Skólablaðið - 01.08.1909, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.08.1909, Blaðsíða 2
62 SKOLABLAÐIÐ skiljast því betur og hafa meiri áhrif. »Eg er upprisan og lífið, hver sem á mig trúir hann mun lifa, þótt eg degi, verður eigi t. d. þessi grein kærari og ógleymanlegri af vörum Jesú við grát- andi systur, sem harmar, bróður sinn látinn, heldur en einstök, slitin úr sambandi? Lútherska kirkjan hefur frá öndverðu heimtað, að börn læri »fræðin«, og mörgurn mun þykja óliæfa að sleppa þeim. Ekki finn eg nú það. Eg er ekki einu sinni viss um, að Lúther het'ði heimtað það, ef hann hefði getað búist við, að öll börn lærðu svo eða svo mikið af biblíusögum. Og enn síður er eg viss um að hann mundi heimta það nú, ef hann væri uppi Boðorðin læra börnin íbiblíu- sögunum, faðir vor sömul. og um sakramentin finst mjer lítt mögulegt að kenna án þess að tala um innsetn- ingu þeirra, sem frá er skýrt í biblí- unni. Trúarjátningin sjálf er þar ekki, en lærdómar hennar eru dregnir af efni þéirra. Hana tel eg sjálfsagt að börnin læri. En jafnvel hana virðist mjer best að kenna í sambandi við sögurnar; sfna greinina á hverjum stað. Fyrstu grein t. d. á eftir sögum 1. Mósesbókar; aðaltrúarkjarninn úr þeim er þá eins og dreginn saman í eitt, og heimfærður til sín og barnsins. Önnur grein er sjálfsögð eftir sögu frelsarans, og þriðja grein eftir sögu postulanna og helst dálitla rneir fræðslu um útbreiðslu kristninnar að fornu og nýju, þar er hennar sögulegi bak- hjarl; þar er hægast að skýra hana og skilja. Skýringar Lúthers á fræðun- um til eg enga þörf að börn læri, þó að þær sjeu margar prýðilegar. Eg vil hlífa börnum við miklum kröfum í því efni að læra orðrjett óstuðlað mál. Að heimta mikið getur vel orð- ið til þess að minna fáist; hið mikla verði illa lært og komi því að engum notum. Petta eitt, biblíusögur, trúarjátning- una og nokkra valda sálma, vildi eg láta vera ákveðið námsefni í kristnum fræðum, heimta ekki meira í skólum, farskólum nje föstnm skólum; skólinn búi með því kirkjunni í hendur, eða kennararnir prestunum. Hitt segir sig sjálft, að eg ætlast ekki til að prestarnir varpi allri sinni áhyggju um kristindómsfræðsluna upp á kennar- ana, heldur gái að því, hvernig þeir gegna skyldu sinni í þessu efni, leið- beini þeim og bæti það upp eftir föngum, sem áfátt verður, og auki nokkru við. Eg þykist vita, að þeir muni spyrja börn á helgum dögum eftir messu, svo sem siður hefur verið, og aftur þar fyrir utan, eftir því sem þeim vinst tóm til. Eg geri ráð fyrir að mörgum prest- um, sem eru orðnir vanir kveri, verði það tamast, og treysti sjer best til að láta fræðslu sína koma börnunum að notum með því að byggja hana á kverinu. Fjarri mjer sje að amast við því. En það vildi eg,aðþeirbyrjuðu þá á því að útlista efnið íyrir börn- unum og Ijetu þau svo lesa um það í kverinu á eftir jafnóðum, en heimt- uðu ekki að þau lærðu kverið, áður en þeir fara að spyrja. Annars vil eg láta prestum vera alfrjálst, hvernig þeir haga kristindómsfræðslu sinni, hvort þeir nota kverið, svo sem nú var sagt, eða þefr byggja hana á biblíu- sögunum, sem börnin hafa þegar lært, eða þeir hafa hana viðtal um trúarefrii frá sínu eigin brjósti, eða þeir lesa með þeim valda kafla úr biblfunni og útskýra þá, til þess að þau læri að leita sjer þar sjálf ununar og upp« fræðingar eða lesa með þeim sálma í sálmabókinni, eða hvað annað sem presti finst þörf að tala um við þau eða vekja athygli þeirra á. Og svo langar mig til að beina einni ósk til prestanna að lyktum, að þeir sleppi ekki alveg hendinni af börnunum eftir ferminguna. Eg veit nú að segja má, að þéir gjöri það ekki, því að þeim sje opinn aðgangur að kirkjunni tíl að heyra kenningar þeirra og taka þátt í guðsþjónustunni; en þetta er ekki nóg; þrátt fyrirþetta tognar fljótt á bandinu, seni undir- búningurinn undir ferminguna hefur knýtt milli hans og þeirra; þau verða bráðum ókunnug honum; og það er þá svo óvíst, að