Skólablaðið - 01.08.1909, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.08.1909, Blaðsíða 3
SKÓLABLAÖIÐ 63 verða læknar, ganga á læknaskólann. Peir sem ætla að verða prestarganga á prestaskólann. Og þeir sem ætla að gjöra kenslu að lífsstarfi sínu, ganga á kennaraskólann o. s. frv. Er það hlutverk sjerskólanna að veita mönn- um þekkingu í einhverri sjerstakri námsgrein. En þeir sem ekki ætla að takast neitt ákveðið starf áhendur, en vilja samt menta sig eitthvað, sækja á hina almennu mentaskóla (eagnfræða- skólana og lýðskólana). Á seinustu árum hefur vaknað all- mikil hreyfing hjer á landi í þá átt að stofna hjer einn eða fleiri húsmæðra- skóla. Og hefur sú hreyfing líklega verið einna mest hjer í Þingeyjarsýslu. Er sannarlega ekki vanþörf á þannig löguðum skóla, þa1- sem húsmæðra- efni gætu fengið bæði bóklega og verklega kenslu í hinu helsta sem við kemur hússtjórn. því það er vanda- samt og erfitt verk fyrir stúlkur um og yfir tvítugt að takast á hendur stjórn á heimilum. Veitir þeim því ekki af að fá sjermentun í þeirri grein. Pví þótt kvennaskólarnir sjeu góðir og veiti stúlkum, sem á þá ganga al- menna mentun, þá t'ullnægja þeir ekki, hvað snertir hússtjórn, því í þeirri grein veita þeir litla þekking. Nema hvað þær stúlkur sem fá almenna mentun standa auðvitað betur að vígi, þegar þær takast eitthvert vandaverk á hendur. Pví í hvaða sjerstöðu sem stúlkurnar kunna að vera þá hjálpar hin almenna mentun þeim æfinlega, eins og segja má um alla sem hennar njóta. Pað er vonandi að það eigi ekki langt í land að stúlkurnar fái þá ósk sína uppfylta að la húsmæðraskóla, því á honum ar bráð nauðsyn. En jafnhliða honum, eða rjettara sagt í sambandi við hann, þurfum vjer ís- lendingar að fá annan skóla, þar sem kend yrði uppeldisfræði og veitt til- sögn um meðferð ungbarna; sjer í agi ætti að leggja stund á það að kenna stúlkunum aðalþættina í hinu andlega uppeldi barna og unglinga. Pví uppeldisfræðin er sú vísindagrein sem við íslendingar erum sárafáfróð- ir í. Og þótt stúlkur sjeu vankunn- andi hvað snertir líkamlega meðferð og uppeldi barna, þá eru þær enn meira vankunnandi hvað snertir hið andlega uppeldi þeirra. En þó játa allir uppeldisfræðingar, að þótt gott líkamlegt uppeldi sje nauðsynlegt fyrir framtíðarheill einstaklinganna, þá er þó gott andlegt uppeldi enn nauðsyn- legra og þýðingarmeira fyrir velferð þeirra. Það má nærri heita undarlegt hvað fáir hafa hugsað um jafn þýðingar- mikið efni. En það er að vísu von, því hjer á landi hafa menn sára lítið hugsað um uppeldi barna, fyr en nú á allra seinustu árum, að menn hafa vaknað til meðvitundar um það, að bæta meðferðina á ungbörnum. En þær umbætur hafa hjer um bil ein- göngu snúist um líkamlega uppeldið. Er það ekki nema von því það lá í raun og veru nær en hitt. Enda hef- ur það tekíð nokkrum umbótum á skömmuin tíma. Og er óhættaðfull- yrða að bók Jónassens landlæknis »Barnfóstran« hefur átt góðan þátt í þeim umbótum, því hún er góó hand- bók í þeirri grein og ætti hver móð- ir að eiga hana. En okkurTvantar aðra handhæga bók sem væri um hið andlega líf barnanna; þroskun þess og glæðing. Væri þannig löguð bók sannarlega kærkominn gestur öllum foreldrum, ekki síst mæðrunum Þegar börnin fæðast, vitum við að þau eru mjög veikburða og hafa enga skynjun. Þar af leiðandi er ekki að tala nema um líkamlega umhyggju fyrstu mánuðina, en þegar þau eldast, t. d. eru komin á annað ár, þarf um- hyggja fyrir líkama og sál að haldast í hendur ef vel á 2ð fara. Frh. Ölbogabörn. Ágætu þjóðliðar! ungu skólaskör- ungar Fróns! Mikið er ykkur ætlað að gjöra, Eg vil nú rjett nefna eitt af því. Takið að ykkur olboga- börnin á einhvern hátt sem þið best getið. Verðið göfugir verndarenglar þeirra. Þau eru víst ennþá æðimörg á landi voru. Og í flokki óskilgetinna barna munu þau flest vera. Ekki skal eg koma með strangar skírlífisreglur. Sjeu