Skólablaðið - 01.06.1909, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.06.1909, Blaðsíða 2
50 SKOLABLAÐIÐ með því, að benda á falleg og sönn orð, er gamall góðvinur minn hefir nýlega skrifað mjer í þessu máli: »Pað dugar ekki að velta svona spurn- ingu til gamans í huga sjer, hún þarf djúpa rannsókn og stilta rökræðu (,discussion') á prenti.« Já, um fram alt djúpa ransókn og stilta rökræðu í svona máli, sem hlýtur aó vera og verða á dagskrá nú og lengi enn. Og mikið og vel þarf að hugsa sig um, áður en haldið er lengra en komið er. 20. apr. '09. Ó. V. (p-~^s<y -CSN^ Bóndaheiraili í Mýrarsýslu fyrir 40 50 árum. Eftir Quðm. Hjaltason. I. Margir utan lands og innan hugsa nú oft og segja svo: »Núna loksins koma þá íslendingar með í víngarð heimsmenningarinnar þeir hafa nú fengið símana, eimskip- in, steinhúsin, brýrnar, skóla o. s. frv. Aður voru þeir hálfgerðir skrælingjar. Nú fara þeir fyrst að verða þjóð með þjóðum.« Hvar sem eg heyri eða les þetta og annað því um líkt, mótmæli eg því beinlínis eða óbeinlínis í ræðum og ritum. Eg sýni fram á, að þjóðmenning vor dó ekki út með Sturlungum. Hún lifði altaf þó líf hennar væri oft dauft, lengst af voru sögur samdar, og altaf lifði Ijóðasmíðið. Og það er kjarni þjóðmenningarinnar. Og hún lyfti sjer aftur npp með afli í óði og hreysti Jóns Arasonar, og svo í anda Guð- brandar byskups og sálmaskálda 16 aldar. Og ennþá hærra lyfti hún sjer í skáldskapar og söguanda 17aldarinn- ar. Og allra hæst ogfegurst reis hún og ríkti í anda Hallgríms Pjetursson- ar. »Hallgrimur kvað í heljarnauðum heilaga glóð í freðnar þjóðir.« segir M. J. Er þetta fagra þjóðskáldsorð alveg bókstaflega satt? Já, því einmitt þessi heilaga glóð endurskóp þjóð vora, kvað í hana trú, von og kærleika, þrótt og þol. Hallgrímurmálaði gull- öld vora í »Aldarhætti«. Par eggjar hann oss lögeggjan. En hann sá glöggt, að alkristrta þurfti þjóðina fyrst, ef hún ætti aftur að verða göfugur hetjulýður. Þess vegna lagði hann alla áherslu á guðleg ljóð. Og með þeim sáði hann ótal trúar, mannástar og menningarfræjum í þjóðarhjartað. Pessi fræ eiga í sjer eilíft magn. Og upp af þeim hefur sprottið og sprett- ur enn það mesta og besta af vorri kristilegu menning. En mörg írækorn þessi »hvíla enn í myrkri mold* (M. J.). En upp af þeim mun margt nýtt ágætt koma, ef vjer ekki kæfum það með illgresi vantrúarinnar. Passíusálmarnir hafa átt, ásamt bestu sögum vorum, einna bestan þátt í að skapa heimilismenning vora. En hún hefur aftur verið hjartað í þjóðmenn- ingunni. Og hún verður aðveraþað hjereftir líka. Skólarnir eiga að efla hana og hún á að styðja þá. Mörg heimili voru, og ekki síst mörg bændaheimili, máttu heita lýð- háskólarí smáum stýl. Oóður sagna- lestur og húsléstrar gjörðu þar mikið af því sem fyrirlestrarnir nú gjöra. II. Vil eg nefna eitt bændaheimili, sem eflaust var eitt af hinum betri bænda- heimilum á sinni tíð. Pað var heim- ili mitt ksbjarnarstaðir i Stafholtstunsi- um, það er næsta fróðlegt fyrir skóla- menn vora að sjá vel hvernig sveita- menningin var áður en nokkur skóla- kensla komst á eða umgangsfræðsla. Pað er líka vekjandi og hvetjandi fyr- ir þá að sjá, hvað langt menn kom- ust með litlum meðulum. Ervonandi að fleiri þvílíkar heimilislýsingar komi í Ijós sín úr hverri sýslu eða sveit. Mun það örfa áhugann í öllum menta- málum. Og líka verður það efni handa menningarsögu landsins. Eg var uppeldisbarn velefnaðra heið- urshjóna, Einars Halldórssonar og Halldóru Jónsdóttur. A heimili þeirra lærði eg að lesa svo ungur, að eg man ekkert eftir hvernig það gekk. Man eg þó barnæsku mína fremur vel. Man þegar eg Ijek mjer að Ijónslöpp- um í brekku í sólskini, vareg þá kom- inn á fjórða