Skólablaðið - 15.10.1909, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 15.10.1909, Blaðsíða 1
Skálablaðið. Þriðji árgangur. 19-20. tb. Kemur út tvisvar í mdnuði- Kosiar 2 kr, á ári. Ðr. Haufe: Gleðiboðskapurinn um eðlilegt uppeldi.1' Leipzig 1904: Verlag von K. O. Th. Scheffer. Með því að jeg hef ekki sjeð þessa manns nje þessarar bókar getið í Skólablaðinu, en maðurinner hinsvegar mjög merkur kennari oguppeldisfræð- ingur, og efni bókarinnar mikilsvert, þó ætla jeg að leyfa mjer að skýra lesendum Skólablaðsins frámeginhugs- unum Dr. Haufes, eins ogþærkoma mjer fyrir sjónir í þessari bók. Er þá fyrst að líta á skoðanir höf. á náttúrunni og manninum, því á þeim byggir hann uppeldiskerfi sitt.--------- Náttúran er móðir mahnsins. Opp úr skauti hennar er hann sprottinn, líkt og grasið upp úr jörðinni. Af henni einni og engu öðru getur hann lært að lifa rjett. En til þess útheimtist, að hann lesi rjétt á bók náttúrunnar. Og í því efni er honum stöðugt að fara fram. Hann ér altaf að verða betur og betur læs á náttúruna. En eins og náttúran er móðir mann- anna, þannig er hún einnig upphaf og uppspretta menningarinnar. í nátt- úrunni hljóta því þau öfl að vera fólg- in, er knýja menninguna áfram tilfull- komnunar. Náttúran er sístarfandi. Loft, vatn jörð, jurtir dýr, alt er s/starfandi. Og maðurinn er engin undantekning frá þessari reglu. Honum er líkaeðlilegt að starfa. Til þess að sannfærast um það, þarf ekki annað en taka eftir heilbrigðum börnum, þar sem þau fá að njóta sín. En til þess að geta starfað mikið, þarf maður að vera heilbrigður. Enda vilja allir vera heil- brigðir. Maðurinn er í eðli sínu ýorvitinn. Barnið langar til þess að sjá og skilja. »Mamma! Hvað er þetta. Hvernig stendur á þessu«? spyrja börnin. En forvitni er í rauninni ekki annað en þekkingarþrá sannleiksþrá. Auglýsingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Bergst.str. 27. 1909. l) Das Evangelium der naturlichen Erziehung. (Menn láti ekki titilinn, fæla sig frá að lesa bókina, þó að hann láti mik- ið yfir sjer). G. B. Manninum er líka eðlilegt að sækj- ast eftir því, sem honum þykirfagtirt og gleðjast yfir því. »Vo, dö«! er eitt hið fyrsta sem börnin segja. Olhvað það er fallegt!« segja börnin um blóm- in. Fegurðarþrá og ýegurðargleði er þannig eitt hið fyrsta, er maðurinn lætur í Ijós. Að lokum er manninum meðfættog eðlilegt að vilja vera góður. En hið góða er fólgið í hinu sanna, heilbrigða, fagra og guðdómlega. Og þannig hefir náttúran skapað þekkingarþrána heilbrigðiskröfuna, fegurðargleðina og siðgœðisviðleitnina í brjósti mannsins. Siðgæðisviðleitnin er því náttúrleg, en kenníngar kirkjunnar eru aftur á móti svo ónáttúrlegar, að manni verð- ur að spyrja: »Var það guð sem skapaði kirkj- una?« — — — »Hvað á það að þýða að halda í náttúrusögu biblíunnar, og koma barn- inu í mótsögn við náttúruna?