Skólablaðið - 01.11.1909, Qupperneq 1

Skólablaðið - 01.11.1909, Qupperneq 1
tb. Kemur út tvisvar i mánúði. Koslar 2 kr. á ári. bkeyhjaoík !. nóoember. Auglýsingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Bergst.str. 27. 1909. Örfá orð um samstarf skólans og heimilanna. Hinn eðlilegi fræðslustaður — og uppeldisstaður — barnsins, er heimilið. Það er vagga als andlegs og líkam- legs þroska. Enginn þekkir svo vel einstaklings- eðli barnsins sem góður faðiroggóð móðir. Og foreldraástin bendir oft á hina rjettu uppeldisaðferð. Sveitaheimili vor hafa um langan aldur rækt að mestu þetta tvöt’alda starf að uppala og fræða — ástund- um miður en skyldi, en þóoftarlangt um betur en von var á — Skólinn er reistur til þess að Ijetta uppeldisstarf heimilanna, en ekki til þess að taka það í burt. A síðari árum höfum við íengið fleiri og fleiri barnaskóla og tala þeirra mun vaxa á komandi árum. En ráð- legt mun þó að ganga ekki alt of óðslega fram í því efni að svo komnu. Eg minnist, að reyndur og ráðinn skólamaður hjer í Danmörku sagði við mig ekki als fyrir löngu: Eg efast um, að skólalög vor frá 1814 hafi gjört meira gagn en skaða í hinum strjálbygðari hlutum Jótlands. Sannleikurinn er sá, að skólinn tek- ur — því miður — alloft nokkuð af ást og umhyggju foreldranna frá börn- unum. Ábyrgðartilfinning heimilanna verður ekki lengur svo sterk sem áð- ur. Hjer liggur erfiður steinn í götunni: skortur á samvinnu milli skólans og heimilanna. Eg hefi ekki langa lífsreynslu sem kennari en þó hefir hún bent mjer á að hjer er vandamál á ferðum. Og undanfarna daga hefi eg haft tækifæri til þess að sjá og heyra, að hjerí Dan- mörku kreppir skórinn að á sama hátt allvíða. Heimilin skella skuldinni á skólann og skólinn aftur á heimilin En hver er sökin — og hvar er hana að finna? »Sjaldan véldur einn er tveir deila« svo mun og hjer vera. Aðalorsökin felst í misskilningi — bæði frá skólans og heimilisins hendi — og vöntun á virðingu, sem þeir tveir málsaðilar þurfa að bera, hvor fyrir annars starfi. Starf heimilisins er aðallega að upp- ala, vaka með aðgætnu auga yfir sið- ferðisþroska barnsins bæði á þeim árum sem það gengur í skóla, og fyrir og eftir þann tíma. Hlutverk skólans aftur á móti er aðallega það, að veita börnunum. fræðsln i hinum ýmsu námsgreinum. En þessi ivö hlutverk eru svo ná- tengd, svo óaðskiljanlega fljettuð sam- an, að þau verða að vinnast i samein- ingu. Pað er þetta sem oft gleymist og veldur miklum skaða. Mörgum foreldrum hættir við að varpa allri sinni áhyggju yfir á skólans breiða bak. Fæði og klæði skulu börnin hafa frá heimilinu, en alt annað, sem uppeldið snertir kemur skólanum einum við. Og það ér hann, sem ber ábyrgðina á því, að börnin síðar verði góðir og nýtir borgarar. Og hvort börnin læri mikið eða lítið, ilt eða gott á heimilinu fyrir og á þeim tíma sem þau ganga í skólann má á sama standa. Skólinn skal fræða og venja — laga alt það.sem aflaga hefir farið! En skólinn á sinn hluta af þessum misskilningi. Oft heyrast frá þeirri hlið orð gem falla í þá átt að heimil- in sjeu ekki lengur fær um að leysa uppeldisstarf sitt af hendi það sjeþví skylda skólans að taka það að sjer að fullu og öllu. Sá andi legst í loft- ið berst út til heimilanna ogber ávöxt. Margir foreldrar taka með gleði á móti þeiin boðskap og finna þungri byrði Ijett af herðum sjer. Aðrir sjá, og það með rjettu, að hjer lofar skól- inn ineiru en hann megnar að efna. Skólinn er ekki stofnaður til þess að taka á burt uppeldisstarf heimil- anna, heldur til þess að Ijetta það. Og vjer getum reist svo góða skóla sem vera vill, en þó aldrei svo vel úr garði gerða, að þeir geti komiðístað heimilisins. Pað hefir verið sagt, að aldreiáæf- inni lærðum vjer jafn mikið á jöfn- um tíma sem hinum fyrstu lífsárum vorum. Það er heimilið sem þá fræðslu veitir og ekki skólinn. Pann grundvöll sem heimilið legg- ur á hinum fyrstu árum, megnar skól- inn að litlu leyti að umskapa. Á heimilinu myndast og dafna allar sálarlífsins rætur — þar setja hin ytri áhrif sín fyrstu — og eg vil segja óafmáanlegu — merki á hina ungu. Og viljum vjer spyrja, hvort áhrif skólans eða heimilisins sjeu sterkari verður svarið eflaust: Heimilisins. Máli mínu til stuðnings vil eg til- færa eitt dæmi. Sem kunnugt er beita Pjóðverjar öllum brögðum til þess að gjöra dansktalandi Suðurjóta þýska. Pýsk tunga hljómar í hverri kirkju. Sex ára gömul skulu börn frá dönskum heimilum koma í þýska skóla, nota þýskar kenslubækur og hlustaáþýska fræðslu. Og hver er svo sterkastur? Merkur þýskur prestur hefir nýskeð sagt: Vjer skulum aldrei láta osskomatil hugar, að oss takist að gjöra Slesvík- urbúa þýska þótt mál vort hljómi í kirkjum og skólum. Heimilin eru langt um sterkari. Pessvegna verðum vjer að krefjast, að heimilið noti það vald, sem það ætíð hefir yfir börnunum á rjettan hátt, vinni í sameiningu við skólann að heill og framförum hinna ungu. Og vjer verðum að krefjast þess, aö heim- ilið beri virðingu fyrir starfi skólans. Frá skólans hlið megum vjer og gæta þess að seilast ekki langt út fyrir vorn eiginlega verkahring eða telja sjálfum oss trú um, að vjer get- um rækt starf vort vel án hjálpar heim- ilanna. Foreldraskyldurnar eigum vjer að hjálpa til að uppfylla, en enganveginn taka þœr i burt. Kærleikans band á millum foreldra og barna eigum vjer að styrkja og ekki veikja. Og hvað getum vjer svo gjört til þess, að koma samvinnu skólans og heimilanna í betra horf en nú er? Rjetta út höndina og biðja um hjálp heimilanna. Láta þau vita, að fram- faraskilyrði barnsins í skólanum eiga fyrst og fremst sínar rætur í heimilinu og starf skólans byggist á þeim grund- velli, sem heimilið hefir lagt. Og um fram alt verðum vjer að minnast þess, að uppeldisábyrgðin hvílir baeði á skóla og heimili. Vjer verðum að taka aðstandendur

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.