Skólablaðið - 15.05.1909, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 15.05.1909, Blaðsíða 2
46 lögkröfðu prófi, mun og yfirleitt verða fremur lauslegt og óstöðugt í minni. Og eigi munu þeir verða nema aðeins sárafáir af öllum hinum »löglærðu« unglingum, sem halda við námi sínu eða auka það. Pess vegna munu fræðslulögin — því miður — ekki ná þeim lofsverða til gangi, eða því æskilega takmarki, að heimilisfræðslan ein geti nkkurn tíma fullnægt kunnáttukröfum laganna, eða m. ö. o. að veruleg, varanleg og sanngagnfegalþýðumentufi vinn- ist með þeim. Lögin sleppalangt of snemma hend- inni af ungdómnum. Væri miklu nær, að byrja heldur seinha og lofa héim- ilunum að annast börn sín lengur, segjum til 12 ára, en láta ungmennin svo ekki skilyrðislaust sleppa undan almennri fræðslu á fermingaraldri, eða með fermingunni, heldur ættu þau að leysa af hendi alment hæfilegt próf eigi fyren lóára, en helst 18 ára eða jafnvel 20 ára. tJá fyrst mætti búast við haldgóðri mentun fyrir lífið með sæmi- legri kenslu; og þá mætti víst einnig vona. að með tímanum gæti heim- ilisfræðslan orðið sæmileg og óhætt að ætla meimilunum miklu meira en ella. f þessu eru því gallar træðslulaganna fólgnir: að þau byrja með börnin ó- þarflega fljótt og hætta við þau ó- bærilega snemma, svo að alt vérður gagnslítið eða gagnslaust fyrir allann þorra þeirra — af því, að ekkert get- ur orðið í þeim fast, en alt losara- legt og gleymanlegt, sem þeim er kent á svo stuttum tíma á þessum unga aldri. Og með tiiliti til þessa er fullnægj- ing eða framkvæmd þessara fræðslu- laga óbærilega dýr, jafnvel hver aðferð sem höfð er til að ná lögskipaðri kunnáttu og áskildu prófi. Eg býst við, að fræðsluvinir segi, að úr þessum göllum megi eða eigi að bæta með því, að setja upp svo og svo marga alþýðuskóla, sem taki við, þar sem fræðslulaganámiðhættir, og þá sje um ekkert að kvarta. En halda menn þá, að þetta fyrir- komulag muni gera alla alþýðu æski- lega og hæfilega mentaða? Eg get ómögulega sjeð að svo verði. því að alþýðuskóla, slíka, sem gert er ráð fyrir, sækir aldrei öll alþýða, líklega ekki einn 10. hennar, fyrir dýrleika og örðugleika sakir, og með því fara alt- of margir á mis við hin almennu ment- nnar gæði. Fyrst einhverskonar skólar, minst tveir í hverri sveit, og víða fleiri, eftir fræðslulögunum, og síðan alþýðu- skólar til áframhalds í annari, þriðju eða fjórðu hverri sveit, eða þó ekki væri nema í hverri sýslu, auk nauð- synlegra sjerskóla það mundi verða dýrt — afskaplega dyrt hvað með öðru. Og alþýðu mundi verða jafn óljúft slíkt skóla-»vesen« og ókleift að nota það alment. Aðeins stöku maður mundi halda áfram og full- SKÓLABLAÐIÐ *---------------------------------'vysff komna fræðslulagaháfn sitt á þessum æðri átramhaldsskólum, en allir eða flestir hinna mundu gleyma flestu eða ölllu, sem fræöslulögin veita þeiin, og flest að lítlu eða engu verða, Frh, ... -Ig&rr- Ráðvendni. Fátt þykir Ijótara í fari manna en það, að þeir sjeu óráð- vandír. þjófur! — Það er Ijótt orð. Allir þykjast vita hvernig sá maður er, sem er eirikendur með því nafni. Snemma bryddir á því hjá sumum unglingum, að þeir hafi tilhneigingu til þess að taka það, sem þeir vita, að þeir eiga ekki. Þá tilhneigingu er því eðlilegt, að menn geri sjer far um að bæla niður. Enginn getur hugsað til þess að barnið sitt verði þjófur. En hjer má fara varlega, þegar um börn er að ræða. Ekki er það þjófn- aður, þó að barn taki sjer sykurmola af því að það langar í hann; og ekki er barnið þjófur fyrir það, þó að það taki sykurmolann. Pað er ekki þjófn- aður þó að maður taki þaðsemhann langar til að eiga. F*að verður þá fyrst þjófnaður, þegar maður tekur það, sem er annars manns eign. Börn verða þá ao læra og skilja, hvað þetta þýðir, að einhver hlutur er annars nianns eign; þau