirkomulagi þurfa ekki allir að sækja námið á sama árstíma. Það er t. d. alllíklegt að margir umferðakennarar mundu fyrst um sinn kjósa svipaða kenslu ogsíð- asta ár, en þeir munu yfirleitt vera fyr lausir við kenslu á vetrinum eða vorinu en kennararnir við föstu skól- ana, sem búast má við að flestir kysu fremur sjerkensluna. En alllangan og góðan iindirbúning mun þurfa til þess að öilu verði haganlega fyrir komið. Búast má við að það verði helst haft móti þessu fyrirkornulagi að það verði óhæfiiega dýrt fyrir landssjóð. En þar er því fyrst til að svara, að eflaust er allmiklu til þess kostandi, að gera kennarana sem best úr garði. í öðru lagi má búast við því að náms- skeiðið í sama horfi og síðasta vor, leggist niður áður en mjög langt um líður, og að eftir verði þá lítið annað en sjergreinanámið — því að varla er gerandiráðfyrirkennaraháskóla nú fyrst um sinn — og í þriðja lagi má og verður að sníða sjer stakk eftir efnum með það hve margar námsgreinar teknar verða til meðferðar hvert árið. Eins getur rekið að því, ef aðsókn verður mikil, eins og við má búast, að takmarka verði tölu þeirra, sem aðgang fá að náminu það og það árið, og að sumir verði að láta sjer lyndaað bíða til næsta árs. Það sem meotu hleypir frani verður styrkurinn til kennaranna. sem kensluna nota; hann má ekki skera mjög við neglur sjer, flestir barnakennarar hjer svo settir, að ósanngjarnt er að þeir hafi mikinn beinan kostnað af framhalds- náminu. Kenslukaup það er landssjóðurætti að greiða getur að vísu orðið nokk- uð meira við það að breytingin kæm- ist á, en þó ekki svo að frágangssök sje að koma henni á þess vegna; því að eins og drepið var á má sníða

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.