Skólablaðið - 15.10.1909, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 15.10.1909, Blaðsíða 3
SKOLABLAÐIÐ 75 Stjómrráðsirstaðiir um nokkur atriði í iögum um fræðsiu barna 22. nóv. 1907. Umsjónarmaður fræðslumálanna hef- ir fyrir hönd nokkurra fræðslunefnda leitað úrskurðar stjórnarráðsins um þessi atriði: 1. Hvort hreppur, sem er svo stór, að honum nægi ekki minna en 2 kennarar, er kenni á tveimur stöð- um í hreppnum, hvor um sig í 6 mánuði, og sjeu tvenn fullkomin kensluáhöld til afnota, sín fyrir hvorn kennara, geti ekki átt von á styrk úr landsjóði til beggja far- skólanna, alt að 200 kr til hvors skóla, eða samtals alt að 400 kr. 2. Hvort svo bæri að skilja lögin frá síðasta alþingi um breytingu á lögunum um fræðslu barna 22. nóv. 1907 að allri framkvæmd lag- anna sje frestað til 1. jan. 1Q12, eða hvort fræðslunefndir hafi rjett og skyldu til að sjá um fræðslu barna og heimta til þess nauðsyn- legt fje úr hreppssjóði að barna- fræðslan í hreppnum verði í því lagi, að fræðslukröfum nefndra laga verði fullnægt — einnig þar sem engin fræðslusamþykt hefir verið samin nje samþykt. 3. Hvort landssjóðsstyrkur til far- kenslu sje bundinn því skilyrði að kennararáðningin sje samkvæmt fræðslulögunum og kaup kennara að minsta kosti 6 kr. um viku hverja, að kensluáhöld þau, er yfir- stjórn fræðslumálanna hefir fyrir- skipað, sjeu notuð við kensluna og að kostnaður við barnafræðsl- una sje greiddur úr sveitarsjóði, en ekki af aðstandendum barnanna. Fyrirspurnum þessum svarar stjórn- arráðið 5. okt. á þá leið: 1. Að hver sjálfstæður farskóli, sem fullnægir kröfum fræðslulag- anna, hafi rjett til tiltölulegs styrks úr landsjóði, alveg án tillits til þess, þótt tveir eða fleiri farskólar sjéu í sama fræðsluhjeraði. 2. Að breyting sú, er síðasta alþíngi gerói á lögum um fræðslu barna 22. vóv. 1907, og hjer skiftir máli, sje í því einu fólgin að heimila frestun á samningi fræðslusam- þykta tveimur árum lenguren upp- runalega var ákveðið, en að fram- kvæmd fræðslulaganna hafi ekki að öðru leyti verið frestað Af þessu leiðir þá það, að fræðslunefndirn- ar hafa bæði rjett og skyldu til þess að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að kröfum fræðslulaganna verði fullnægt, eins þar sem fræðslusamþykt hefir ekki verið samin, nje staðfest. Þæreru samkvæmt fræóslulögunnm kjörn- ar til að hafa eftirlit með fræðslu- málum hjeraðsins, og á þeim hvíl- ir ábyrgðin á því, að börnin sýni það við vorprófin, að þau hafi náð því fræðsliimarki, sem lögin setja. Þær hafa því að sjálfsögðu ' rjett og skyldu til þess, samkvæmt 30 gr. fræðslulaganna að afhenda hreppsnefnd í tæka tíð áætlun um kostnaðviðbarnafræðsluna ár hvert, og getur hreppsnefndin ekki leitt hjá sjer, að veita úr hreppssjóði það fje sem fræðslunefnd get- ur fært rök fyrir að nauðsyn- legt sje til að fullnægja kröfum fræðslulaganna — alveg án tillits til þess, hvort fræðslusamþykt hef- ur verið staðfest fyrir fræðsluhjer- aðið eða eigi. 3. Að heimild sje til, í þeim fræðslu- hjeruðum þar sem fræðslusamþykt- ir hafa ekki verið settar, að veita nokkurn styrk til farkenslu, þótt hún uppfylli ekki allar kröfur fræðsl- laganna. (Sbr. 14. gr. B. VIII. b. 2. í fjárlögunum 1910-1911); en til þess að geta átt von á nokkrum styrk, verða að liggja fyrir skírteini fyrir því, að farkennarinn hafi ver- ið ráðinn af fræðslunefnd, og að kensla barnanna á aldrinum 10 -14 ára hafi verið kostuð af sveitar- sjóði, en ekki af aðstandendum barnanna. — ~k§j (gP }íeimavistarskólar handa börnum. Fræðslulögin gjöra ráð fyrir að ein aðferðin til að menta börnin verði sú, að reisa skólahús svo stórt, að þar verði rúm fyrir kennarann með allan barnahópinn sinn úr heilum