Skólablaðið - 15.07.1909, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 15.07.1909, Blaðsíða 1
Skolablaðið. Þriðji árgangur. 15. tb. Kemur út tvisvar i múnuði. Kosiar 2 kr. á ári. Jleykjavík !5.júlí. Auglýsingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Bergst.str. 27. 1909. Inngangsræða um kristindöms- fræðslu barna á prestastefnunni á Pingvelli 3. júli. (Ettir sjera Magnús Helgason). Eg ætla að ekki sje mörgum blöð- uð um það að fletta, að þetta mál sje eitthvert hið allra þýðingarmesta mál fyrir kristni og kirkju þessa lands;eg eyði að því engum orðum; þar erum vjer vafalaust allir samdóma. Að mál- ið er komið hjer á dagskrá, er líka vafalaust sprottið af tilfinningu þess, að eigi sje svo fyrir því máli sjeð, sem vert væri, og sje því þörf að bæta um það. Það er líka mín skoðun. Hitt er annað mál. hvort auðgjört er að finna þau ráð til umbóta, er unt sje að koma í verk, og mönnum komi saman um. Mig langar að segjamitt álit í fám orðum. Oss kemur víst öllum saman um það, að sá sje tilgangur kristindóms- fræðslu barna, að innræta þeim trú á guð og frelsarann. er geti orðið þeim stoð og styrkur í lífinu, vörn gegn illu, styrkur og hvöt til góðs, huggun og athvarf í lífi og dauða. Til þess er auðvitað engin fræðsla einhlít og ekkert námsefni. Trúarinnar ríki er í tilfinningalífi voru og vilja; hún er fremur hjartans mál en höfuðsins; þar er það enn í dag einatt opinberað smælingjum, sem hulið er fróðum mönnum og spekingum, og það er alkunna, að trúin getur vel staðið í öfugu hlutfalli við fróðleik manns. En nokkra þekkingu þarf samt sem áður til þess að vekja trúarlífið og glæða. Börnin þurfa að fá að vita nokkuð um guð, til þess að geta trúað á hann. Hvernig hefur nú verið háttað þeirri fræðslu, sem börn hafa fengið um þessi efni? Aðalnámsefnið, hið eina fastákveðna, hefur verið kverið, ágrip af trúarfræði og siðafræði lúthersku kirkjunnar. Þessi bók hefur verið feng- in börnunum í hendur, þegar þau eru orðin læs, og stundum ekki nema stautandi, settur fyrir kafli, skipað að læra hann, og þegar það er búið, eða á að vera búið, þá eru þau látin skila þessu, hlýtt yfir það. Sumstaðar eru þau þá spurð út úr um leið, stund- um rjett til málamynda, en víða er það als ekki borið við; því alveg slept, þangað til presturinn fer að grenslast eftir kunnáttu og skilningi barnsins, og vill þá oft koma heldur en ekki að tómum kofunum að því er til skiln- ingsins kemur. Þetta er gömul aðferð og úrelt. Svona kendu menn fyrrum aðrarnáms- greinar Iíka, alt sem kent var;fengu námsmönnum, bækur ljetu lesa og læra orðrjett lýsingu og hugléiðingar, regl- ur og almenn sannindi, er aðrir höfðu fundið, eða þóttust hafa fundið. Nú eru menn horfnir frá þessari aðferð í öllum námsgreinum, er börn eiga í hlut. Mönnum hefir skilist, að þetta sje að byrja á öfugum enda. Öll þekking byrjar á reynslunní, skynjun og skoðun hlutanna, atburðanna fyrir- brigðanna; þar út af dregur svo hugs- unin almenna lærdóma, lögmál og reglur, myndar almenn vísindaleg hug- tök, afmarkar þau og gefur þeim nöfn. Þessa leið hefur mannkynið farið, og þessa leið fer hver maður. Barnið tekur eltir því, sem fyrir augun ber, skynjar og skoðar. Ef það heyrir sagt Frá einhverju, sem það hefur ekki