þurfa að komast í skilning um eignarrjettinn, og þau þurfa að læra að virða hann, og þykja mikið til hans koma fyrir sjálf sig; þá vita þau, að hann er líka nokkurs virði fyrir aðra. Víst má hræða börn trá því að taka það, sem þau langar til að eignast, með hótunum um að þau komist í ólukku fyrir, hlióti hýðingu að kveldi — svo sem til árjettingar, þó að »snopp- ungurinn« hafi verið látinn dugasvona til bráðabyrgða. En svo koma, þegar minst varir, svo ágæt tækifæri til að hnupla sjer »mola« eða »bita« svo að enginn sjer, og svo að enga ólukku getur verið að óttast. Hví skyldu þá slík tæki- færi ekki notuð, ef engum er gert mein með því, og ef ekkert er að óttast? Þau eru auðvitað notuð! Barn- ið verður varkárara: lærir að fara kring- um pabba og mömmu, og geturörð- ið með aldrinum slunginn þjófur. Hiæðslan fyrir þessari ólukku — hegningunni, er þá ekki örugt meðal, blátt áfram af því að hegningin er ekki alt af vís; það er ekki víst — þvert á móti oft harla ólíklegt — að nokkur ólukka verði afleiðing af full- nægju ílöngunarinnar. Eina ráðið verður að stilla svo til, að »ó!ukkan« komi alt af sem bein og sjálfsögð afleiðing af yfirsjóninni. Hafi barnið lært að virða eignarrjett- inn, hafi það skilið, hve mikils virði haun er fyrir það sjálft og aðra, þá segir samviskan því í hvert sinn, sem það tekur annars manns eign, að það hafi brotið þennan rjett, eignarrjettinn. Samviskan af því færir því meiri ólukku en kinnhesturinn og hýðingin, og því forðast það að taka annara eign, enda þó að það viti víst, að enginn komist að því nokkurn tíma. Börn eru ekki gömul, þegar þau skilja glögt muninn á því, hvað er nii.tt og hvað er þitt. Og það er ekki erfitt að koma þeim í skilning um að eignarrjetturinn sje dýrmætur. Pau eiga venjulega eitthvað, sem þeim þykir svo vænt nm, að þeim svíður sárt að láta taka það frá sjer; slíkir kjörgripir í augum barnanna þurfa ekki að vera verðmætari en glertala eða hnapplok. Fað þarf þáekkiann- að en benda þeim á að öðrum þyki eins vænt um eigursínar eins ogþeim þykir sjálfum um þessa kjörgripi. Og þau finna að það er hárrjett, siðalög- málið góða en gagnorða: það sem þjer viljið að mennirnir gjöri yður, skulu þjer og þeim gjöra. * * * fðni er börnum sjaldnast eiginleg. Barnseðlið er svo hviklátt og óstöð- ugt. En auðvitað má venja börn á iðni með uppeldinu. Iðni ogástund- un við sjerhver störf kemur sjer vél, en tómlæti og hvikulleiki við verk er illa virt. Margir gera sjer því far um að halda unglingum til iðni, svo að úr þeim verði iðnir og ástundunar- samir menn. Þetta ætti og að vera hægðarleikur, því að börnum er meðsköpuð starfs- þrá — venjulega- Starfsþránni þarf þá að svala, og fara svo með hana, að hiin haldist en dofni ekki. En það lítur óneitanlega út fyrir, að það lánist ekki ávalt. Pví að oft er talað um leti í börnum og unglingum. Peir eru latir að kemba, latir við »kverið«, latir við svo margt, sem ætlast er til að þeir geri. Og þó eru þeir í raun og veru ekki latir. Pá vantar ekki vilja til starfsemi Drengur, sem er latur að kemba ull, er mjög viljugur að smíða bát. Stúlka, sem er löt að prjóna sokkinn sinn, er viljug til og iðin að sauma upp á brúðuna sína. Pau geta bæði tvö verið níðlöt við »kverið« en lesið þjóðsögurnar með græðgi. Með öðr- um orðum: þó að börnin sjeu að eðlisfari starfsöm, þá geta þau verið ófús að vinna skyldustörf, sem aðrir *eggja þeim á herðar; en í raun og veru er rangt að kalla þá vinnu-ólyst leti. Foreldrarnir verða að reyna að hag- nýta sjer þessa meðfæddu starfsþrá barnanna til þess að venja þau við iðjusemi, og það verður auðveldast með því að reyna alt af að tína eitt- hvað til handa þeim að hafa fyrir stafni, helst af öllu eitthvaðsem þeim Baðstöfuhjal um barnauppeldi. I

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.