Skólablaðið - 15.06.1909, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 15.06.1909, Blaðsíða 4
tölum og brotum (einnig tuga- brotum), og hafa leikni í að nota þær til að leysa úr auðveldum dæmum, sem fyrir koma í dag- legu lífi. 4. Hann verður að geta lesið dönsku með nokkurn veginn framburði og hafa farið yfir 100 bls. í 8bl. broti. Hann skal þekkja allra helstu atriði danskrar beygingar- fræði, og geta snúið á rjetta dönskuauðveldum setningumdag- legs máls. 5. Hann á að hafa numið ágrip af sögu íslands. 6. Hann verður að hafa nokkra þekk- ingu á almennri landafræði, og hafa numið nokkurn veginn ná- kvæma lýsingu íslands. 7. Hann verður að þekkja allra helstu dýr og jurtir, einkum hús- dýrin og gagnjurtir.« Auk þeirra skilyrða, sem að ofan eru talin, þarf sá, er komast vill í annan bekk: 1. Að kunna til hlítar þá ísl. mál- fræði, sem er framan við ritregl- ur Valdimars Ásmundssonar. 2. Hafa lesið 150 bls. í 8 bl. broti í dönsku og geta snúið Ijettu efni ísl. á dönsku. 3. Kunna þríliðu í reikningi. 4. í eðlisfræði ágrip Smidts aftur að hreyfingu. 5. í landafræði lýsingu íslands og norðurálfuna (Karl Finnbogason). 6. í dýrafræði hryggdýrin. (Boas). 7. Biblíusögur Tangs. 8. Mannkynssöguágrip Páls Melsteds og Porleifs Bjarnasonar aftur að stjórnarbyltingunni miklu, aó und- anskildri sögu Norðurlanda. Q. Vera nokkuð leikinn í að teikna eftir flatarmyndum. 10. Hafa smíðað að minsta kosti 6 fyrstu smíðisgripina af smíðis- griparöð þeirri, er kend er við Náás, og sýna vottorð smíðakenn- ara síns um, að hann hafi teikn- að og smíðað þá rjett. Sá, er komast vill í þriðja bekk verður enn fremur: 1. Að hafa nokkru meiri þekkingu í málfræðí íslenskri, þekkja nokkurn veginn helstu rithöfunda íslenska eftir siðabót, geta ritað málrjett og stafrjett ritgjörð um kunnugt efni. 2. Hafa lesið 100 bls. í dönsku og geta ritað nokkurn veginn rjett um Ijett efni. 3. Hafa numið ágrip mannkynssög- unnar út: bæði þau fyrnefndu. 4. Eðlisfræði Smidts út. 5. Procentureikning, rentureikning, keðjureglu, fjelagsreikning og blöndunar. 6. Landafræði út. 7. Skólasögu (Matthías Skard). 8. Mannfræði e.ftir La Cour, hálfa. 9. Oeta teiknað nokkurn veginn eft- ir einföldum hlutum. 10. Hafa smíðað alls 10 smíðisgripi af þeim, er fyr eru nefndir. SKÓLABLAÐIE? Ef einhver væri tæpt staddur ísjer- stakri grein eða greinum, er hentug- ur tími að haustinu áður en skólinn byrjar, til að fá sjer tilsögn í þeim. Sjerstaklega get jeg þess, að kennar- arnir í teikningu og smíði hafa báðir heitið góðu um að hjálpa í þeim grein- um hverjum sem þurfa kynni, óg hyggja þeir, að tíminn frá 1. okt. mundi hrökkva til, ef hann væri vel notaður. Kensla í skólanum er veitt ókeypis. Heimavist er engin. Námsstyrkur er ekki mikill meðal margra, 1500 kr. alls. Reynandi væri þeim, sem þurfa að út- vega sjer fæði og húsnæði, að hafa tal af mjer fyrst. Umsókn um skólann komi fyrir 1. okt. Magnús Helgason, skólastjóri. Barnaskolar. Hreppsnefndir og skólanetndir (eða fræðslunefndir) sem þurfa að reisa skólahús, athuga væntanlega að þær geta eftirleiðis snúið sér til byggingar- fróðs manns, Rögnvaldar Ólafssonar í Reykjavík, til að fá leiðbeiningu. Hann hefir, eins og kunnugt er, leiðbeint um kirkjubyggingar að undanförnu, en verður nú og falið að leiðbeina þeim, sem reisa skólahús. Auk þess styrks til skólahúsa, sem getur um í síðasta blaði, má veita hreppsnefndum lán úr viðlagssjóði gegn ábyrgð Sýslunefnda alt að 30 þúsund hvort árið (1910 — ’ll) »til að byggja barnaskóla, sem samkvæmt fræðslulögunum verður ekki komist hjá að byggja« (fjárl. 