Skólablaðið - 01.06.1909, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.06.1909, Blaðsíða 1
Skólablaðið. Þriðji árgangur. /3. tbl. Kemur út tvisvar i mdnuði. Kostar 2 kr. d ári. Jleykjaoík l.júní. Augtysingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Reykjavík. 1909. Fræðslulögin nýju °g fræðslumálin. Niðurl. Pað þykir dýrt hið núverandi fræðsu- lagafyrirkomulag, jafnvel hið Ijettasta, En það er ekki rjett út af fyrir sig. Pað væri als ekki dýrt, ef það svar- aði kostnaði, ef það kæmi að tilætl- uðu gagni, eða ef það gæti veitt veru- lega, varanlega alþýðumentun. En nú getur það þetta einmitt ékki, og þessvegna er það dýrt — of dýrt. En fyrir mitt leyti er eg hræddur við skóla ofan á skóla eins og hjer er á drepið, og óttast þá vegna þessa tvenns: að kostnaðurinn hlytur að vera gífurlegur, og að það hlýtur að vera margfaldur minni hluti alþýð- unnar, sem getur notað þessa ráð- gerðu áframhaldsskóla. En eg vil leggja til, að kensla sú, sem nú er að komast, og mun komast á í hverri sveit, eftir fræðslulögunum, verði gerð að reglulegri aiþýðukenslu, er veiti hverjum einasta hæfum unglingi jafn góða og gilda alþýðu mentun og hinum ráðgerðu alþýðu- skólum er ætlað að veita, og að eng- ir aðrir alþýðuskólar sjeu settir á lagg- ir, nema sjérskólar, eða sjermenta stofnanir. Ef koma á, með tímanum, helst sem fyrst skóli í hverri sveit, þá ættu þeir skólar að veita fullnægjandi al- þýðumentun, svo að eigi þyrlti ofan á að bæta, eða nokkur að neyðast til að sækja almenna mentun langar og dýrar leiðir útúr sinni sveit. Eg inni til þess aftur, að dýrt þykir að framkvæma fræðslulögin, eins og nú stendur. En hvað er nú þessi kostnaður, enn sem komið er, hjá því sem verður, þegar alþyðukenn- ararnir hafa komið fram sífjölgandi og hækkandi kröfum sínum um hækk- að kaup og bætt kjör. Nú hefir allur fjöldi kennara í sveit, eftir fræðslulögunum þetta 6 kr. um viku. Petta er svo lítið, að engin getur gefið sig við kenslu fyrir það kaup, nema þeir einir, sem hafa alt annað að aðalstarfi, og eru því meir eða minna ófullkomnir. En nú vilja fræðslulögin eðlilega að kennarar hafi kennaramentun, og að kenslan sje þeirra aðalstarf. Nauðsyn þessi er og viðurkend af öllum sem vit hafa á. Allir, sem við kenslu fást af alúð, finna líka til þess, að kenslan þarf að vera aðallífsstarf kennarans; og þá finna þeir sáran til þess, ogaðrirættu aðgeta getið því nærri, að ómögulegter aðlifa og starfaeingöngueða mestmeg- nis fyrir nokkra kenslu fyrir önnur eins vesaldarlaunogókjör, sem kennarastjett- in í sveitunum enn hefir, og svo kvalin stjett getur ekki verið vandastarfi sínu vaxin. Út af þessu koma nú samtök og kröfur kennara um endurbætt laun og kjör, eins og líka er eðlilegt og rjettlátt. Hvaða manni eða mönnum, sem gera alþýðukenslu að alúðarstarfi, get eg varla hugsað mjer boðleg lægri laun eða Ijelegri lífskjör en vesaldar- kjörin, sem presta stjettinni okkar hefir yfirleitt verið boðin til þessa — þetta 700 — 1000 kr., eins og það hefir nú goldist og notast — Nyju presta- launalögin eru nykomin. — Og eigi alþyðukennarastjettin nokkra