Skólablaðið - 01.09.1909, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.09.1909, Blaðsíða 1
Þriðji árgangur. 18. tb. Kemur út tvisvar i mánuði. Koslar 2 kr. á ári. Jleykjavík 1. september. Auglýsingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Bergst.str. 27. 1909. Júní-hugleiðingar í Askov. Eftir J. Þorsteinsson. Niðurl. — — Heimilismenn skapa gæfu og gengí hvers heimilis og heimilin í sameiningu heill og framfarir þjóðfje- lagsins. Hver sú þjóð, stór eða smá, sem á góð heimili er á framtíðarvegi. Vjer viljum því styrkja ogverja hinn gamla heimilisgrundvöll.' Altþað, sem orðið getur honum að tjóni má ryðj- ast úr vegi. — — En hversvegna leitar fólkið úr sveitunum til kaupstaðanna? þeirri spurn. hefir venjulega verið svarað á þá leið, að orsakirnar væru, að þar byðist betra kaup, skemmri vinnutími og glaðara líf. Bændum og öðrum sveita vinum hefir hætt til, að líta með dálítið ósann- gjörnum augum á þessar ástæður, að minsta kosti hina síðari. Kröfur unglinganna til frjáls- ara og glaðara lífs, eru oft mis- s k i I d a r. F*ær eru skoðaðar sem tilhneiging til iðjuleysis og fánýtra skemtana. En þessu er í raun rjettri ekki þannig háttað. Pegar bernskuárin hverfa, vaknar hjá flestum sterk löngun til þess að sjá og nema nokkuð meira, en þeir áttu kost á í æsku. þessi löngun — þessi reynsluþrá — er í alla staði eðlileg og rjettmæt. Peir, sem alist hafa upp í sveit þekkja of lítið ann- að en sitt eigið hjerað — það er þeirra heimur. Nú vilja þeir þekkja lífið betur — njóta meira víðsýnis. Og þar sem fræðslumálum vorum er ekki betur komið en svo, að lítill hluti af unglingum þjóðarinnar hefir efni á »að ganga á skóla«, verður þeim það á, að leita sjer atvinnu — helst í hinum stærri kaupstöðum. — þar er þó ætíð nokkuð nýtt að sjá og nema. En sú fræðsla, sem þeir á þann hátt kunna að afla sjer er sjald- an mikils virði. Vjer verðum því að finna ráð til þess, að fullnægja frelsisþrá og fræðslu- löngun unglinganna heima i sveitun- um. Það er erfitt — en sje viljinn góð- ur mun vegur finnast. Fyrst af öllu verðum vjer að skilja og viðurkenna, að allir unglingar þurfa á mentun og frelsi að halda. Pað eru kröfur sem koma innan frá og verður ekki á bug vísað. Og hvað ber oss svo að gjöra? Veita þeim kost á fjölbreyttari starf- semi, andlegri vinnu jafnhliða hinni líkamlegu, kenna þeim að starfa meira en nú gerist alment, og láta þá skilja, að hamingjan er fólgin í starfseminni. Starfsemin er aldrei steinn í götu frelsisins. — — »Hjálpa þjer sjálfur, svo hjálpar guð þjer!« Ungir og gamlir verða að styrkja hver aðra, leggja fram alla sína góðu krafta þjóðfjelag- inu til gagns. Og þá eru það fyrst og fremst Ungmennafjelögin, sem verða að hefjast handa og láta sjá, hvað þau mega. það eru þau, sem á næstu árum eiga að blása nýju lífi í sveitaheimilin og glæða ástina til lands og þjóðar í hjörtum unglinganna. Það eru þau, sem á næstu árum eiga að bæta úr sárustu fræðslulönguninnimeðal fátæks æskulýðs. — Þau skulu vera vorboði nýrrar og betri lýðmentunar á landi voru. — í 12. tbl. Skbl. sje eg fræðslulög- unum fundið það til foráttu, að »þau byrji með börnin óþarflega fljótt og hætti við þau óbærilega snemma*. Sama skoðun hetir komið í ljós hjá sveitaprestinum, er ritað hefir í »(saf.« Að lögin »byrji með börnin óþarflega fljótt< tel eg ósanngjarna aðfinningu. Sú hræðsla, að börnunum verði of- þjakað með náminu, er á mjög litlum rökum bygð. Sömuleiðis er það ekki rjett að gera mjög lítið úr námsgáfum barna á aldrinum 10-14 ára. Lítum til nágranna þjóðanna, sem óneitan- lega eru langt á undan oss hvað al- þýðufræðslu snertir, og sjáum, að aldurstakmarkið er mun lægra, (— alt niður til ö ára). Að lögin »hætti við þau (o: börnin) óbærilega snemma* hefir nokkuð til síns máls. En mikið hefir verið fengist um þann mikla kostnað, er fræðslulögin leggja þjóðinni á herðar, og mundi því ekki stoða, að krefjast lengri náms- tíma en ráð er fyrir gert. Að heimta próf yfir öllum unglingum einhvern- tíma á aldrinum 16 — 20 ára tel jeg ekki heppilegt. Vjer ættum heldur, ef þess væri kostur, að losna við nokkuð af próf- unum. Þau eru neyðarvopn í þarfir alþýðufræðslunnar. Sá skilningur er meira og minna ríkjandi, bæði hjá ungum oggömlum að námið sje skyldukvöð vegna prófsins. »Keppstu við að læra, svo þú standir þig í prófinu drengur minn!« Og eftir prófin ríkir óánægja — því enginn gerir svo öllum líki. — Gætum vjer aðeins látið þá ungu skilja, 'að námið er fyrir lífið, mundi það nægja — lífið sjálft mun á sín- um tíma sjá fyrir prófinu. — — En þar sem nú fræðslulögin ekki ná nema til 14 ára aldurs, ættu Ungmennafjelögin að taka viö, er þau sleppa, Og sjá fyrir nokkuð frekari fræðslu. Og þau verða að gera meira, en þau hafa gert hingað til, verða al- menn og vinna starf sitt með áhuga og ósjerplægni. Ekki aðeins skemtanir, heldur jafn- framt starfsemi — nám. Og eg hefi hugsað mjer fyrirkomu- lag þeirra hjer um bil á þessa leið: í hverjum hreppi (sveit eða sókn, eftir staðháttum) væri eitt aðalfjelag, sem beittist fyrir hverskonar andleg- um og líkamlegum framförum meðal æskulýðsins. Hvert ár tæki það eina námsgrein tii æfinga, móðurmál, sögu reikning o. s. frv. En sökum þess, hve strjálbygt er í flestum sveitum, er ómögulegt að ná saman öllum fjelags- mönnum til funda nema éndrum og eins; skyldi því skifta hverju slíku fjelagi í smádeildir svo margar sem þörf væri á til þess, að hver þeirra gæti komið saman án mikilla örðug- leika svo oft sem föng væru á — segjum einusinni í hverri viku að vetr- inum. Til þess að stjórna hverri deild skyldi valinn deildarstjóri, sem jafn- framt væri fær um að kennaþánáms- grein, er æfast skyldi.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.