Skólablaðið - 01.09.1909, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.09.1909, Blaðsíða 4
72 SKÓLABLAÐIÐ góðra kennara og með miklum og almennum áhuga á því að hafa ver- unnar sem mest gagn. Margir sóttu kenslu 6 — 8 stundir á dag; en auk þess voru daglega haldnir samræðu- fundir til uppbyggingar og skemt- unar, í þeim tilgangi að greiða áymsa lund fyrir hinum og þessum atriðum fræðslumálanna,og vil eg ekki öðru trúa en að sum þau fræ, sem þar var stráð, beri á sínum tíma ávöxt. En annað mál er það, að þetta nám- skeið ber kannske enn meiri arð fyrir kennarana, ef þeim gefst eftirleiðis kostur á að nema meira í einstök- um námsgreinum. A það hefur venð minst í »Skólabl.« áður, og vildi eg »styðja þá tillögu« að þeim gefist síðar kostur á því. Margur þarf þess við. Einhver kann að vera sömu skoð- unar, sem þm. Dalam. að tíminn sje ofstuttur til að geta numið nokkuðtil gagns; en það er misSkilningur. Allir sem vilja læra nokkuð til gagns í einhverri einni af þeim námsgreinum, sem þeir eiga að kenna bömum, geta það, — ef þeir gefa sig ekki við neinu öðru — þó að tíminn sje ekki lengri en þetta, 4 — 6 vikur. Mörgum kennurum er t. d. áfátt í teiknun, söng og leikfimi, að eg ekki tali um handavinnu. Oætu þeir gefið sig við einni, eða jafnvel tveim af þessum námsgreinum, nokkurnveginn einvörðungu, mundu þeir komast langt. En þessum námsgreinum eru nú svo margir farnir að óska eftir kenslu í, þó þær væru vanræktar áður. Kenn- ari sem áður var talinn fullfær, fær nú víða ekki atvinnu af því hann getur ekki kent þetta. Lifi kennaranámskeiðið og blóm- gist með hverju ári! Verði það aldrei með sanni sagt að kennararnir sæki það til að slæpast! Lifi þar alt af bræðrahugur milli kennara og nem- anda, og barnakennaranna innbyrðis! Hvetji þeir þar alt af hver annan og treysti hver annars kærleika til kenn- arastarfsins, vekjandi áhuga og góðar vonir og góðáform! Eitthvað af þeim rætist með guðs hjálp. Kennari. vVD (§r Jakob Appel háskóla-forstöðumaður í Askov hefur verið hjer á ferðinni. í för með hon- um voru þeir Marstrand kennari við sama skóla, og Schröder stúdent, son- ur hins alkunna L. Schröders, sem áður stýrði Askóv-skóla, en dó í hitt eð fyrra. Þeir fjelagar fóru til þing- valla og Geysis; sáu Gullfoss ogeitt- hvað fóru þeir víðar um þar eystra. Ljetu vel yfir ferð sinni og komu til íslands; Geysi sáu þeir þó ekki gjósa. Jakob Appel er mörgum íslending- um að góðu kunnur, öllum þeim, sem sótt hafa fýðháskólarin í Askóv — sem nemendur eða aðeins sem gest- ir — þann tíma, sem hann hefir ver- ið þar. Honum og fjelögum hans var haldið samkvæmi áður en þeir fóru (með Sterling), er að eins sátu 20 manns (þingmenn og kennarar í Rvík og nokkrir, sem stundað hafa riám við Askov — þar á meðal 4 stúlkur) —, en margir fleiri hefðu ósk- að að gleðja sig með hinum góða gesti, hefði verið ráðrúm til að gera ráðstafanir til stærra samsætis. Sjera Guðmundur Helgason hjelt ræðuna fyrir heiðursgestinum og ýms- ar fleiri ræður voru haldnar. í svar- ræðu sinni gat