sjeð, býr það sjer til í huganum mynd af því eftir einhverju, sem það hefur áður sjeð og þekkir, ef það er unt; ef það getur enga mynd skapað sjer af efninu í huganum, þáfer það áreið- anlega fyrir ofan garð eða neðan. Pað er ekki fyr en síðar á æfinni að hin óhlutkendu hugtök fara að ryðja sjer til rúms í huganum. Oss fullorðnu mönnunum er tamt aó hugsa íóhlut- kendum hugtökum og nota nöfn þeirra í ræðu og riti, en börn hugsa, efsvo mætti segja, í sýnilegum, óþreifanleg- um myndum. Þau eru ekki komin lengra. Pess vegna byrja menn nú barnakenslu í öllum greinum, sem mest að unt er, á sýnilegum áþreifanlegum hlutum. í náttúrusögu eru náttúru- gripirnir sýndir sjálfir; í eðlisfræði gjörðar »tilraunir«, til þess að börnin geti svo að segja þreifað á lögum þeim, er þar ráða. Landafræði er kend úti fyrst, börnum sýndar áttirn- ar, landslagið, fjöll og dalir, vogarog víkur, til þess að börnin skilji þessi orð, er þau koma fyrir í bókunum. Pegar þau hafa lært að þekkja þannig af eigin sjón, hvað orðin tákna, þá rísa þar myndir upp fyrir hugskots- augum þrirra undir eins og þau lesa orðin í bókinni. Að öðrum kosti skilja þau ekki bókina, gjöra sjer ann- aðhvort enga eða ranga ogþokukenda hugmynd um það sem þau lesa; og það hjálpar ekkert, þó að þau kunni orðin alveg reiprennandi. Kristindómsfræðslan er að þessu leyti alveg sömu lögum háð, sem aðr- ar námsgreinar. Efnið verður líka þar að geta tekið á sig sýnilega mynd í barnshuganum; annars skilst það ekki^ Efni kversins, trúarfræði, trúarlærdóm- ar, eru ekki þess eðlis yfir hötuð; þeir eru almenn sannindi, sem mannleg hugsun hefur dregið út af reynslunni, atburðum og atvikum lífsins og sög- unnar. Það efni er því ekki við barna hæfi. Að byrja á því er að byrja á öfugum enda. Kverið er fullt af hug- tökum, sem reynsla barnsins hefur eigi veitt því nein skilyrði tilaðskilja. Hvað vel og ljóst sem þau eru ein- kend og afmörkuð, dugir það ekki. Þó að börnin kunni þessar skilgrein- ingar og trúarsetningar upp á sína tíu fingur, og geti þannig gjört grein fyrir þeim hárnett, eins og guðfræðingur, þá erþað þyðingarlaust, ef það er að eins af því, að barniðhefur lært að segja orð guðfræðingsins eins og páfagaukur. Eg hygg, að allir, sem hafa spurt börn út úr kveri, kannist við þetta, að þeir verða að haga spurningum sín- um um þetta efni svo, að börnin megi svara með orðum kversins sjálfs;ann- ars geta þau ekki svarað. Það er eðlilegt; þau eiga orðin, en ekki hug- myndirnar, sem þau tákna, nema þá mjög óljósar og í þoku. Pess vegna er svo afarerfitt að fá börn til að læra kver öðru vísi en orðrjett. Yfirleitt geta þau það ekki. Undantekningar eru að vísu nokkrar um börn á 13. 14. og 15. ári, þó að margt sje þá enn hverju barni of vaxið. En það er ékki beðið eftir þeim aldri. Stund- um er byrjað á kverinu jafnvel fyrir innan 10 ára aldur; það þykir jafnvel fremd í að börn byrji sem fyrst, og læri sem fyrst út. En hamingjan hjálpi mjer! hvílíkur misskilningur! Að ílæra ÚU kristindóminn á 11. eða 12. árinu! Eg veit að börnin geta lært út kverió á þeim aldri, en hvað svo? Hvað er unnið við það? Fyrir mínum sjónum ekki annað en það, að tryggja sjer að börnin læri það

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.