Skólablaðið - 01.05.1909, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.05.1909, Blaðsíða 3
SKÓLABLAÐIÐ 43 vill vera með að byggja og bæta landið, — svo langt eru Norðmenn komnir á veg! En hverjar kröfur gerum vjer, — íslenski vinnulýðurinn — nú á dög- um? — Ætli þær sjeu ekki eitthvað á þessa leið: Engar skyldur en þó rjett! — minni vinnu en meira kaup! Því miður er þetta alt of satt, en vjer vérðum að fá önnur slagorð á vinnulýðsfánann vorn, ef alt á ekki að losna og liðast í sundur og verða vörgum að bráð. Petta þurfa lýðskólarnir að íhuga alvarlega, því eg ætla, að þetta muni vera ein af vorum veikustu hliðum, þegar alt kemur til alls. Syngið sveinar og meyjar! — : »Eg vil elska mitt land« o. s. frv. En á hvern hátt byggjum vjer og bætum landið vort, og >hefjum það fram móti batnandi öld« — — ? Er það með því að sitja á alþingi og semja lög, gjalda greidd störf, og greiða tje til fyrirtækja, og þrátta og þrasa? Eða með því að verða ráð- herra, landritari eða skrifstofuþjónar? Eða með því að verða skáld og skrifa bækur og blöð? Eða með málverk- um, tónaskaldskap og byggingarlist? Eða með því að verða sýslumaður, prestur eða kennari — — ? O jæja. Heiðvirðir og nýtir karlar sem konur -í hinum ymsu tröppum þjóðfjelagsins, byggja landið sitt, og eru ómissandi. Pess vegna á oss að þykja vænt um þessa menn, sem nefndir vóru. En ekki bara þá. Bændur, konur, börn og hjú, iðn- aðarmenn og sjómenn, sem starfa með heiðri og sæmd, byggja landið sitt engu að síður. Eða hvernig mundi fara hagur landsins, ef t. d. eng- inn fengist til að ryðja og rækta ábýl- isjarðirnar? Pá væri eigi að tala um neina jarðyrkju eða uppskeru. Kvik- fjárræktin mundi verða lítil, ef eng- inn fengist til að hirða hross og sauðfje, eða mjólka kýrnar og moka fjósið. »Úr Ægis mundum«, yrði lítill auður dreginn, ef enginn vildi binda og bæta veiðarfærin, róa eða »vjela« eftir fiskinum, eður meðhöndla hann þegar heim kæmi. En án jarðyrkju, kvikfjár-rækt- ar og fiskiveiða, mundi Island bráðlega standa autt! Bóndinn og iðnaðarmaðurinn, bygg- ir og bætir landið vort engu síður en alþingismaðurinn og ráðherrann. Móðirin sem gætir barnanna, engu síður en lækniritin. Vinnukonan sem mokar fjósið, engu síður en skáldið. Gamla amma sem leggur fyrstu lífs- fræin í barns hjartað, engu síður en kennarinn. Reykháfahreinsarinn, engu síður en sýslumaðurinn og fógetinn. Sannleikurinn er sá, að ísland þarf þeirra allra við, hvers og eins á hans starfsstað. Pess vegna getur t. d. vinnukonan og reykháfaræstar- inn verið eins »stolt« af sínu embætti eins og skrifarinn eða fógetinn! »Ekki geta allir orðið skredarar«, — og ekki allir yfirmenn heldur. Vjer verðum að þola að líkaminn hafi haus, hvort sem hann er makalaus eða ekki. Rað þarf að vera skipulag og regla á öllu, eins í hinu minsta fjölskyldu- lífi og í hinu stærsta þjóðlífi; — ann- ars fer illa. Pað mundi verða svo mikið betra að búa á íslandi, et' öll iandsins börn skoðuðu sig seni limi eins líkama, þar sem heill og hagur heildarinnar væri kominn undir góðu samstarfi heildarinnar; — ef þau vildu skilja, að öll nauðsynleg störf eru jafn heið- arleg, og að vjer eigum í bróður- kærleika að byggja og bæta landið vart. Hefðu allir starfsþrá, og ynnu með ánægju að sínu lífsstarfi, hvort sem það væri hátt eða lágt, — af því þeir hefðu svo mikið til að vinna fyrir, mundum vjer án efa öðlast meiri lífsgleði og gæfu. Vinnan styrk- ir líkamann og hressir hugann. Öll erum vjer á ferð og flugi, og viljum verða lánsöm, — leitum hamingjunn- ar eins og prinsinn í ævintýrinu. Margir halda að aurarnir veki yndi frekar öllu öðru. Ress vegna ráfa þeir inn á verslunarveginn, eður aðra vegu, sem menn að jafnaði tína aura upp af, eða ráðast máske til Ameríku í silfursókn. Aðrir reyna til að