framtíð; eigi hún að eflast og koma að tilætluðum notum, hlýtur hún von bráðar að fá kröfur sínar, og laun hennar munu verða nær því, sem hjer er sagt, ef eigi meiri. Ef nú þetta verður, sem eg tel líklegt, mundi þá eigi fræðslulaga- kenslan á 10—14 ára börnum, verða heldur dýr, þegar litið er á eða hugs- að til þess, að mest af þessari kenslu mun tynast og að litlu verða af því, hve ungdómnum er snemma slept? jú, hræðilega dyr. Og þá bætti það hálflítið úr, þótt sett væru upp svo og svo mörg alþýðuskólabákn hjer og hvar til áframhaldskenslu o. s. frv. Hjer er að koma upp ny stjett í landinu, sem hlýtur að verða langfjöl- mennasta og dýrasta embættisstjett landsins áður en lýkur, kennarastjettin. Hvernig getur nú þjóðin, fámenn og fátæk, borið iana sómasamlega og sjer til sannarlegs gagns? Og jafnhliða þessari upprennandi kennarastjett er og verður hjer önnur mjög fjölmenn embættisstjett, presta- stjettin, sem fráöndverðu ogtil skamms tíma hefir mest haft uppfræðslu ung- dómsins og alþyðumentunina méð höndnm jafnhliða prestsskapnum, eða auk hans. Víst hefir þessi alþyðu- fræðsla presta verið ófullnægjandi, en þess er að gæta, að hún hefir verið þeirra auka eða hjáverka starfi; en gæti efalaust orðið sæmileg, ef þeim væri gert mögulegt að rækja alþ>ðu- mentun eins og kennurum er ætlað. Prestastjettin er líka dýr stjett, og henni verður ekki útrýmt hvað sem hver segir. Nema þá aðeins með einu móti; að kennarastjettin komi í stað hennar, eða þjóðin taki kenn- arastjettina til að vinna fyrir sig það, sem hún annars vill kaupa af prests- verkum, er ávalt mun verða nokkuð. Að hugsa sjer, að í einni smásveit í fátæku landi sjeu tveir sprenglærðir dýrir embættismenn, prestur og kenn- ari, á sóknar og landssjóðslaunum, sem báðir eru haldnir til að vinna það verk, sem ekki er nema handa einum meðalmanni, það mundi mega kalla »grátbroslegt«. Eg leyfi mjer því enn að stynja upp þeirri tillögu: Að annaðhvort verði prestar gerðir að alþýðukennurum, eða alþyðukennarar að prestum, er hvorttveggja hið sama. Og til þess að lengja ekki málið meira, leyfi eg mjer aó vísa til þess er eg áður hef fengið birt um þetta efni undir nafninu: »Ónefndur prest- ur«. Fyrst flutti Fjallkonan 1906 ágrip af tillögum mínum í 64. og 65. blaði, og athugasemdir um þær í 66. bl. s. á. Peim athugasemdum fjekk eg svo svarað í sama blaði 1907, í 9. og 10. blaði. En allar tillögur mínar og rök- semdir íók Pjóðólfur fyrir mig í 37. og 38. blað sitt, meðan fræðslulögin voru fyrir þinginu 1907. Eg ætlaði að vita, hvort þingið vildi nokkuð á mitt mál líta. En það hefir víst þótt í meira lagi fjarstæða. Ef einhver vildi hugsa eða dæma nokkuð tillögur mínar, Pá bið eg hann að lesa fyrst tillögurnar og það, sem eg hef með þeim mælt í áðurnefnd- um blöðum - til að byrja með. Svo óska eg og vona að sem flest- ir góðir menn, en um fram alt góðir alþyðumentavinir, hugsi og tali um þetta mál, sem efalaust er eitt af okk- ar örlagaþrungnustu og alvarlegustu málum, með hógværð og gætinni skoð- un. Og eg vil svo enda í þetta sinn

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.