22. gr. 16.). Bóndaheimili í Mýrasýslu fyrir 40—50 árum. Eftir O. Hjaltason. Frh. IV. Á næsta bæ við Ásbjarnarstað, Sleggjulœk, var mentunin í sumu enn- þá meiri; að minsta kosti voru þar 3 bræður, er báru af mjer í mörgu at- gjörvi og þekkingu. Faðir þeirra Guðni var skáldmæltur vel og smiður besti, og móðir þeirra Hildur líka vel gefin. Voru þau samt fremur fátæk. Bræðurnir voru bestu skrifarar, íþrótta- menn og smiðir, dugnaðarmenn bæði til sjós og lands og skáldmæltir allir. Einar, sá elsti, lærði dönsku af sjálf- um sjer, þýddi norsk kvæði á tslensku, orti fjölda sálma og kvæða og var margt þeirra gott. Hann skar út 'ós- ir og stafi og málaði laglegar myndir. Hann hjelt danskt myndablað og átti hnattmynd. Hann þekti margar plöntur og læknaði með þeim. Hinir bræðurnir, Þóróljur og Pjetur, ortu líka fjölda sálma og kvæða og var margt þeirra fallegt. Peir sungu prýðis vel og Ijeku nokkuð á hljóð- færi. Þótti mjer því eins og hátíð þegar þeir komu. Og Einar var í fleiru minn fyrsti kennari. Minnistjeg þeirra ætíð með vinsemd og virðing. í nærsveitunum voru ekkifáirmenn líkir bræðrum þessum í allri menning. Já, væri nú allar sveitir á Islandi eins mentarikar og Stajholtstungur, þverdrhlið og Hvitarsiða, og ekki síst Seltjarnarnes, voru þá, svo held jeg að mentaástand vort væri þolandi. En er nú engin sveit á landinu lakar mentuð, en þær voru þá? Verklega menningin á mínu heimili var ekki lítil. Tóvinna var allmikil og margt smíðað. Mikið var sljettað, og tún og traðargarðar hlaðnir.’ Melar og móar gerðir að túni. Hús voru allgóð handa hverri skepnu, og auk þeirra skjólgarðar í högum. Altaf voru nóg hey og aldrei horfellir. Kál- garðar voru 4, og fjekst ofttalsvert úr þeim. En fræ var ekki ætíð hægt að fá gott á þeim dögum. Bæjarhús voru allgóð, en heldur rúmlítil. Glugg- ar voru margir og einn á hjörum og birta sæmileg. Gestastofa var þar, og í henni rúm, borð og spegill ogsvomyndirá veggj- unum. Matur var þar nógur og góð- ur. Og skemtanir talsverðar, þar var oft spilað, en aldrei uppá peninga. Siðferði var þar víst í góðu meðal- i lagi. Blót og óhreint tal var harð- lega bannað, og eins það, að skopast að gestum. Öllum gestum var vel tekið og öllum snauðum vikið. Kom þar oft förufólk og fór aldrei tóm- hent. Enda var Húsmóðirin, fóstra min, valkvendi mesta. Ekki veit jeg hvað hún og aðrir þar hefðu sagt, ef sveitarómagi hefði verið settur hjá í nokkru. Sjálfsagt þótti, að sjerhver vinnukind og sveitarlimur hefði sama mat og allir aðrir. Húsbóndínn sjálf- I ur átti í engu betra en aðrir á bæn- Meðlimir ”Hins íslenska kennarafielasís” eru beðnir að greiða árstillög sín til Sigurðar kennara Jón ssonar, Laufásveg 35 íReykjavík. KESBAEASTÖBUR Vlfi LÁTRA- OG HESTEYRAR- SKÓLA I SLÉTTUMREPPI ERU LAUSAR. UMSÓKNARFRESTUR TIL 15. ÁC. N. K. KENSLU- TÍMI FRÁ I. OKT. TIL 30. APR. LAUN 540 KR. . Útgejandi: HIÐ ISLENSKA KENNARAF/ELAG. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: /ÓN ÞórariNSSON. Prentémíðja D. 0stlunds.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.