Skólablaðið - 01.06.1909, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.06.1909, Blaðsíða 3
SKOLABLAÐIÐ 51 eignast fræðibækur, sem jafnast við margar af þessum og öðrum nefnd- um bókum þegar á alt er litið. Og hvað Magnús snertir, þá les eg aldrei svo mikið, að eg ekki elski hann mest allra veraldlegra fræðimanna eins og eg elska Hallgrím mest allra skálda, því Magnús og Hallgrímur vorubestu leiðtogar mínir í bernsku og æsku minni og enda lengur. Eg veit Vel, að mál og form Magnúsar hefur marga bresti. En eg hefi lært — í Noregi allra best — að líta meir á andann og hjartað enn á ytra hjúp og prjál. Eg var og er altaf kirkjutrúarmaður. En ekki veikti Magnús trú mína, enda hjelt eg þar mest við Hallgrím og Pjetur biskup. Menning mína vantaði nú að vísu þetta ytra sniðskrúð og prjál, sem flestum þykir svo fjarska mikils vert. En guðrækni og fróðleiksást hafði eg þó vanist á. Og af þessu tvennu sprettur fyrr eða síðar alt það gott, sem menningin hefur í för með sjer. Frh. Lestrarkenslan í barnaskólunum. Það er góð list, að kunna aðlesa, eins og stendur í gömlu vísunni, enda má með sönnu segja, að á lestrinum bygðist öll andleg menning þjóðar vorrar, meðan engiralþýðuskólarvoru til. »BIindur er bóklaus maður* er h'ka orðtak frá þeimtímum. Þaðþótti ekkert mannsmót á þeim, sem ekki kunni að lesa. Nú er öldin önnur. Nú eru »skól- ar settir að skerpa næmi«,ognú ættu þeir að kenna listina þá að lesa — kenna hana mun betur en heimilin gerðu fyr á tímum. Og hvernig tekst það svo? Það tekst alt að því þolanlega, ef börnin eru orðin stautandi, þegar þau koma í skólana; annars tekst það ekki, svo nokkur mynd sje á. Stöfunkenna barnaskólarnir ekki enn. Fyrir þeirri kenslunni verða foreldrarnir að sjá á linhvern hátt. Eins og við er að bú- ast, þá gengur foreldrunum það mjög misjafnlega, margra hluta vegna. Þess eru þó dæmi að þau neyðast til að láta börn sín í skólann þó þau kunni ekki að kveða aö, ef þeim er þáann- ars veitt viðtaka. En árangurinn af þeirri skólagöngu er æði þrautaljettur, þó hann svo kunni að vera kostnað- arlaus foreldrunum, því að fátækra manna börn fá einatt ókeypis kenslu. Er nú engin leið að bæta úr þessu vankvæði? Það er sárt til þess að vita, að fjöldi barna skuli vera svo illalesandi eftir margra ára skólavéru, að þau leggi þá list svo að segja í lög, þeg- ar þau eru sloppin úr skólanum. Hver er orsökin til þess, að þau gera það? Einkanlega sú, að alt líf og skiln- ing vantar í lesturinn; þau verða að komast að rjettri niðurstöðu í því, sem iþau lesa. Öll hin þyngri og lengri órð eru þeim ofvaxin; þau geta ann- aðhvort ekki kveðið að þeim, eða þau skilja þau als ekki og missa þau þráðinn í öllu saman. Hvernig eiga þau svo að hafa ánægju af þessum lestri? Þar á ofan bætist svo einatt skilningsleysi þeirra á flestum lestrar- merkjum, skammstöfunum og þess háttar. Af því að foreldrarnir hafa lítil af- stifti haft af lestrarkenslu þessara barna, þá gera þau sjer venjulega lít- ið far um að útvega handa þeim bæk- ur til lesturs heima fyrir, og þar sem börnin eru svona stirðlæs, þá hefir enginn heima fyrir ánægju af lestri þeirra, heldur þvert á móti. Hvaðan á þeim þá að koma hvöt til lestrar- iðkunar? Meðan heimilin voru ein um lestrarkensluna, þá var öll áhersl- an lögð á það, að börnin yrðu fyrst og fremst svo læs, að þau gætu les- ið sögur fyrir heimilisfólkið eða yrðu húslestrarfær. Nú er víðast hætt að lesa sögur, í kaupstöðum að minsta kostiog sömuleiðis húslestra. Heim- ilin hafa því miklu minni þörf á les- andi börnum en áður, og láta því börnin afskiftalítil