þær of strangar, svo eru þær til ills eins. Ekki skal eg heldur dæma mjög hart um foreldra á umliðnum tímum. Peir voru tímans börn og vissu ekki hvað þeir gerðu. Og það má ekki heimta eins mikið af þeim sem litla tilsögn og menningu fengu, og oss sem höfum fengið miklu meiri mennning. Mikla manndygð má og á að heimta af mikilli menn- 'ng- Og nú á þessari okkar miklu framfaraöld verðum vjer að hugsa og stefna miklu hærra en áður og vera vandlátir mjög við sjálfa oss, ann- ars verður stjórnarlega sjálfstæð- ið einskisvirði. Vjer hugsum allir um að verða sjálfbjarga þjóð, já viljum og eigum að verða fyrirmyndarþjóð eins og vjer vorum á þremur fyrstu öldum vorum. Vjer erum allir að hugsa um að reka Bakkus úr landi. Og það er gott og blessað. Vjer erum vígbúnir gegn þjóðfjandanum drykkjuskapnum. En munum vel, að til eru miklu fleiri þjóðfjandar engu betri. Tveir þeirra eru óskýr- lífi og kærleiksleysi. Kærleiksleysi við börn vor til da»mis einkum samt þau, er vjer eign- umst utan hjónabands. Sumir sneiða hjá þeim eins og hundum, yfirgefa þau, fyrirlita þau og mæður þeirra, sem þeir oft hafa tælt og svikið. Aðrir fara illa meö þau, hafa þau útundan og gera þau að aumingj- um. Og flestir láta þau engan arf hafa. Hvernig eiga nú þessi börn að halda fjórða boðorðið? Hvað er aðhneyksla börnin ef ekki þetta? Hvað er að hafa ilt fyrir þeim, ef eigi þetta, að geta þau með skömm og uppala þau svo með ástleysi og smán, éða þá að útskúfa þeim? Mun ekki barna- vinurinn besti og mesti, mannkyns- dómarinn sjálfur, einhverntíma hefna þeirra? Mun eigi einhverntíma hljóma þetta eða þvílíkt ógnandi orð: »Ó heimr! Pað er háðung þín , aðhnnyksla góðu börnin mín, þjer miklu betra eflaust er í Ægisdjúp að sökkva þjer.« Já þeim sem illa breyta við börn sín, væri víst betra að hafa aldrei átt þau, já þeim væri sumum víst betra að þeir aldrei hefðu til verið. Hvað segðum vjer um mann, sem byði til borðs mörgum mönnum, og svo þegar þeir kæmu, ræki hann suma burtu, en berði eða smánaði hina ástæðulaust, eða þá líka segðist aldrei hafa boðið þeim? Vjer kölluðum hann víst dæmalausan dóna, þrælmenni og lygara. En líkt þessu gerir sá, sem getur börn og neitar þeim svo um barnarjettinn á nokkurn hátt. Fjöldi manna talar um foreldraskylduna með viðbjóðslegri Ijettúð. Skylda sú er þó skyidna helgust. það er gott, að lögin eru farin að líta ögn betur eftir barna- rjettinum. En þau verða sannarlega að taka betur á. Þau verða að veita öllum börnum sama rjett, rjett til als arfs til dæmis. Og þyki nokkr- um nú þvílík lög ströng, þá er ráðtilað komast hjá þeim, og það er að t iga engin óskilgetin börn! Og lögin ættu og að skylda alla ógifta menn til að eiga barns- mæður sínar, ef þær óska þess, eða gjalda þeim stcrfje, annað hvort í einu eða smátt og smátt, ella verða fyrir hegningu. Líka má komast hjá lögum þessum. Ekki þarf annað en að hegða sjer nokkurn veginn sið- samlega. En mörg hjónabandsbörn eru stund- um líka olbogabörn. Og meðferð á munaðarlausum börnum hefir oft verið hræðiieg á landi voru. Pegar eg var að alast upp í Mýrarsýslu, datt mjer ekki í hug, að eins illa væri farið með börn, eins og eg hef seinna heyrt að sje sumstaðar. Pað eru Ijótu sögurnar! Onnur eins viðbjóðsleg þrælameðferð minnir á háttalag vesta borgarskríls. Vera má að sumar sögur þessar sjeu ýktar. en sumar þeirra eru sannar það veit eg. Ilt eiga börn víða erlendis. En 20. aldar íslend- ingum sómir eigi að apa eftir útlend- um í klækjum. Allir þjer, sem nú kunnið að eiga olbogabörn, hvort sem þau nú eru skilgetin eða ekki, gætið skyldu yðar við þau! Hættið að hafa þau útundan; gleðjið þau og virðið, þá fara þau að elska yður og svo lærið þjer að elska þau. Mannið þau til lífs og sálar.: Og ef þjer eruð búnir að útskúfa þeim, þá takið þau heim til yðar ef þau þá vilja það

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.