Skólablaðið - 15.10.1909, Qupperneq 6

Skólablaðið - 15.10.1909, Qupperneq 6
78 skolablaðið III. í sveit hverri sje nefnd manna til að leita uppi fábjána og vitskerta, sem ekki er sjeð fyrir með viðunandi móti, og sjá þeim þegar í stað fyrir góðu hæli. IV. Ellistyrksnefnd hverrar sveitar á að leita uppi gamalt fólk, sem ekki hefir sótt um ellistyrk, en fær eigi lengur unnið viðunanlega fyrir sjer sökum elli, og veita öllum þeim elli- styrk, sem vilja færa sjer hann í nyt, lífi sínu til sómasamlegrar framfærslu með sparsemi og hagsýni. V. Pjóðin skipi yfirvöld um alt land, er sjái um, að ekkert vinnufært fólk sje atvinnulaust, með því móti að sjá því fyrir atvinnu, þegar er það brestur, svo engum vinnufærum sje liðið að vera atvinnulausum og draga örbirgð yfir sig og fjölskildu sína. Skulu yfirvöld þessi leitast við að koma í veg fyrir og uppræta atvinnu- leysis-sýkina með þjóðinni og láta kenna þeim að vinna, sem eigi virðast kunna, svo engin hönd, sem fær er til vinnu, sje iðjulaus. VI. Yfirvöldum og sveitastjórnum skuli falið að knýja alt vinnufært fólk til að vinna fyrir sjer og láta bæði al- menningsálit og lögin þrýsta því til þess að sjá fyrir sjálfu sjer ogáhang- endum, eftir því sem heilsa og kraft- ar leyfa. Þetta eru eftirtektarverðar ráðstafan- ir, enda koma þær frá nokkurum mik- ilhæfustu mönnum þjóðarinnar og mestu mannvinum, er æfilangt hafa verið að hugsa um og starfa að um- bótum á þessu mikla þjóðlífsböli. Víðtækast af öllu er eftirlitið með atvinnumálum þjóðarinnar og skuld- bindingin til að sjáöllum atvinnulaus- um fyriratvinnu. Enda er minnihluta, álitið um það atriði eitt heilt bindi þjettletrað. Eins og stendur er sjötíu miljón- um punda sterling árlega varið til fátækra framfærslu með ýmsu móti. Sannfæring minnihlutans er sú, að miklu af þessu afarmikla fje sje kast- að á glæ. Eins og fátækralöggjöf landsins sje nú háttað, sje hún best til þess löguð að ala upp fleiri og fleiri fátæklinga og gjöra örbirgðarböl- ið með hverju ári hættulegra. Fjelög hafa myndast um alt landið af mikilhæfum mönnum í því skyni að kollvarpa algjörlegafátækralöggjöf- inni, sem er, en setja í stað hennar eitthvert fyrirkomulag' líkt því, sem minnihlutinn fer fram á. það væri bylting mikil, sem hafa mundi víðtæk áhrif um allan heim og vera stórt spor í áttina til að lækna eitt elsta og ægilegasta mein mannfjelagsins — fá- tæktina. Disraeli á að hafa sagt, að kon- unglegar milliþinga nefndin væri flók- in og afar-dýr aðferð til að komast að niðurstöðu um það, sem öllum væri þegar Ijóst. Svo mikinn áhugi er nú á Englandi út af þessu nefnd- arstarfi, og svo mikið um það rætt, að vonandi verður árangurinn einhver. (Breiðablik.) arsyn. Jeg sje þig í anda mitt sólbjarta land í sumarsins tindrandi skrúða, og finn hve nú treystist hið bindandi band, sem bindur mig við þig mitt ástkæra land. Jeg lít hvorki ísa nje úða! Þótt heyr’ eg hjer fjölmargt sem eigi þú átt um orku og framsýni taia. Jeg gleðst ei við vjelanna vælandi slátt jeg veit að þær eig’ ekki fegurð nje mátt fossa og friðsælla dala. Og dýrin sem lít eg hjer bundin á beit og búrin sem fuglana geyma — — alt hrifið úr frelsisins fornhelga reit slær felmt’ í mitt hjarta — af því að jeg veit að öðruvís’ er það heima — Já heima í sveitum við fjallbundin frið býr frelsið, sem hreinast eg þekki, þars Ijósálfar dans’ eftir lækjar nið er laðandi tónöldur kveða við og líf skipa Ijósgræna bekki. Og sestu þar niður um sólríkan dag og sjáðu hvað auganu mætir; við leikandi fjallstrauma lífæðaslag og lóunnar hljómþýða dragandi brag þú finnur þann kraft sem þig kætir. í hlíðum og dölum er búfje á beit og búsmalinn sumaróð kveður frá sjerhverju býli í biómlegri sveit nú breiðir sig reykur um sumarloft heit. og boðar hið blíðasta veður. Og bóndinn hann hvetur sinn blik- andi Ijá sem blánar í heiðríkju loga, svo falla til vallar hin vaxandi strá en vonir og gleði í tindrandi brá þá svífa sem sól yt'ir voga. En krakkarnir dansa af hóli á hól og hlægjandi flekkjunum snúa: Ó hvað það er gaman í signandi sól að syngja og starfa við Norðurhafs- pól og vortíðar vondraumum trúa! í hlöðum og tóftum vex heyforðinn skjótt, brátt háreistar fúlgurnar standa, því störfin öll ganga svo glatt og svo rótt og géfa til kynna hinn norræna þrótt sem lifir í íslenskum anda! Svo blessi þig drottinn mitt blessað^ land og börnin sem fyrir þig starfa, hann styrki og verndi hið bindandi, band, sem bindur hvert hjarta, við starj og við land til gagns fyrir ókomna arfa! Jóh. Porst. |p<zrmingin í ^anmörku. Konungleg skipun kom um fermingar- hald í Danmörku í vetur sem leið og eru þar ýms veruleg nýmæli. Foreldrar mega koma börnum sínum til fermingar hjá hverjum presti sem þau kjósa til þess, eru alls ekki bundnir við sóknarprestinn, enda undirbúi þá líka sá prestur er fermir. Treysti prestur sjer einhverra hluta vegna eigi að ferma barn sem hann hefir búið undir, má eigi ann- ar prestur ferma barnið missirislangt, nema piskup leyfi. Undirbúningstíminn að öll- uin jafnaði 3 mánuðir. Biskupsleyfi þarf til fermingar sje barn- ið eigi 14 ára í lok mánaðarins sem fermt er. Vorferming er sunnudaginn eftir páska og haustfermingin sunnudag- inn eftir Mikaelsmessu. Í sjálfri fermingarathöfninni er nú slept heitinu. Presturinn ávarpar börnin í kórdyrum, á síðan tal við þau, sem með engu móti má vera yfirheyrsla eða lær- dómspróf, heldur samtal, þeim og söfn- uðinum til uppbyggingar, þá fer prest- urinn með afneitunina og trúarjátninguna í nafni safnaðarins og síðan leggur hanu hönd á höfuð hverju barni og blessar það. Halda má um sinn gamla fermingar- sniðinu, komi prestur og sóknarnefnd sjer saman um það. Samtalið (eða spurningarnar) má, þar sem saman kemur um það, fara fram í síðdegisguðþjónustu sunnudaginn á und- an fermingu. (Nýtt Kirkjublað). tfT’

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.