Skólablaðið - 15.07.1909, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 15.07.1909, Blaðsíða 2
5& skilningslaust. Sumir fore|.drar og húsbændur telja líká annað, að þati þurfi þá ekki að tefja sig á þvf hin árin, svo að þau geti þá unnið meira gagn. Slíkt er vorkunn, eins og á stendur fyrir þeim mörgum, ogengin von að þeir skilji, hversu gagnslaus og jafnvel skaðlegur slíkur lærdómur er; þetta erorðinn vani. Sumum geng- ur og einhver dugnaður og samvisku- semi til; þetta er sjálfsagt verk, og þá best að leysa það af hendi svo fljótt sem unt er. Slíkur hugsunarháttur er virðingarverður og kemur sjer líklega alstaðar vel, nema í þessu efni; það er sitt hvort, að levsa af hendi ákveð- ið verk og að læra kristindóminn. Eg sagði áðári; að þessi laérdömur væri jafnvel beint skaðlegur. F*að, er það alvarlega, það sorglegasta í þessu máli. Alt nám án skilnings verður erfitt, leiðinlegt og þreytandi, því meir sem það varir lengur. Mönnum er eðlilegt að verða lítið um það, sem bakar þeim óþægindi að þarflausu. Börnin finna enga þörf í kvernáminu og mörgum dauðleiðist það, ogverð- ur lítið um þá bók, sumum beinlínis illa við hana. Kver og kristindómur blandast saman í huga barnsins; kver- ið er oft kallað kristindómur í dáglegu tali. Kverið verður leiðinlegasta bók, sem barnið þekkir; kenslustundirnar í kristindómi leiðmlegastar af öllum kenslustundum; kennararnir oft ungir menn, sem ekki eru sjálfir farnir að skilja kverið., Það er ekki sagt þeim til ámælis; þeir skilja orðin, en sann- indin, sem orðin skýra frá, eru þess eðlis, að þau lærast fyrst af mikilli lífsreynslu, sem ekki er hægt að gjöra ráð fyrir hjá tvítugum mönnum. Beir eru enn kaldir fyrir efninu að meira eða minna leyti, og þá geta þeir ekki látið það verma hjörtu barnanna, þau eru og veróa líka köld fyrir því. Tím- inn gengur í andlaust leiðinda stagl, báðum til kvalar, börnum og kennur- um. Hver verður svo árangurinn að kanski 5 — 6 ára stagli upp aftur og aftur? Leiði á kristindóminum og jafnvel kali til hans. Börnin verða sár- fegin að mega fleygja kverinu og þurfa aldrei að opna það framar; vilja helst aldrei opna guðsorðabók; þær minna allar á kverið, hljóta allar að vera leið- inlegar eins og það; vilja um alt ann- að heldur heyra og lesa; helst aldrei koma í kirkju í því skyni, að heyra um kristindóm talað; hann stendur þeim fyrir hugskotssjónum, sem leið- inda stagl, óskiljanlegur hrærigrautur, sem kirkjan sje að kvelja með börn og fullorðna af gömlum vana. Þau verða harðla móttækileg fyrir orð þéirra manna, sem hallmæla kristin- dóminum og gjöra Iítið úr honum. Allar leiðinda endurminningarnar vakna þá við og hallast á sömu sveifina, því að eftir alt námið, hafa þau svo afar- litla hugmynd um kristindóminn í raun og veru. Það er alveg ótrúlegt, hversu margt ungt fólk getur verið frámuna- lega illa að sjer í því efni, eftir svo SKÓLABLAÐIÐ langt nám* frá þeJíkingarinnar hlið einni skoðað það er þannig að minnj ætlun mjög hætt við því, að kver- kenslan, eins og hún er, verki þvert á móti þvt sem henni er ætlað; að í stað þess að leiða til kristindóms leiði hún burt frá kirkju og kristindómi. Th. Klavéness segir einhversstaðar. »Eg hygg að ekkert hafi hnekt eins mikið kristilegu trúarlífi í lúthersku kirkjunni, eins og þessi trúfræði, sem hún hefir verið að troða í börnin, en þau ekki getað melt; að kirkjurnar j standa svo víða tórnar, það á hún áð þakka barnalærdómnum sínumt. Eg hygg að nann hafi mikíð til síns máls. það er ein aðalframförin, sem orðið hefur í kenslumálúm á síðari árum, að menn leitast æ meir og meir við, að gjöra börnum alt nám sem auðveld- ast og ánægjulegast. Hvergi ríður eins mikið á þessu eins ogíkristnum fræðum, þar sem námsefnið á að ná til hjartans lyrst og fremst, verða börn- um ástfólgið til þess að bæta hugar- far þeirra. En í þess stað hefur hvergi orðið eins seint til um breytingar. Kirkjan er íhaldssöm, hún »setur í síðustu lög sverðið að fornum rót- um«; oft g]örir hún vítaníega rjett í því, — en hjer í þessu má hún til að fylgjast með, ef hún