í þeim sökum. Ahyggjunum um það er varpað á skólana. — Það er erfitt verk að kenna lestur, svo að það megi list heita. Það er góðra gjalda vert, ef skólarnir geta kent börnum tjett að kveða að stöf- um og atkvæðum og skifta orðum rjett í atkvæði og að hika viðalgeng- ustu lestrarmerki. Það er góðurgrund- völlur. En líf og skilning vantar í þann lestur. Við þetta þarf að bæt- ast, að þau læri að lesa eftir efni, læri að nota rjett ö 11 lestrarmerki og allar leturbreytingar sem gerðar eru í les- málinu til að tákna tilbreytingu í fram- burðinum, og að skilja óalgeng orð. Þessa list þarf að kenna öllum þeim börnum, sem hafa hæfileika til þess að taka móti því. Þetta er gert í framhaldsbekkbarna- skóla Reykjavíkur, og má telja það eitt hið nytsamasta af því, sem þar er unnið. Vel valin kvæði og sögur er best fallið til þeirra iðkana. Það er ekki á færi hvers kennara að kenna þessa list, svo að hún verði eðlileg. Barnaskóli Reykjavíkur á þvi láni að fagna að eiga kost á góðum kennara í þessari grein, enda er árangurinn mikill, þegar þess er gætt, að ekki er varið nema einum tíma á viku til þess- ara lestrariðkana. Er ekki hægt að ætla því námi meiri tíma? Kennari. alsherjar viðurkenningu skóla, sem stofnsettur er af einstökum mönnum °g íy'g'1" sjerstakri reglugjörð, stað- festri af yfirstjórn fræðslumála. 2. gr. Slíkir skólar liggja undir aðalumsjá stjórnarráðsins, og skulu skóla- eða fræðalunefndir hafa eftirlit með holl- ustuháttum skóla þessara, og sjá um, að fræðslureglum þeirra verði fram- fylgt. 3. gr. Börn á skólaaldri, er slíka skóla sækja, þurfa ekki að sækja um leyfi til þess hjá skólanefnd eða fræðslunefnd. En skólastjóri slíks skóla skal við byrj- un hvers skólaárs láta skólanefnd eða fræðslunefnd í tje skýrslu um það, hvaða börn munu sækia skólann á því skólaári. Eigi eiga slíkir skólar heimting á styrk af almannafje. 4. gr. Frestur sá, sem veittur er í 15. gr. laga um fræöslu barna 22. nóv. 1907. lengist um 2 ár, til 1. jan. 1912. 5. gr. Þegar barnaskólahús er reist frá stofni, stækkað eða endurbygt til af- nota, samkvæmt lögum um fræðslu barna 22. nóv. 1907, skulu bæjarstjórn- ir og hrepps nefndir, þær erhluteiga að máli, annast um bygginguna eftir uppdrætti og lýsingu, sem yfirstjórn fræðslumála hefur samþykt, og afhenda síðan skólanefnd húsið. Nú er skóla- hús ekki bygt samkvæmt uppdrætti og lýsingu yfirstjórnar fræðslumála og getur þá skólanéfnd krafist þess, að úr því sje bætt áður en hún tekur við húsinu. 6. gr. Lög þessi öðlast giidi 1. júní 1Q09. (Þannig samþ. á Alþingi 27. apríl 1909). um breyting á lögum um fræðslu barna frá 22. nóv. 1907. 1. gr. Heimilt skal stjórnarráðinu að gefa Út af 4. gr.þessaralagahafa»Skóla- blaðinu* borist fyrirspurnir um það, hvernig skilja beri lengingu á fresti þeim, um tvö ár sem þar er nefndur til 1. jan. 1912. Pýðir þessi breyting það, að frœðslulögunum frá 22. nóv. 1907 (framkvœmd þeirra) sje frestað til 1912?" Engin tvímæli virðast geta verið um það, að lög um fræðslu barna, sem öðluðust gildi 1. júní 1908, sjeu enn í fullu gildi og verði framvegis, þrátt fyrir það að þau sjálf gefa frest til að semja og samþykkja frœðslu- samþyktir til 1. jan. 1910, ogþrátt fyrir það að ný afstaðið Alþinghefur lengt þennan frest til 1. jan. 1912 - að því einu undanskildu að IV. kafli þeirra kemur ekki til framkvæmda íremur en sýnist. Þó að því einhver fræðslunefnd Ijeti undir höfuð leggjast að semja fræðslu- samþykt og bera hana undir atkvæði hjeraðsbúa til samþyktar, þá standa

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.