Skólablaðið - 15.05.1909, Page 1

Skólablaðið - 15.05.1909, Page 1
Þriðji árgangur. Kemur út tvisvar í mánuði. Koslar 2 kr. á ári. Fræðslulögin nýju °g fræðslumálin. Fræðslulögin nýju hafa víða valdið ógnar ugg og kvíða. Sumir hafa með öllu fordæmt þau vægðarlaust, eins og Vigfús í Haga, og aðrir að miklu leyti, eins og sveitaprestur, báðir með löngu máli í Isafold. Og fjöldi manna möglar heima í hjeruðum. Að sögn hafa komið til þingsins núna ýmsar kvartanir og áskoranir um breytingar, eða jafnvel frestun á lögum þessum, hvað sem nú þingið gerir. Pað sem lögum þessum er til for- áttu fundið er að þau sjeu ófram- kvæmanleg sakir óbærilegs kostnaðar annars vegar og óhærilega hárra kunn- áttukrafa. Langbest hefir Skólabl, haldið uppi svörum íyrir þessi ofsóttu fræðslu- lög, ogjafnframt með langmestri mann- úð og kurteisi, eins og góðu og göf- ugu máli sómir best, svo og ment- uðum mönnnm um mentamál. Annars þykir mjer það skrítið, og þó ógeðslegt, að sum blöðin okkar, taka ekki til meðíerðar nema aðeins eina hiiðina á þessu stóra og merka máli, og þá eitt blaðið eintómt last, en hitt einbert lof. Og um eitt blað- ið veit eg, að það hefir til þessa als ekki tekið til birtingar það, sem því hefur borist til málsbóta fræðslulög- unum. Þetta finnst mjer ósæmilega einhlióa og illa tilfallið af »leíðandi« þjóðblaði. Bætir slíkt lítt tiltrúna til óhlutdrægni og annara dygða. Fræðslulögin og fræðslumálin eru þó ein af þeinr stórmálum þjóðar vorrar, sem hafa fleiri en eina eða tvær hliðar sem skyldugt er að skoða og ræða um frá öllum þeini hliðum, sem á þeim finnast, og það sem allra ein- lægast og sem allra ljettúðarlausast eða ónota og særingarminst. Og nú vildi eg, með þetta fyrir augum, mega segja svolítið um þessi mál, að minsta kosti frá tveim hliðum: Fræðslulögin nýju hafa óneitaulega ýmsa ágætis kosti: Fyrstir og bestir eru þeir kostir, að 5leykjavík /5. maí. þau eru frjálslegri og rýmri en fiest önnur lög, og með þeim er leitast við, aö ná góðum tilgangi með því, að sketða sem allra minst vald og mindugleika, eða heimastjórn hjeraó- anna. F*etta ættu menn að meta mikils. Pau veita hjeruðunum, sveitunum, mjög mikið og mikilsvert sjálfræði um meðferð fræðslumálanna heima fyrir, og setja þeim engan ófrávíkjanlegan skamt með aðferðina til að fullnægja þeim. Og eiginlega íeyfa þau mönnum alt, nema það eitt, að kenna börnum sínum mjög lítið eða ekkert. Og það vænti eg, aðfáum þyki ofhart. Lögin heimta ákveðna kunnáttu í ákveðnum greinum á ákveðnum aldri barnanna, 14 ára, og þessa kunnáttu leyfa þau hjeruðunum að veita með einhverri af eftirnefndum aðferðum: 1. Með fastakólakenslu, ef eitthvert hjerað treystir sjer til þess, og það er líka besta aðferðin. Veitir besta kenslu og kunnáttu. 2. Með farskólakenslu, ef menn treysta sjer ekki við fastaskóla, og það gengur fastaskóla næst. 3. Með eftirlitsfræðsln, ef menn treysta sjer hvorki við fastaskóla nje far- skóla, og 4. Með hei makenslu, ef menn treysta sjer til að kenna svo börnum sín- um heima hjá sjer, að kunnáttu- kröfum laganna verði fullnægt, og ef þeim þykir það ódýrara. Þenna 4. veg hafa líka fræðslulögin, og hann er þó ekki erfiður, ef heim- ilin sjálf geta lagt kensluna til, eða þurfa ekki að kaupa hana annarsstaðar að. Alt þetta finst mjer vera til kosta teljandi. Fastaskólakeuslan er æskilegust og líklegust til bestrar kenslu og kuriáttu. En hún er dýrust, svo dýr, að fæstar sveitir uppi í landinu munu treysta sjer við hana, eins og nú stendur. Farsólakensla gengur þar næst að gæðum, en hún ér miklu ódýrari, eða getur verið það, og hún mun verða helst ofaná í flestum sveitum. Og með góðu fyrirkomulagi, sem hvert fræðsluhjerað má að mestu ráða sjálft, tel eg hana líklega til að geta fullnægt kunnáttukröfum laganna, og vera vel bærilega að kostnaði til, eink- 1909. anlega þó, ef eftirlitsfræðsla er höfð með til undir búningsy líkt og nú er í Landhreppi og víðar. F*ar er fræðsluskyldum börnum skift í tvo flokka, í öðrum eru 10 — 12 ára börn, í hinum 12 — 14 ára. Fyrra flokknum er veitt eftirlitsfræðsla, hin- um síðara farskólakensla. Þetta kemur skiljanlega Ijettara nið- ur heldur en farskólakensla einsaman. Því heimili hinna yngri nemenda fæða sjálf eftirlitskennarann, og miklu færri þurfa að gefa með börnum sínum að heiman í farskólann. Og margur sá sem með farskólafyrirkomulaginu einu saman yrði að kosta að heiman 3 — 4 börn í einu, þarf nú eigi að kosta nema 1—2 í senn. Petta er því nær helmingsljettir fyrir hvern einstakan barnamann. En eftirlits-kensla einsaman held eg að ekki geti fullnægt kunnáttukröfun- um, meðan heimilin sjálf geta alment ekki veitt meiri fræðslu en ennþá á sjer stað, nema þá, að eftirlitskenn- arar væri hafðir því fleiri. En það yrði æði dýrt og fræðslan þá og að líkindum nokkuð ósamkynja í hjerað- inu. En ef nú þessi nýju fræðslulög kæmu því til vegar uieð tímanum — ef til vill ekki mjög löngum — að hvert heimili yrði sjálft fært um, að fullnægja kröfum laganna um kunn- áttu barna 14 ára, hvað segja menn um það? Þetta er þó tilgangnr og takmark laganna, og að því stefna þau, eða vilja stefna. Og ætti síst slíkt að lasta. En munu þau geta náð þessum góða tilgangi, þessu háa takmarki? Með hagkvæmilegu kenslufyrirkomu- lagi og góðum kennurum munu þau allvel ná því, að allur þorri 14 ára unglinga standist tilskilið próf í áskild- um námsgreinum. Um það efast eg ekki. En allur þorri ungmennanna mun týna niður mjög bráðlega meiru eða minnu af þessu námi, eigi síður en flestir týna »kverinu« sínu skjótt eftir ferminguna; og mikið eða mestalt af þessu námi kemur þá að litlu eða engu gagni í lífinu. Petta nám á þessum unga aldri, er svo fljótt er hætt við, og einatt mun verða rembst við aðaliega til að ná A uglýsingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Reykjavik.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.