Skólablaðið - 15.10.1909, Side 5

Skólablaðið - 15.10.1909, Side 5
SKÓLABLAÐIÐ 77 má tákna einkunnirnar í öllum hinum einstoku námsgreinum. En meðaltal einkunnanna í hinum einstöku námsgreinum er aðaleinkunn nemandans við árspróf og fullnað- arpróf. Þegar aðaleinkunnin ei reikn- uð út, rneð því að taka meðaltal af einkunnunum í hinum einstöku námsgreinum, þá á auðsjáanlega að sleppa brotinu og minni brotum, en haekka stærri brot upp í einn heilan. Þetta sýnist mjög einfalt, Og er mun hægra til yfirlits á skýrslum, að aðaleinkunnin sje táknuð með heilum tölum, en með heilum tölum og brot- um. Og ekki verður sjeð að það leiði til neins handahófs í vitnisburð- argjöfinni. Prófréglurnar (5 gr.) má auðvitað skilja svo að V2 og smærri brotum skuli slept, og stærri brot en */z skuli hækka upp í einn heilan, þegar próf- dómari og kennari leggja saman eink- unnirnar fyrir hverja einstaka náms- grein; en þá gæti og svo farið að ónákvæmnin yrði talsvert meiri. Síð- astliðið vor hefir sú aðferð víða ver- ið höfð. En prófreglurnar mæla ekki beint svo fyrir heldur ákveða það eitt að aðaleinkunnin sje táknuð ein- ungis með heílum tölum. Xoö/dskólinn í Sreitisgötu 2. Reykjavík hefir aukist mjög að íbúa- tölu ásíðustuárum. Enumleið hefirþýðing hennar fyrir landið aukist meir en að sama skapi. Hvergi búa jafnmargir íslendingar á nokkrum einum stað eins ög þar; hvergi stunda jafnmargir íslendingar nám eins og þar. A ári hverju kemur þang- að fjöldi manna úr öllum landshluturr,, þeir dvelja þar um stund, hverfa svo heim aftur og bera með sjer áhrif úr höfuðstaðnum. Til Reykjavíkurberastný- ir straumar frá umheiminum. Paðan dreifast þeir útumlandið alt. Staða höfuðbæjanna er veglegenvandasöm .Mikiðerundirþvíkom- ið fyrir þjóðlífið að áhrifþeirrasjeu holl og styrkjandi. En það liggur í augum uppi að því fleiri menningar-möguleika sem bærinn opnar fyrir íbúum og gestum sínum, því betur innir hann af höndum skyldu sína við þjóðina. En aðstaðan var erfið. Okkur vantaði margt, og Reykjavík gat ekki bætt úr því öllu, síst í einu. Hún stofnaði skóla fyrir margskOnar starfsmenn sem þjóð- fjelagið vanhagaði um. En hún gerði fremur lítið fyrir þá, sem voru efnalitlir og annaðhvort unnu alt árið, eða gátu ekki verið nema stuttan tíma til náms. í haust verður gerð, dálítil tilraun til að bæta lítið eitt úr þessari vöntun. Nokkrir ungir kennarar halda kvöldskóla í Grettisgötu 2, frá 15. okt. til 15 apríl n. k. Skóli þessi er sniðinn eftir samskonar skólum á Englandi með þeim breyting- um sem þörf þótti á eftir íslenskum ástæð- um. Tilgangurinn er að hjálpa lærisvein- unum til að nema og iðka nokkrar af þeim greinum sem búast má viðaðþeim komi að mestu haldi í lífinu. Allir kenn- arar vita vel að enginn skóli getur gert meira en að grafa fyrir undirstöðunni á þeim mörgu byggingum sem nemendurn- ir byggja síðar meir hver fyrirsig. Petta verður þó enn augljósara með kvöldskóla sem verður að láta sjer nægja með lítinn tíma bæði til kenslustunda og heimavinnu. Par er því lögð aðaláherslan á að kenna nemendum að vinna með festu eftir gerðri áætlun. Pessar eru hinar helstu námsgreinar í Kvöldskólanum í Grettisgötu: íþróttir Móðurmál Náttúrufræði Fjelagsfræði og saga Reikningur Prjú útlend mál (Enska, Danska, Pýzka). íþróttunum (og mannfræðinni) er skipað í öndvegi. Hvorttveggja hefir verið van- rækt helst til mikið á íslandi, Og hins vegar ryður sú skoðun sjer æ meir og meir til rúms að fyrst og fremst bæri hverjum manni að stunda heill líkamans. Pegar heilsan er biluð er lífið kvalafult og lítils virði. Flestum er líka kunnugt hver áhrif vor heilsa hefir á andlega starf- semi. En nú er það dagsannað, að lang- flest okkar spillum heilsunni, minkum lífs- gleðina og styttum æfina, suinpart með því að vanrækja það sem við eigum að gera lífinu til viðurhalds, sumpart með því beinlínis