nokkur hlúi að góðu frækornunum, sem hann hefur sáð í hjörtu þeirra. Pá er þó einmitt sá aldur byrjaður, sem svo sáran þarfn- ast aðhlynningar í þeitn efnum. Eg veit að prestar eiga margir ekki hægt um vik, svo önnum kafnir sem þeir eru, en eg er viss um, að þó að lítil væru afskifti góðs fermingarföður þá gætu þau haft mikla þýðingu fyrir unglingana. Þeim þykir svo mörg- um vænt um prestinn, se n fermdi þau. Eg skal nefna til dæmis, að eg þekti einn prest, sem einmitt af tilfinningu þessa sama, sem eg er að tala um, tók einn spurning- artíma á vetri til þess, að bjóða til sín, til kirkjunnar fermingarbörnum sínum frá liðnu árunum, til þess að tala við þau um trúmál og segja þeim eitthvað gott. Hann kallaði það við börnin fermingarafmælið þeirra, óg þau Ijetu sig ekki vanta. Þetta var lítið sem ekkert aukaómak fyrirprest- inn, og virtist vera vd þegið; en prestsins misti brátt við, og svo að reynslan varð stutt. Til þess að hægra sje að átta sig á breytingum þeim, sem fyrir mjer vaka og eg hef nú verið að gjöra grein fyrir, skal eg að endingu draga þær saman í sem fæst orð: 1. I stað þess að hingað til hefur kverið verið eina fast ákveðna náms- efnið í kristnum fræðum undir ferm- ingu, þá verði það hjer eftir biblíu- sögur, trúarjátningin og nokkrir valdir sálmar. 2’ Jafnan sje námsefnið útlistað fyrir börnunum, áður en þeim er sett fyrir að læra. Orðrjett nám sje ekki heimtað nema á trúarjátningunni, völd- um ritningarstöðum og Ijóðum. 3. Að öðru leyti sje prestum alveg frjálst hvernig þeir haga fræðslu barna undir fermingu. 4. Þó að kver verði notað, sje alls eigi yngri börn en 12 ára látin læra það. eftir Jóhannes Friólaugsson kennara. ...Mjer kendi móðir mitt að geyma hjarta trútt þó heirriur bryg’ð- ist; þaðan ,er mjer kominn kralttir vináttu, ástin ótrauða sem mjer aldrei deyr": B. Gröndal. Nú á hinum seinustu árum hefir mikil hreyfing komist á hjer á landi, og um allan hinn mentaða heim, að bæta kjör kvenna. Kvennaskólar hafa verið reistir; sömuleiðis hússtjórnar- skóli, og þar að auk hafa verið stofn- uð námsskeið til þess að veita stúlk- um þekkingu í matreiðslu o. fl. Stúlk- ur hafa gengið í gagnfræðaskólana, kennaraskólann og mentaskólann. Alt bendir á að jafnrjettisöld karla og kvenna sje þegar að rísa upp, og er það sannarlega gleði tilhugsun, og ekki síst fyrir kvennþjóðina. Hún er oflengi búin að búa við ófrelsi og ill kjör. Er þungt að hugsa til þess að betri hluti mannkynsins hafi ekki feng- ið að njóta sín og verja hæfileikum sínum til góðs fyrir þjóðina. En hjer skal ekki fara út í sögu kvennrjettinda málsins. En það er ósk mín og von að nú birti af nýrri kvennfrelsisöld. En þótt jafnrjetti karla og kvenna sje fyrir dyrum, og þar afleiðandi breyting á verkahring kvenfólksins, þá verður engin breyting á því að stúlk- urnar halda áfram að giftast og gjör- ast húsmæður og mæður. Ogþaðer það starfsvið sem eg ætla að gjöra að umtalsefni í þessari grein minni. Helgasta og háleitasta starfkonunn- ar, og jafnframt þýðingarmesta, þegar hún er orðin móðir er það, að ala upp börn sín. Að sjá þeim fyrir föt- um og fæði og daglegum nauðsynj- uin, svo að þeim líði vel hvað líkam- ann snertir, en það er ekki síður helg skylda þeirra að hlúa að hinu andlega lífi barnsins. Að hafa áhrif á þau til hins betra og styrkja og glæði hina andlega hæfileika bæði með orðum og eítirdæmi. F’að er þessi skylda sem svo margar mæður hugsa of lítið um, og sem sýnist að liggi þeim í ljettu rúmi. Mun það samt meira af vana, en því, að þær vilji ekki gegna þeirri skyldu, sem á þeim hvílir, og sem snertir hið andlega uppeldi barnanna. Pegar menn ætla að takast eitthvert ákveðið starf á héndur og gjöra það að lífsstarfi sínu, leita menn til skól- anna, til þess að búa sig undir hlnt- verk sitt. Skólarnir eiga að veita þeim þekkingu í þeirri grein sem þeir ætla að leggja fyrir sig. Þeir sem ætlaað

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.