Skólablaðið - 15.10.1909, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 15.10.1909, Blaðsíða 7
SKOLABLAÐIÐ 79 Wýja kvennaskólahúsið i Reykjavík. Húsið er úr steinsteypu, þrílyft; 30^2 al. að lengd, og 18 ál. að breidd. Bakskúr 5s/4x6 álnir. Steinrið úr höggnum grásteini til inngöngu við fordyr, en steinsteipurið við kjallara og bakdyr. Miðstöðvarhitun í öllu hús- inu. í kjallara er: eldhús (7x8 al.), borðstofa (12x8 al.), búr (6x8 al.), þvottahús og baðhús, gufuketilsher- bergi, geymsla og kolahús. Hæð undir loft 4l/2 alin. Á fyrsta lofti eru 4 kenslustof- ur (8xl0al.), kennaraherbergi og fata- geymsla og tveir gangar. Hæð undir loft 5Va al. A öðru lofti eru 2 skólastofur og 5 íbúðarherbergi og tveir gangar. Hæð undir loft 5l/a al. Á þriðja lofti eru 8 íbúðarher- bergi og 2 gangar; þar eru 8 fastir klæðaskápar. Hæð undir loft 4*l4. Á hanabjálka er þurkloft. Vatnsleiðsla er um alt húsið. Út af fyrsta lofti eru steinsteyptir veggsvalir (Wl'^2 al.). Húsið verður gaslíst að öllum lík- indum; eu fyrst um sinn er það lýst olíulömpum. Húsið hefir bygt húsasmiður Stein- grimur Guðmundsson, og er það hans eign. Því fylgir 4680 D álna lóð, og er meó lóðinni og mannvirkjum á henni virt á 76783 krónur. — í því hefir íbúð forstöðukona skól- ans, og ein kenslukona. Alt að 30 námsmeyjar geta átt þar heimavist. Jiens/ubók í Ðönsku handa byrjendum. Eftir Jón Ófeigsson og Jóhannes Sigfússon. I. Rókaverslun Guðm. Gamalíelssonar Rvík. Ekki verður yfir því kvartað, að danskar lestrarbœkur hafi vantað. En þó kémur þessi bók í góðar þarfir, öllum þeim, sem kenna byrjendum Dönsku. Það hefur þótt sitt að hverri þeirra bóka, sem til voru áður, eink- nm Þó það, að þær væru óhentugar handa byrjendum, sjerstaklega börn- um og lítt þroskuðum unglingum. Dönskukensla hefir og víða verið Ije- leg, og alltítt að þeir hafa verið að fást við að kenna þetta mál, sem ekki hafa getað sagt óbjagað orð á því sjálfir, nje heldur verið sendibrjefsfær- ir á því. Engin kenslubók ræð- ur bót á því meini. En mikill mun- ur er það, að kennarinn geti haft góð- an stuðning í kenslubókinni. Einn versti annmarki Dönskukensl- unnar hefur verið framburðurinn; enda hafa kenslubækurnar þarlíttstoð- að. Höf. ráðgera að gefa út annað bindi af bók þessari síðar. Fyrri parturinn, sem út er kominn, er lOarkir. Hann byrjar á hljóðfræðiságripi, og er það mikilsvert fyrir nemendur — og marga kennara — vegna framburðar- ins, enda þó að það verði ekki »lært« til að byrja með. Þá er málfræðiságrip allítarlegt, og með mörgum og glöggum dæm- um. Því næst eru leskaflar, sem byrja á auðveldum hversdagssamræðum, og inn í þá fljettað íslenskum greinum sem eru hentugar til munnlegra æfinga og stilagerðar. Nokkrir leskaflar aftar í bókinni, þegar efni fer að þyngjast, eru og í samræðu formi. Aftan við leskaflana er orðasafn, er mun að miklu leyti nægja, svo að nemandinn þarf fyrst í stað ekki að kaupa sjerstaka orðabók. Aftast eru málfræðisheiti og skammstafanir. Prentun og pappír er í góðu lagi, og bókin er seld í dágóðu skólabandi á 1 kr. 50 au. En síðar er ráðgert að bandið verði vandaðra og sterkara. Efnisvalið virðist gott og laðandi. Vjer viljurn benda á þessa bók sem einkar hentuga kenslubók við byrjun- arnám í Dönsku. Smávegis. Skólar í Rcvkfapík. Mentaskólinn; nemendur 100. Barnaskóli Reykjavíkur; nemendur um 800; kennarar um 40. Verslunarmannaskólinn. Um 40 nemendur; von á fleirum. 