á ekki að vinna beint á móti helgasta tilgangi sínum. Eg kannast við, að nokkur breyting er orðin til bóta hjer á landi, en víða er enn alt í gamla horfinu. Niðurl. næst. Kvennaskóli Reykjavíkur. Herra ritstjóri! í »Skólablaðinu« 13. tbl. ergreinar- korn nokkurt, sem virðist vera eins- konar framhald af grein í 12. tbl. »Óðins« (marzblaðinu) um frú sál. Ólufu Finsen og er henni sjerstaklega á síðari staðnum skýlaust eignuð stofn- un kvennaskólans í Reykjavík. Byrjun skólablaðsgreinarinnar hljóðar þannig: „Frú Ólufu Finsen stofnanda kvenna- skólans í Reykjavík er minst í 12. tbl. »Óðins« o. s. frv. Þetta er ekki rjett og leyfi eg mjer hjer með að mótmæla því. — Það er semsje sannleikur, er fengið hefir að standa óhaggaður og óáreittur í rúm 30 ár, að það var kenslukonan frú Þóra Melsteð, sem í sambandi við mann sinn, göfugmennið Pál Melsteð sagnfræðing, stofnaði skólann. Pað var hún, sem átti fyrstu upptök þessa máls, það var hún, sem alt frá miðju fyrri aldar stöðugt barþaðfyrirbrjósti og fjekk aðra til að sinna því og styrkja sig til að koma því í fram- kvæmd, og að þessu vann hún með hinni stökustu elju og þreki, því í fyrstu var við mikla örðugleika að stríða; aðalþátturinn er fyrst og fremst hennar, en þar næst manns hennar, sem var henni svo einstaklega samhent- d? Árið 1870 fór h'ún utan og leitaðí hðfa um mál þetta við. ýmsa máls- metandi menn og konur, og var það að nokkru leyti undirbúningur til góðra undirtekta síðarmeir; árið 1871 kvaddi hún nokkrar heldri konur í Reykjavík, þar á meðal stiftamtmannsfrú Olufu Finsen til fundar við sig til að ræða um fyrirkomulag á mentunarstofnun í Reykjavík handa ungum stúlkum, lagði þar fram frumvarp um tilhögun hinn- ctr fyrirhuguðu skólastofnunar og var það samþykt af fundarkonum og stend- ur í »Ávarpi til íslendinga« 18. marz 1871. í Óðinsgreininni er það tekið fram, að nafn Ólufu Finsen standi »eins og allir vita« fremst undir Ávarp- inu, en það var, eins og gefur að skilja, í kurteisis skyni, þar sem hún var kona þáverándi stiftamtmanns Hilmars Finsens, æðsta manns í landinu, að sínu leyti eins og frú Póra Melsteð hefir sett sitt natn aftast, þarsemhin- ar konurnar komu á fundinn íyrir hennar áskorun; gat það og verið rjett að því leyti til, að það var hún sem knúði hinar á undan sjer, en það var alls ekki á hinn veginn. En það yrði of Iangt mál aó rekja þetta lengur á þessum stað og ætti að vera óþarft og enda nægilegt að vísa til ritsins: »Kvennaskólinn í Reykja- vík 1874—1906«. En samt skal eg geta þess til frekari árjettingar að í ísafold 19. des 1903 segir svo: »Af- mælishátíð. — Frú Póra Melsteð .... stofnandi kvennaskólans í Reykjavík 1874 og forstöðukona hans ætíð fram á þennan dag átti fæðingardag i gær og var þá 80 áragömul. Til minning- ar um þnð var henni í virðingar og þakklæti:«k'ni fært ávarp og höíðu undir það skrifað á 3. hundrað manns af íbúum bæjarins« o. s. frv. Sbr. Sunnanfcii 1900 ritgerð eftir E. H — Æskan 1900 bls. 63. — Husmoderen. Kristiania 1905 bls. 189 (»Den förste islanske Kvindeskole blev oprettet i Reykjavik 1874 af Thora Melsted«). — Hjemmet. Khavn 1904. (»Kvindeskolen i Reykjavik er opstaaet ene og alene gennem en enkelt Kvindes Energi og utrættelige Opofrelse. Denne ene er Fru Thora Melsted« o. s. frv.). — Þetta er því sæmilega kunnugt mál bæði utan lands og innan, en svo er að sjá sem það sje ekki öllum hjer á iandi svo kunnugt sem væntandi væri, því ekki ber að ætla, að það sje vísvitandi gert, að reyna að draga af frú P. Melsteð á æfikvöldi hennar þann heiður, sem henni ber með rjettu. En hvað sem um það er, þá mun sá heiðurs-sveigur sitja fastur og »þegar kvennaskólinn flytur á þessu ári inn í hið veglega steinhús« þá munu menn, í stað þess að ílytja sveiginn, fyist og fremst minnast frú Póru Melsteð og þar næst manns hennar. Hitt er annað mál, að það er í alla staði skylt að heiðra minningu frú Olufu Finsen og jafnframt Hilmars Finsens landshöfðingja, manns hennar, og Bojesens jústitsráðs föður hennar,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.