Skólablaðið - 01.08.1909, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.08.1909, Blaðsíða 1
16. tb. Kemur út tvisvar i mánuði. Koslar 2 kr. á ári. Sleykjavík 1. ágúst. Augíýsingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Bergst.str. 27. 1909. Inngangsræða um kristindóms- fræðslu barna á prestastefnunni á Pingvelli 3. júli. (Eftir sjera Magnús Helgason). Niðurl. Hverju á þá að breyta? Pað á ekki lengur að byrja á öfuga endanum; ekki á trúarlærdómunum, heldur efn- inu, sem þeir eru dregnir af, lífinu og sögunni. Það er eins sjálfsagt eins og að stíga fyrst í neðstu tröppuna, er gengið er upp eftir stiga, en fara ekki í þess stað að klifrast utan við hana upp í efri tröppurnar; það geta einstöku fimleikamenn leikið, en er ekki fyrir almenning. Eg sleppi því hjer að tala um allra fyrstu undirstöð- una, þegar góð móðir, eða einhver hennar líki, kennir barninu fyrstu bæn- arorðin og vekur fyrstu lotninguna í hjarta þess fyrir því sem heilagt er. Eg sleppi því ekki fyrir þá sök að mjer þyki lítils vert um þábyrjun, því fer fjarri; eg veit að margur másegja eins og Matthías við móður sínu: »Mitt andans skrúð var skorið af þjer, sú skyrtan best hefir dugað mjer«. En hjer verður ekki um alt talað, er að þessu efni lýtur, og mjer finst þetta þýðingarmikla, helga starf heimilanna koma oss hjer minna við; hjer eftir sem hingað til mun því verða haldið áfram í kyrþey, óháð öllum samþykt- um og prestastefnum. Hin eiginlega kensla á að byrja á biblíusögum. Pað er alkunna, að börnum þykir flestum gaman að sög- um; þar fá þau efni, sem þau geta búið sjer til myndir af í huganum, eft- ir því sem þau þekkja; með slíkt efni leikur ímyndunarafl þeirra, það verkar á tilfinningar og hjartalag; það fest- ist í barnshuganum. Þessa fræðslu má gjarna byrja snemma, áður en börn eru læs, svo fljótt sem vill, velja einungis sögurnar eftir þroska barns- ins og því, hverju maður treystir sjer til að segja nógu vel frá. Fleiri sög- ur geta og verið góðar í þessu skyni, en biblíusögur. Þessi fræðsla ætti ekki að koma að barninu sem nauðungar- nám, heldur því til skemtunar. Pegar börn eru orðin læs, er rjett að nota kenslubók í biblíusögum, en þó á þann hátt, að segja þeim jafnan sög- urnar fyrst, tala svo um þær, dæma um menn og atburði, sem fyrirkoma í þeim; minnast á aðrar sögur til samanburðar og atvik úr daglegu lífi; binda þau svo við spakmæli, ritning- argreinar eða vers eftir atvikum; benda þeim svo á sögurnar í bókinni og segja þeim að lesa þærtil næstu kenslu- stundar og reyna þá, hvað þau muna af efninu aftur. F*etta er svo nauðsyn- legt til þess að börnin læri ekki alt í þulu, heldur eins og sögu. Pegar börnum vex þroski má svo hjálpa þeim tíl að finna almenn sannindi og trúarlærdóma út af efninu. Engin ástæða er til fyrir kennara að binda sig við það í fyrstu, að kenna sögurnar allar, eða í sömu röð og þær eru í bókinni. Sumir vilja byrja á nýja testamentinu, og auðvitað á saga frelsarans að vera þungamiðja allrar kenslunnar og margt er þarviðbarna hæfi, en þó finst mjer, að fult eins vel megi byrja á sögum úr gamla testamentinu. Börn skilja allra best sögur, sem snerta heimilislífið; það