Appel þess að fyrsti lærisveinninn sinn frá íslandi hefði verið Guðmundur Hjaltason; hann hefði þá sjeð, að íslendingur gæti haft góð not kenslunnar. en líka það, að ýmislegt mætti af íslendingum læra. Hann ráðgerir að koma hingað aftur eftir fá ár. Veri hann velkominn! Bernskan eftir Sigurbjörn Sveinsson. Ressi góða lesæfingabók fyrir börn er í tveim heftum; hvort heftið á 75 aura. Mörg dagblöð hafa getið henn- ar að góðu. Börnunum þykirgaman að henni. Rau sjá sig þar sjálf í spegli. Ljettar og liprar barnasögur koma sjer alstaðar vel þar sem börn eru að læra að lesa. Foreldrum og kennurum gefur bókin ágætt tækifæri til að tala við börnin fræðandi og mentandi. Foreldrarnir, kennararnir og börnin færa höfundinum bestu þakkir fyrir »kverin« þau arna. Útsölumaður »Bernskunnar« í Rang- árvallasýslu, Árnes- Kjósar- og Gull- bringu, Mýra- og Borgarfjarðar- er Sigurður Erlendsson. Laugavegi 26 Reykjavík. - Skólaborð selur undirskrifaður fyrir 10 krónur, borð og sæti handa2 börnum. Borð- in sendast upplímd en ósamsett og taka þá iítið rúm, svo burðargjald verð- ur lítið. Umsjónarmaðurfræðslumálanna hef- ir sjeð mín borð, og mælir með þiem. Jóh. Reykdal, verksmiðjueigandi Hafnarfirði. KENSLUÁHÖLD þau er fræðslumálastjórinn hefur valið og ætluð eru föstum skólum og farskólum, útvegar og selur undirritaður, eins og áð- ur hefir verið auglýst. Vissara er að draga ekki léngi úr þessu að panta áhöld, sem senda á hjeðan með seinustu strandferðaskipum í haust. Rvík. 26/7 ’09. Morten Hansen. Landsóðsstyrkur til unglinqraskóla 1908—1909. 1. Húsavíkurskóli . . . Kr. 370,00 2. Ljósavatnsskóli . . . . 235,00 3. Skútustaðaskóli . . . . 235,00 4. Heydalsárskóli . . . . 350,00 5. Núpsskóli í Dýrafirði . . 450,00 6. Mýrnesskóli .... . 235,00 7. Víkurskóli í Skagafirði . 200,00 8. ísafjarðarskóii. . . . . 500,00 9. Seyðisfjarðarskóli . . . 370,00 10. Vopnafjarðarskóli . . . 225,00 3170,00 KENNARASTÖÐUR. Tvær fastar kennarastöður verða stofnaðar við barnaskóla Reykjavíkur frá 1. okt næstkomandi með 1000 króna árslaunum. Umsóknir sendist Skólanefnd Reykjavíkur fyrir 10. sept- ember næstkomandi. Reykjavík 7. ágúst 1909. Skólanefndin UNGA ÍSLAND. MYNDABLAÐ HANDA BÖRNUM OG UNGLINGUM. 5. árg. 1909. — 5000 eintök. Kostar innanlands kr. 1,25, sem borgist fyrir maílok. Ressurn árgangi fylgir gefins handa skil- vísum kaupendum : BARNABÓK UNGA ÍSLANDS 5. ár. FRJETTABLAÐ UNGMENNA 1. ár. HAUSTSKÓGUR (Ijómandi falleg lit- mynd). BÓKASEÐLAR, sem veita afslátt á ýmsum bókum. VERÐLAUNAÞRAUTIR eru í blaðinu við og við. Utsölumenn fá blaðið lægra verði, og auk þess ýms hlunnindi. Meira síðar. eru beðnir að tilkynna afgreiðslu- manni tafarlaust er þeir hafa bú- staðaskifti. MeOlimir ”Hins íslenska kennarafjelasrs” eru beðnir að greiða árstillög sín til S i gurðar kennara J ón ssonar,Laufásveg 35 íReykjavík Útgejandi: HIÐ ISLENSKA KENNARAF/ELAG. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: /ÓN Þórarjnsson. Prentsmiðia D. Ostlunds.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.