klifra upp eftir valdatindinum eða höfðingja hnjúknum. Kæmust þeir nokkuð á leið, að minsta kosti, fengju þeir ef til vill auð og mannvirðingu, — og það vildu þeir hafa fremur öllu öðru. En þeir sem af þessum hvötum klóra sig upp eftir, munu litla lífsgleði og gæfu finna, jafnvel þó þeir eign- ist aura og fái aðra til að lúta sjer. Hátt uppi blása oft stríðir stormar- og svo verður þá endalaus orusta um, að halda sjer í sætinu, eða kom- ast skör hærra. Og auðmaðurinn, sem finst hann aldrei hafa nóg, geng- ur súr á svip og gleðisnauður í gegn- um lífið. Hann er fátækur, af því hann vantar svo mikið. Ánægju fann hann ekki í aurunum; — og svo »flytur hann á einum eins og eg allra seinast hjeðan«. Frh. Opið brjef til námssystkina nrinna frá síðasta vori. Bræður og systur! Rökk fyrir samveruna síðast! Rökk fyrir samvinnuna utan skóla og innan, innan fjögra veggja og und- ir berum himni! F*ó að eg taki fyrir að senda 31 brjef með janúarpóstunum út og austur, norður og — nei ekki í suður! þá efast eg um að þau væru öll kom- in til skila að ári um þetta leyti. Og þó að eg ætti Hugin og Munin hans Óðins gamla og hefði lag á að nota þá til sendiferða eins og hann, þá er eg heldur ekki viss um að þeir væri búnir að snuðra ykkur uppi næsta gamlárskvöld, því eg veit ekki nema eitthvert ykkar sje þegar komið undir kökkinn. Og takist Skólablað- inu ekki að finna ykkur og koma með línu frá ykkur um hæl, þá tel eg ykkur af, þó að þið lifið eins og blóm í eggi, norður í Pingeyjarsýslu sitiandi við hangikjötsdiska, eða við ofnhita og alsælu kaupstaðarlífsins í Reykjavík. En eg vona að þið sjeuð öll hjarandi, þó að þið hafið enn þá setið og róið ykkur, og ekki látið á ykkur lóa, fremur en eg, hjer mitt í fjelagslífi Mýrdælinga, sem þið þekk- ið öll að nafninu til. Og ef sú von kemst til ykkar áður en þið lognist út af, þá býst eg við, að hún treyni í ykkur líftóruna á meðan þið skrifið mjer fáar línur. Hvar hafið þið alið manninn síðan í vor? Hvernig hefir ykkur liðið? Hvað hafið þið haft fyrir stafni? Hvernig eru framtíðarhorfurnar? Hvað slær klukka kenslumálanna heima? Eru hugsjónirnar við góða heilsu? Munið þið eftir loforðunum? Hvernig gengur það með efndirnar? Hvar og hvenær eigum við að koma saman næst? Svar! svar sem fyrst! Eg hefi alið manninn hjer í Mýr- dainum síðan eg kom heim 24. júní. Mjer hefir liðið vel síðan, aldreidreg- ið fyrir sól meðlætisins, svo heita megi. Að eins hefi eg orðið var við gráleita vonbrigða-þokuhnoðra með flestum póstferðum síðan, yfir því, að sjá ekki Iínur frá ykkur, að und- anteknum — ekki austmanninum, held- ur Jóhannesi mínum Jóhannessyni Múlasýslu-manni. Bestu þakkir fyr- ir brjefið Jóhannes. Skammaðu mig fyrir svikin! Rað má ekki minna! Svo hefi eg og sjeð Hallgrím bregða fyrir í Skólablaðinu. Sumt af því get eg þakkað, sumt skrifa eg ekki undir. En það er sama, Hallgrímur, eg tek í hendina á þjer fyrir handar- vikin! Rú ert ekki alt af hugsunar- laus.eins og — eg og mínir líkar. Daginn eftir að eg kom heim, fór eg að hjálpa til að rífa skólann hjer í Litla-Hvammi og næstu daga var ég að bjástra í grjótinu við hann o. fl. Svo tók sláttnrinn við, einhver besti sláttur er menn muna eftir fram að 10. seþt. Eg heyjaði vel og er ekki heyhræddur hverju sem viðrar. Eftir sláttinn rjetti eg úr mjer nokkra daga, þangað til 1. okt. Síðan hefi eg verið að kenna, sinn daginn á hvorum staðnum hjer og við Deildará. Rað er liðugur klukku- tímagangur á milli skólanna. Eg hefi ýmist verið ríðandi eða röltandi. Framtíðarhorfur eru vænlegri en nokkru sinni áður. Skólinn hjer í Litla Hvammi var stækkaður að stór- um mun. Kenslustofan er 19x15x9 fet að innan máii. Auk þess er for- stofa 15x7 fet að gólffleti; í öðrum

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.