9 kennarar Kennaraskólinn verður settur fyrsta vetrardag; von á 60 — 70 nemendum. Unujónarmaður fræá»lumálanna er ný kominn heim úr ferð um Húna- vatns- Skagafjarðar- Eyjafjarðar- og Suður-þingeyjarsýslu. í vor fór hann um Kjósar- og Oullbringu- Borgar- fjarðar óg Mýrasýslu- ogá tímabilinu 4. til 20. júní fór hann um Vestur- land. Allar þessar ferðir hafa verið farnar til þess að hafa tai af fræðslunefndum og skólanefndum til að leiðbeina um framkvæmd fræðsluiaganna. Um leið hafa verið skoðuð skólahús, sem reist hafa verið síðustu ár rneð landsjóðs- styrk. Á þessu svæði voru myndar- legust skólahúsin á Húsavík og Sauð- árkróki, enda mestur styrkur veittur til þeirra (3000 og 1800). tíiörtur Snorraion búfræðiskennari verður ekki við kenslu á Hvanneyri í vetur; heilsa hans því miður svo veikluð, að hann verður að fá annan í sinn stað. Búnaðar- skóla kandídat Páll Zófoníasson gegnir starfinu fyrir hann í vetur. margir kcnnarar. Farkennarar hafa verið 208 síðastlið- inn vetur. Peir hafa kent 2872 börn- um á skólaskyldualdri. Flest hafa verið 8 — átta — kennarar í einum hreppi. Þetta er dýrari kensla en þarf að vera. Betra að launa kenn- urunum betur og hafa þá færri Hveldskóla fyrir unqar ítúlkur frá 15. okt. til 1. Maí auglýsa þær Bergljót Lárusdóttir ogLáraLár- usdóttir. Námsgreinar: íslenska, Enska, Danska, reikningur, skrift og hannyrðir. Áhersla lögð á að tala málin. Skipaðir kcnnarar. Tvö föst embætti eru nýstofnuð við barnaskóla Reykjavíkur bæjar. í þau voru þær skipaðar frk. Póra Friðriksson og frk. Laufey Vil- hjálmsdóttir. Jónas Jónsson rrá Hriflu er skip- aður æfingastjóri við kénnaraskólann. Jón Kristjánsson, cand. jur. er skipaður kennari við lagaskólann. Spurningar og svör. Er rjett að kjósa mann í fræðslu- nefnd sem búsettur er í skólahjeraði, þó í sama hreppi sje? * * Kjósa má hann í fræðslunefnd, ef hann vill taka kosningu; en hann get- ur skorast undan kosningu, ef hann vill. STAFRÓFSKVER Hallgrims Jónssonar kennara hefir meðmæli fjölda kennara og for- eldra. Pað er ódýrasta stafrofskverið eftir stœrð og gœðutn. Aðalútsala hjá arinbirni Sveinbjarn- arsyni í Reykjavík, Laugavegi nr. 41 og fæst hjá öllum bóksölum hins íslenska bóksalafélags. Unglingaskóli vcráur baldinn í Bcra$taða*trafti 3 i vctur. námsarcinar: ísIcnsKa, $ðga, nátrúr«fr*xíði, Undafr«$i, reikning- ur, Dartskð, en$kð, $önpr oð teiktt* Mtt. Kttt$iutíttií cr 6 mánuöir, frá fyr$tð vctrardcai til sídasta vetrar- Skólððíðlð fyrir hvcrn ncmanda 20 kr. fyrir vcturinn. 21 kcn$l»- stuttd ð viku. Jisgr. Magnússon.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.