« spyr höf. En þannig farast honum orð, um uppruna og framþróun trúar og siðfræði: »Trúbrögðin urðu til á mjög eðlilegan hátt, eins og alt ann- að. Þau eru einn hluti af framþróun- inni, framþróun náttúrunnar og manns- ins. Pau voru til áður en prestar voru til, og eigaekkert s'kylt við kirkju- þing og kreddur. Fyrstu mennirnir hafa hlotið nð vera mestu ógæíumenn- irnir. Þeir titruðu af ótta fyrir lofts- lagi, villidýrum og ófreskjum, sem flugu um loftið. Og því gátu þeir ekki trúað á annað en hið illa. Skap- arinn hlaut að vera illur andi. En eftir því sem þeim tók að vegna betur; eftir því sem þéim tókst að bjarga sjer sjálfir betur, er þeir eignuðust kofa, akur, fjenað og skjól gegn loftslagi og villidýrum, þá varð sólin þeim aðgóð- um guði, guði náðar og blessunar. En blessunin var þeim sjálfum að þakka; hún var fólgin í þeim gæðum, sem þeir höfðu áunnið sjer sjálfir, aflað sjer með baráttu, þar eð þeim vegnaði því betui, því meir sem þeir þroskuðust af vinnu og fjelagsskap. Pá færðist guð nær. Hann sem var fjarlægur í fyrstu, sem sól á bak við ský, hann færðist nú nær og nær jörðunni; fjarlægðin milli guðs og manns varð því miniai, því nieir sem maðurinn mannaðist, þvi meir sem honum varð ágengt í því að rann- saka hið sanna, fagra og góða. En er mannkyninu fór fram að þékkingu, svo að það varð djúphyggnara og trúræknara, svo að guð tók sjer meir og meir bústað í manninum, þá varð kirkjan að ósveigjanlégu kreddubákni, sem ekki samsvarar framþróuninni en ótal mótsagnir eiga að halda uppi. Það sem stóð eftir, var ekki hið nátt^ úrlega, heldur hið ónáttúrlega, sem skynsemi og reynsla skunda framhjá. Það sem maðurinn á framþróunar- skeiði sínu þráir, það er siðfræði, er spretti upp úr eðli mannsins í sam- ræmi við náttúruna umhverfis; hann þráir trúfræði er sje í samræmi við hin eilífu lög hins sanna. fagra og góða, siðfræði, er ekki kljúfi í sundur kirkju og skóla, elli og æsku, vísindt og líferni, heldur sameini þau í eitt. Og þessi eðlilega siðfræði og trúfræði eiga sjer rætur í hinum eilífu framþró- unarlögum náttúrunnar og mannsins, þar, se'n maðurinn rennur saman við lífsheildina, þar sem líferni hans verð- ur — (eins og Egidy þráði —) að trú- brögðunum«. — Þessvegna eru hinir ofantöldu eig- inleikar mannsins, þessi alkvæmi nátt- úrunnar: starfslöngunin, heilbrigðis- krafan, fegurðarþráin og siðgæðisvið- leitnin, sá grundvöllur, er byggja verð- ur á, til þess að uppeldið geti orðið náttúrlegt, og náttúrlegt verður upp- eldið að vera, til þess að geta gért manninn náttúrlegan. Og »maðurinn getur því aðeins orðið náttúrlegur, að hann noti lög náttúrunnar og menn- ingarinnar í samræmi við sitt eigið eðli, sjereðli sitt (Individualitet). Og sjereðlið er tvíþætt. Pað er bæði þjóðlegt og persónulegt. Hver þjóð hefir sitt mál, sína sögu, sín vísindi, sína list. Að gera íslenskt barn eðli- legt og sjereðlilegt, það þýðir því með- fram, að gera það íslenskt. Þetta er annar þáttur sjereðlisins. Hinn þátt- urinn er hið persónulega sjereðli. Það er: Allir þeir eiginleikar barnsins, er einkenna það frá öðrum samlöndum sínum. f'essa tvo þætti þarf að tvinna sam- an og styrkja svo að lyndiseinkunnin þroskist. En lyndiseinkunn og sjer- eðli þroskast ekki við bókalestur list-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.