hreppi eða jafnvel fleiri hreppum, svo að allur hópurinn ásamt þjónustufólki geti átt þar aðsetur þann tíma sem skólinn stendur, að minsta kosti 6 mánuði ársins. — Nú þegar menn eru að brjóta heil- ann um hvernig kenslufyrirkomulagið geti orðið sem haganlegast, er eðlilegt að þeir leggi niður fyrir sjer, hverja leiðina verði tiltækilegast að fara af þeim, sem frægslulögin gera ráð fyr- ir. Flestum kemur saman um, að fastur skóli verði notadrýgri en far- skóli eða eftirlit með heimafræðslu; en sakir erfiðra staðhátta er dagleg kensla allra barna hreppsins allan vet- urinn ómöguleg nema börnin geti flestöll haft aðsetur í skólanum. En þegar svo er farið að gera sjer grein fyrir hvað slíkur skóli þurfi að kosta, bæði til stofnunar og árlegs reksturs, þá fælast flestir útgjöldin og þykir gjaldabyrðin óbærileg, jafnvel þó að tveir hreppar legðu saman. I »Skólabl.« 15. mars þ. á. (7. tlbl.) er lítillega minst á heimavistarskóla handa börnum með nokkuð öðru fyr- irkomulagi en fræðslulögin virðast beint gera ráð fyrir. Þar er gert ráð fyrir að fræðsluhjerað með 60 börn- uui á skólaaldri bygði skólahús, sem rúmaði 15 börn til kenslu og heima- vistar, ásamt kennara og þjónustu- fólki; ef slíkur skóli stæði í 8mánuði ársins gætu 60 börn notið 2 mánaða kenslu í honum í 4 hópum, — 15 börn í senn. En nú er það óvenjulega stórt fræðsluhjerað, ef 60 börn eru á skól- aaldri, og mörgum þykir of stuttur kenslutími einir 2 mánuðir á ári. Ojörum þá ráð fyrir, að í meðal hreppi sjeu 30börn á aldrinum 10 —14 ára, og að hvert barn þurfi að jafn- aði að fá 3 mánaða kenslu. Húsið þyrfti þá að rúma 15 börn í einu ásamt kennara og þjónustu, eins og áður var gert ráð fyrir, og skólinn að standa í 6 mánuði. Fyrirkomulagið gæti þá verið þann veg, að helmingur barnanna sækti skólann í einu, 15 í senn, annaðhvort 3 mánuði samfleytt, eða um styttra skeið í senn. Kenslan ætti þá ekki að verða mjög erfið nokkurnTeginn fær- um kennara, og ekki ofurefli að stjórna og hafa eftirlit og umsjón með ekki stærri hóp á skólaheimilinu. Hugsanlegt væri það, að hvor hóp- urinn um sig sækti skólann aðrahvora viku, en væri héima aðra vikuna, — þeir skiftu á sunnudögum allan vetur- inn. Börnin gætu þá haft þjónustu heima hjá sjer, er margur mundi telja kost. Nokhuð ættu börnin að geta lært þá vikuna, sem þau væru heima, einkum ef kennarinn leiðbeindi þeim um námið áður en þau færu heim og setti þeim fyrir í kenslubókunum, sem þau ættu að búa sig undir með til næstu »skólaviku«. Með þvíaðskifta svo oft áynnist það, að börnin yrðu undir nokkurnveginn stöóugumkenslu- áhrifum, eða við nám, allan veturinn, ýmist í skólanum eða heima. Oætu samt sem áður verið nokkuð til snún- inga þá vikuna, sem þau væru heima. Líktkenslufyrirkomulagþessu mundi lítið gefa eftir hinum föstu skólum; en hvað mundi slíkur heimavistarskóli kosta fræðsluhjeraðið? Pví er ekki auðvelt að svara svo að litlu skéiki, en samkvæmt því, sem gert er ráð fyrir í tilvitnaðri grein í »Skólabl«, mundi kostnaður árlega: verða 8 — 900 kr.; en frá þeirri upp- hæð dragist landsjóðsstyrkurinn, sem ekki er ástæða til að ætla minm en 200 kr. Skólahaldið kostaði hrepp- sjóð þá 6 — 700 krónur á ári. — Væri skólinn reistur a' heimili, sem væri svo vel hýst, að það gæti ljeð börnum svefnrúm, svo að skólahúsið mættt vera þeim mun minna, t. d. aðeins ein kenslustofa, og herbergi handa kennara, þá gæti kostnaðurinn ef til vill orðið nokkuð minni — fyrir hreppsjóð. Nú er ótalin meðgjöfin með börn- unum þann tíma, sem þau eru í skól- anum; en hann greiða aðstandindur þeirra. Kennari ætti að hafa sameiginlegt mötuneyti við nemendur, ög matast

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.