ár. Allir aðrir kunnu þar að lesa og sumir lásu afbragðs vel, einkum faðir minn, enda las hann jafn- an húslestra og flest annað, er lesið var hátt á bænum, lærði eg næsta mikið af því sem hann las, var hann mjer mjög góður. Næsta ungur var eg þegar eg fór að skrifa. Byrjaði eg, eins og fleiri með fjaðrarpenna, sortubleki og reikn- ingsblöðum. En fjekk von bráðar venjuleg skrifföng og nógan tíma til að skrifa og Iesa. Flestir aðriráheim- ili þessu voru skrifandi, og sumir þeirra skrifuðu fallega hönd. Á flestöllum vetrarkvöldum vareitt- hvað lesið háttauk húslestranna. Peir voru viðhafðir á hverju einasta vetrar- kvöldi, og svo á hverjum helgidegi árið um kring. Enginn vildi af þeim missa. Margt var annars lesið. Þjóðólfur, Norðri og Norðanfari, Skírnir, Fjelags- ritin, Norðurfari, Fjölnir, Kvöldvökur, Vinagleði, Árbækurnar. Ogsvomarg- ar Fornsögur, einkum Njála. Sumar- gjöfin,Ungsmannsgaman ogfleiri barna- bækur, einnig þúsund og ein nótt, Pjóðsögurnar og fleira. Kveðnar voru og margar rímur, einkum Þórðar og Núma. Og kvæði Hallgríms, Porláks, Jónasar og Thór- oddsens og fleiri skálda, voru oft sungin hátt, Snót var mjög höfð um hönd. Og margir kunnu fjölda vísna og kvæða utanbókar. Einna vænst þótti fólkinu um kvæði Thoroddsens (Piltur og stúlka þótti auðvitað mesta gersemi) »Jakobsgrát« G. Brynjólfsson- ar og kvæðin í »Útilegumönnunum«. Sjaldan voru sagðar sögur. En mik- ið var Iesið af skrifuðum sögum, sem þá voru óprentaðar. Sá egfleiri bindi af svona skrifuðum sögum þar á bæ, voru sum lánuð, en sum áttu þar heima. Titilblöð og kaflaupphöf þeirra voru oft prýdd mörgum skrautstöfum. Guðsorðabækur þær, sem helst voru lesnar á heimili mínu voru Pjeturs- bækurnar. Passíu og Fæðingarsálmar og fleiri aðrir sálmaflokkar voru sungn- ir jafnan ár eftir ár. Á helgum var sungið í Messusöngsbókinni og fyrst framan af í Grallaranum. Gamall fræðimaður á bænum, Halldór Páls- son, kunni flesta sálmaflokka þessa utanbókar. Og margir aðrir kunnu margt í þeim. Halldór ritaði og ósköp- in af sögum, rímum og líka ármælum og var næsta fjölfróður. Pað var ekki lítil menning í að lesa og heyra alt þetta, ár eftir ár. Og muna skulu menn það, að í guðsorðabókum vor- um allflestum eru ekki bara áminning- ar og hugganir, heldur einnig æði- mikill sögulegur og sjálfræðislegur fróðleikur. Og í mörgum þeirra er líka mikil fegurð og list. Húslestrarn- ir gera meira en að hugga og betra. Peir menta líka. Helga biskups postilla og svo hin- ar nýrri postillur vorar og Hallgríms, Valdimars og Mattíasar sálmar og önnur guóleg Ijóð þeirra, eru beinlín- is mentandi að lesa og læra. Auk þessara bóka, sem hátt var lesið í,' voru fjöldamargar aðrar bæk- ur, sem eg og fleiri oftast lásum eitt- hvað í með sjálfum okkur. Par voru biflíur tvær, biflíukjarnar tveir, nýja testamenti tvö eða þrjú og biflíusög- ur líka. Par voru Vídalínsbækur flest- ar. Par voru líka mörg hefti kristi- legra Smárita. Margar gamlar og nýjar sálma og bænabækur. Eg las guðsorðabækur með sömu ánægju eins og sögur væru. En kverið leidd- ist mjer heldur, því það varð eg að læra utanbókar. Sálma lærði eg aftur með sönnum áhuga. Par voru líka mjög margar aðrar fræðibækur. Par var Klausturpóstur, Atli og Búalög. Þar var Jóns Iögbók forna; þar varjarðatalið gamla; þarvar lengi grasafræði odds, Njóla, og fleiri þessháttar bækur, las eg bækur þess- ar allar, og sumar oft. Pótti mjer vœnst um Njálu og rit M. Stephensens af öllum veraldlegum fræðibókum. Magnús glæddi anda- sjón mína manna best svo eg gat »geima skoðað heima«. »Atli og jarðatalið gáfu mjer mikla þekkingu á landi voru og atvinnuveg- um þess. Vjer höfum ekki ennþá

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.