þekkja þau best. Kennarar eiga í þessu efni að hafa sem frjálsastar hend- ur. Eg skal nú játa, að mjer finst að biblíusögu-kensla með þessum hætti, nægi til kristindómsfræðslu barna, kverið sje óþarft. Eg hygg, að unt sje að koma inn hjá börnum eins mikilli trúarbragða þekkingu eins og þó að kverinu væri bætt við, en á Ijósari, skemtilegri hátt og fyrirhafnarminna fyrir börn og kennara, ef kennari er starfi sínu nokkurn veginn vaxinn;en sje hann það ekki, þá ætla eg, að hvorki börnunum nje guðs kristni verði uppbygging í, að kvelja þau á lengra andlausu stagli. Látum svo vera að börnin læri ekki að gjöra grein fyrir öllum þeim hug- tökum og guðfræðisorðum, sem skil- greind eru í kverinu, en þau eru öll dregin af því efni, sem lært hefur ver- ið í biblíusögunum; þar hefur efnið verkað á hugarfar barnanna, ef það getur það, en eintóm hugtökin gjöra það aldrei. Ef barn hefur lærtþaðaf sögum um gæsku guðs við mennina, að vjer megum trúa á hann og elska hann, og einhver slíkur ylur hefur lifnað í hjarta þess, erþánokkurþörf á, að láta það læra að segja: »vjer eigum að óttast og elska guð«, og »sönn elska til guðs er það, að vort mesta yndi sje að hugsa um guð og vor heitasta löngun að þóknast hon- um,« og mundi það hins vegar nokk- uð hjálpa, að láta barn læra þessi orð, ef sögurnar hafa engu áorkað? Öll þessi hugtök: Náð, trú, auðmýkt, misk- unn o. s. frv. læra þau ekki að ákvarða með orðum, en þau fá lifandi glöggv- ar myndir af þeim þar sem eru faðir sonarins, er týndur var, konan kan- verska, tollheimtumaðurinn í muster- inu. samverjinn miskunnsami o. fl. og þá þekki eg ekkert til barnshjartans nje mannshugans, ef það reynist ekki drjúgara. Þau hat'a kynst við Jesú í bernsku og æsku, sjeð hann í anda blessa börnin, líkna aumingjunum, syndurunum, biðja fyrir vinum og óvin- um, leggja sig undir vilja föður síns og fela anda sinn í hendur hans. Ef kennari hefur ekki getað komið barni til með þessum sögum að elska Jesú og langa til að líkjast honum, hvern- ig getur þá nokkrum manni komið í hug, að honum takist það með því að spyrja barnið út úr greinum kvers- ins um þetta efni? Eg man ekki eftir neinum trúarlærdómi, sem nokkru varð- ar, að ekki megi koma honum að í sambandi við biblíusögur, en þó að eitthvað yrði út undan, þá virðist mjer ekki hættan mikil; það er nóg af prestum, kirkjum og bókum til að veita frekari fræðslu, ef að eins löng- unin er vakin, Eg býst við, að sumir vilji ekki missa kverió vegna ritningargreinanna; þær sjeu dýrgrípir. sem barnið þurfi að eiga alia æfi. Eg gjöri ekki lítið úr þeim. En eg gjöri ekki mikið úr sönnunargildi þeirra fyrir trúarlær- dómnum, sem þeim er hnýtt aftan við. Börn spyrja lítt um sannanir, og ef þau gjörðu það, mundu þau fyrst biðja um sannanir fyrir ritningargrein- nnum sjálfum. Eg sakna ekki heldur allra ritningargreinanna frá börnunum, þær eru sumar of þungar til þess að geta orðið þeim hjartfólgnar, en án þess verða þær þeim aldrei dýrmæt æfinleg eign. Svo eru og margar þær fegurstu í biblíusögunum, og má læra þær þar. Þar eru þær líka eins og heima hjá sjer, í sögulegri umgjörð,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.