Skólablaðið - 15.10.1909, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 15.10.1909, Blaðsíða 4
76 SKOLABLAÐIÐ með þeim. Og aðstandendum barna vera heimilt að leggja matvæli á borð með þeim; það verður síst tilfinnan- legt. Reynsia er fengin fyrir þvf þar sem slíkt sariieiginlegt mötuneyti hef- ur átt sjer stað, að kostnaður við það þarf ekki að fara fram úr 45 aurum á dag fyrir hvern. Væri barn í skólan- um 3 mánuði, mundi það nema um 40 krónum. Eitthvað kostar þaö, sem barnið borðarheima; kostnaðurinn við að hafa það í skóla þennan tíma, er því ekki mjög tilfinnanlegur. — Heimavistarskóli með svipuðu fyrir- komulagi og hjer er lyst mun verða rekinn í Orímsneshreppi í- vetur, og mun Skólablaðið á sínum tíma skýra frá, hvernig reynist. C,,'- - ;:«r Kvennaskóli Reykjavíknr settur. Hina 8. þ. m. var Kvennaskólinn í Reykjavík settur, með all hátíðlegri viðhöfn, í hinu nýja skólahúsi, sem getið er á öðrum stað í blaðinu. Forstöðukonan, jrk. Ingibjörg Bjarna- son, hafði boðið til þess mörgum gestum úr bænum. Þar var ráðherra, biskup, dómkirkjuprestur, borgarstjóri, þingmenn bæjarins, ritstjórar, margir skólamenn og ýmsir aðrir. Skólanefnd- ina vantaði auðvitað ekki. Athöfnin byrjaði með því aðnáms- meyjar skólans, sem komnar voru, sungu undir stjórn Sigjúsar Einars- sonar tónskálds tvíraddað skólasálm- inn eftir skólameistaraSteingrím Thorst- einsson: Ef sáðland þarfnast sólar. . Að því búnu afhjúpaði forstöðukon- an mynd af frú Þóru Melsteð sem var viðstödd og ávarpaði hina öldruðu heiðurs-frú þessum orðum: (hún hef- ij, eins og kunnugt er, veitt kvenna- skóla Keykjavíkur forstöðu frá byrjun og til þess er frk. Ingibjörg Bjarna- son tók við). Frú Thora Melsteð! Þjer eruð sann- kölluð móðir skólans; hann má heita einkabarn yðar, og þjer hafið borið hann fyrir brjósti síðan hann fyrst komst á fót. Og yður á hann frem- ur nokkrum öðrum það að þakka að hann nú er kominn svo vel á veg. Þjer hafíð varið lífi yðar í þarfir þessa skóla og rækt starf yðar við hann með þeirri alúð og saniviskusemi; sem á fáan sinn líka. Þessvegna vilj- um við geyma mynd yðar og minn- ingu sem hinn helsta dýrgrip vorn í þessum nýja skóla ókkur tii fyrirmynd- ar og uppörfunar. Og þið, mörgu námsmeyjar! sem öðrum framar er ætlað að horfa á þessa mynd, ykkur er óhætt að líta upp til þessarar konu, því að hafi nokkurri konu verið hugarhaldið um mentun íslenskra kvenna, hefur henni verið það. Og þó er það ekki ein- göngu fyrir það sem þið eigið að heiðra mynd hennar; þið eigið einn- ig að taka frú Þóru ykkur til fyrir- myndar sakir mannkosta1 hennar. Rví að fáar eru þær konur sem hafa sýnt svo mikla trygð pg trúmenskui starfi sínu sem hún, og fáar konur, sem fremur ;ge.ti verið ykkur til eftirdæmis í siðgæði og sönnum sálaraðli. Biðjum því guð að blessa konu þessa og heimili hennar öll ölifuð æfi- ár, og vonum að þessi m'óðir skóla vors vaki hjer eins og heilladís yfir iðju okkar um ókominn aldur. Allir viðstaddir hlýddu áþessiávarps- orð standandi; og garnlá frúin þakk- aði nokkrum orðum. Að svo mæltu vjek forstöðukonan máli sinu til kennara skólans, og áminti þá urh að vera ekki einungis kennarar hinna ungu, sem þeim væri trúað fyrir, heldur og vinir þeirra og leiðbeinendur í öllu því sem gott er. Pá kvaddi hún nemendurna nokk- urum vel völdum áminningarorðum; brýndi fyrir þeim hver væri tilgangur skólaverunnar; það nægði ekki til að verða fyrirmyndarkona, að »menta sig til munns og handa«, heldur yrði að leggja stund á mentun hjartans og sálargöfgi. Nemendurnir þurfi að hafa það hugfast, að þeir vaéru ekki að læra fyrir skólann heldur fyrir líf- ið, til þess að geta staðið í stöðu sinni með sæmd og heiðri