að brjóta grundvallarlög þess. í heilsufræðinni sigrar sú skoð- un meir og meir, að hollast sje að byrgja brunninn áður en bamið dettur ofan í, þ. e.: að treysta fyrst og fremst á leikfimis- kennarann og þá á lækninn. En þá er leiðin sú að kenna unglingunum um eðli og byggingu líkamans, samfara því að þeir viðhafa hollar æfingar og mynda fasta, óbifanlega vana sem þeir halda áfram með alla æfi. Næst er móðurmálið. Par er mest stund lögð á bókmentirnar, aðskiljagóð- an skáldskap, að njóta hans, að láta hann fága smekkinn, og ylja tilfinningarnar. Og seinast en ekki síst að þekkja hveitið frá illgresinu sem óvinurinn sáir í bókmenta- akurinn. Náttúrufræðin nýtur sín því miðnr ekki á kvöldskóla. Hana erekki hægt að kenna vel nema með því að hafa hlutina sjálfa til athugunar: stjörnur himinsins í sjón- pípum, jarðlögin upp í dölutn, dýrin á mörkinni og liljugrösin á akrinum. En af því tilvera okkar byggist á yfirráðum okkar yfir náttúrunni er almennri náttúru- fræði þó ætlað allmikið rúm f sambandi við mannfræðina og fjelagsfræðina. í fjelagsfræðinni er freistað að útskýra hversu þjóðfjelög myndast, hversu þau vaxa, og hver aðal-öfl halda þeim saman. Útlendu tungumálin verða kend með munnlegum æfingum. Þó segir kennar inn einnig frá hinum helstu höfundum sem hafa ritað best á því máli. Jónas fónsson }rá Hriflu. ». .o^§§|c. Krossför gegn f átæ ktar b ö 1 i n u. Hvergi er nú hugsað um fátækra- bölið af meíri ákafa en á Englandi. Endaer til þess fylsta ástæða. Hvergi er jafn-margt af auðugum einstakling- um og þar. Hvergi jafn-margt af blá- snauðum öreigum og þar. Meir en tvær míljónir mannaþiggja þar opinberan styrk árlega til að fram- fleyta lífi sínu. Enginn veit um tölu þess aragrúa af fólki, sem engan styrk fær, en þyrfti hans engu síður við, en þeir, er hans njóta. Fátækralög- gjöfin er orðin gömul og úrelt. Hef- ir að mestu setið vió sama keip síð- an 1834, þótt ástæður sjeunú orðnar gagn-ólíkar. Konungleg milli-þinga-nefnd var skipuð fyrir nokkurum árum, sem hef- ir rannsakað ástandið og gefið út skýrslu f mörgum bindum og þykk- um. Má nærri geta, að þar sje mik- ill fróðleikur um mannfjelagsástandið þar eins og það nú er. Nefndin var skipuð átján mönnum og hefir klofn- að í tvent, meirahluta og minnahluta. Meirihlutinn vill halda í sama horfi og verið hefir með töluverðum um- bótum á stjórn og eftirliti. Megin- reglan, að hjálpa þeim, sem sokknir eru niður í ítrustu neyð og orðnir eru ósjálfbjarga. Einn þriðjungur þess- ara aumingja eru börn. Annar þriðj- ungur heylsuleysingjar. Hitt eru ekkj- ur og gamahnenni, sem engan eiga að. Minnihlutinn álítur, að .öll þessi fá- tækralöggjöf sje bygð á röngum grunni. Ofseint sje að fara að hjálpa, þegar fólk sje þegar sokkið niður íörbirgð- ar-fenið og búið þar að glata með öllu hæfilerkanum til sjálfstæðis. Engin fátækralöggjöf eigi að eiga sjer stað. Rista eigi fenið fram, svo fólk hætti unnvörpum að sökkva þar nið- ur jafnótt og bjargað er. Með öðrum orðum: Minnihlutinn fer fram á, að komið sje í veg fyrir örbirgðina með þjóðinni, brunnurinn birgður, áður barnið fellur í hann. Þjóðin eigi að hefja eins konar kross- för gegn örbirgðarplágunni. Annars verði hún að meini, er sýki alt þjóð- lífið og komi velferð þjóðarinnar .á kaldan klaka. I. Peir, sem umsjón eiga að hafa mentamála í hverri sveit, eiga að leita uppi öll börn, sem eigi hafa nauðsyn- legt viðurværi, til þess að geta dafn- að og náð fullum þroska bæði til líkama og sálar, og sjá þeim fyrir fullkomnu viðurværi og hafa eftirlit með heilbrigði þeirra. II. Heilbrigðisnefnd hverrar sveitar á að leita uppi alla þá, sem veikir eru °g e'g' ge*a veitt sjer nauðsynlega læknishjálp og sjá þeim fyrir fullkom- inni læknishjálp, annaðhvort á heimil- um þeirra eða á hentugum heilbrigð- sstofnunum.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.