sem dætur, systur, eiginkonur og mæður, ogsem starfandi sjálfstæðar persónur ímann- fjelaginu. »Munið, að sæmdykkarog skólans liggur við, hvernig þið reynist, þegar þið komið út í lífið«. — — — — — Heimavistarstúlkunum víldu forstöðukonurnar reynast góðar fóstrur, og óskuðu þess, að skólinn gæti orðið fyrirmyndarheimili, »og að þið hafið þá tiltrú til okkar forstöðu- kvennanna að þið komið til okkar, ef þið eigið hjer einhverjar erfiðar stund- ir, svo að við getum reynt að greiða eitthvað úr fyrir ykkur — — —« Fyrir matreiðsludeild skólans stend- ur ungfrú Ragnhildur Pjetursdóttir frá Engey; hún er og bústýra skólans. Loks færði forstöðukonan þakkir al- þingi fyrir veittan styrk til skólans, — sem hún vonaði að yrði síðar meiri, — skólanefndinni fyrir góða samvinnu og einstökum mönnum tyrir gjafir til skól- ans. Nefndi sjerstaklega Melsteðshjón- in, sem hefðu gefið skólanum vand- að hljóðfæri, og eina fyrverandi náms- mey skólans, ungfrú Ragnheiði Jóns- dóttur, sem sent hafði skólanum 50 kr. að gjöf í þakklætis skyni fyrir skólaveru sína. Eftir að skólasetningunni var lokið, var gestunum boðið að sjá alt húsið og var það skoðað hátt og lágt. Mun öllum hafa þótt mikið til koma hús- ins og kensluútbúnaðar. Aðsóknin er mikil. Um hundrað stúlkur hafa sótt. En alt er þetta ónýtt, nema vel sje á haldið. Mest er undirforstöðukon- unni komið. Til hennar bera menn nú hið besta traust, sem þegar er bygt á nokkurri reynslu. í einu atriði er hún áreiðanleg sjer- stæð meðal kvénna í ,.áömu stöðu: hún vinnur hin afar ábyrgðarmiklu og mikilsverðu kenslu- ög forstöðustörf fyrir einnj þriðjung þeirra láúna, sem annarstaðar eru boðin fyrir sömu vinnu. Hve lengi verður það talið sæmi- |egt? Einkunnir við barnaprófin. í reglunum um barnapróf, sem stjórn- arráðið hefir gefið út 7. des. 1908, er svo ákveðið að tákna skuli aðal- einkunnir við árspróf og fullnaðar- próf með heilum tölum, en ekki brotum (tugabrotum) svo sem áður var venja, Þessu kunna ýmsir prófdómarar illa, og foreldrar barna eru sumir ó- ánægðir með þessar vitnisburðargjafir Þykir vitnisburðirnir harla ónákvæmir, og geti börn, er sjeu mjög mismun- andi að sjer, fengið sömu prófeinkunn. o. s. frv. Einn af þeim, sem lætur óánægju í Ijós, er sjera Jóhannes L. L. Jóhann- esson sem annars hefir skrifaö af svo miklum skilningi og áhuga um barna- fræðsluna og fræðslulögin nýju. Hann saknar tugabrotanna, og þykir það valda ónákvæmni í einkunnunum að þeim sje slept. Prófin eru yfirleitt vinsæl, en megn óánægja með mælikvarðann.er leggja skal til grundvallar fyrir einkunnunum, gæti gert þau óvinsæl, og því þykir rjett, að taka þetta atriði til athugun- ar, enda þó að það sje í sjálfu sjer ekki stórvægilegt. Hvað segja þá áðurnefndar próf- reglur? Par segir í 5. gr.: »..........skulu einkunnirnar og tölugildi þeirra veia, sem .hjer segir: ágætlega = 8, ágætlega : 7, dável = 6, dável : = 5, vel = 4, vel : 3, laklega = 2, illa — 1. Ef kennari og prófdómri gefa sína einkunnina hvor, skal taka meðaltal, og verður það þá eink- unn barr.sins í þeirri námsgrein, Meðaltal einkunannaíhinumein- stöku námsgreinum er aðaleink- unn nemandans við árspróf og f ul Inaðarpróf. Va og öllum smærri brotum er slept, en stærri brot en a/2 skal hækka upp í einn heilan.« Samkvæmt þessu virðist það eng- anvegin brot á prófreglunum, þó að tugabrotunum sje haldið þegar dæmt er um hinar einstöku námsgrein- ir. Kennari gefur í einhverri náms- grein t. d. ágætlega (== 8) en próf- dómarinn ágætlega : (= 7); með- altal er þá 7,50; vitnisburðfyrir frammi- stöðu barnsins í þessari násmsgrein má þá tákna með 7,50. Og þannig

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.