Skólablaðið - 01.11.1909, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.11.1909, Blaðsíða 2
barnanna tali — helst safna þeim sam an til málfunda — og ræða við þá um uppeldisstarfið, skýra fyrir þeim þær kröfur, sem skólinn óhjákvæmilega verður að gera til heimilanna og jafn- framt gjöra stutta grein fyrir kenslu- aðferðum vorum. Efalaust mundi það og efla sam- vinnuna, ef hægt væri að fá foreldr- ana til þess að heimsækja skólana oft- ar en nú gerist. Pá get eg ekki látið hjá líða að minnast hinna >Daglegu vitnisburða«, sem tíðkast við skólana. Og um þá vil eg segja, að eg trúi því að það mundi vera oss tii hagnaðar ef þeir hyrfu úr sögunni. Pað er erfitt verk og vanþakklátt að gefa daglegar einkunnir — og stuðl- ar lítt, að minni hyggju, aðsamvinnu vorri. Foreldrarnir fá gildi barna sinna gefið í tölum frá skólans hendi — rúnum sem þeir ástundum ekki kunna að ráða. í stað hinna daglegu vitnisburða gæti komið — segjum einu sinni í mán. — stutt og greinileg skrifleg skýrsla frá skólanum til heimilisins. Par skyldi tekið fram um hegðun barnsins og framfarir, svo og í hvaða námsgreinum það einkum þyrfti stuðn- ings heima o. s. frv. Það, sem eg hjer hefi skrifað eru allstuttar og sundurlausar hugleiðing- ar um svo mikilsvarðandi mál. En þær eru komnar fram af því, að það liggur mjer þungt á hjarta. Að síðustu vil eg óska, að bæði foreldrar og kennarar vildu taka til máls og ræða efni þetta nákvæmar. Oss ríður mikið á að eiga góða skóla, en jafnnauðsynlegt er lyrir oss að eiga góð heimili — heimili sem skilja hlutverk sitt og hafa vilja á að leysa það af hendi. Aðeins með því móti ber starf skólans hina tilætluðu ávöxtu. Tviir.mskóla við Silkiborg 26/9 OQ. /. Þorsteinsson. „Sveitakarl” skrifar í *Austra« (N R 33) um fræðslu- lögin. Rað er móður í »karlinum« og hann rær bakföllum og tekur djúpt í árinni. Hann telur fræðslulögin hin »skað- legustu lög, er samin hafa verið á seinni tímum«, o. s. frv. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá eru það heimavistarskólarnir aðallega, sem hann telur beint fjár- munalegt drep fyrir hverja sveit Óþarfi er að hamast út af fræðslu- lögunum fyrir þ á sök. Þau skipa engum að reisa heimavistarskóla sem ekki vill sjálfur gera það. Nógar leið- ir aðrar; þar á meðal þær, sem »Sveita- karl« telur sjálfur góðar og gildar, og sem honum þykir vel hafa gefist, en það er farkensla og heimafræðsla. Rjett einu sinni er það tekið fram í þessari grein, að góður heimiliskenn- ari komist lengra með börnin en hægt sje að komast alment í skólum. Hver neitar því? Væru allir heimilisfeður svo efnum búnir að þeir gætu haldið góðan kenn- ara fyrir heimili sitt, og vildu þeir kosta svo miklu fje til að menta börn- in sín, þá mundi líklegá enginn barna- skóli vera til í heiminum. En því er nú ver og miður að svo erekki. Og lítið stoðar því sú ráðlegging »Sveit- akarls« að vjer segjum skilið við skólahald, enda þó að allir verði að játa það satt vera, sem hann segir, að »sú kensla — sem heimiliskennar- inn veitir — verði staðbetri helduren ef einn maður á að kenna fjölda mörg- um börnum«. »Sveitakarl« segist hafa uppalið 9 börn. Hann væri, ef til vill, ekki eins gramur við fræðslulögin, ef hann ætti eftir að uppala barnahópinn sinn. Hann mundi þá fljótt geta skiíið, að lögin veita honum góða hjálp til að rísa undir þeirri þungu byrði; en nú á hann sjálfsagt eftir — samkvæmt fræðslulögunum — að greiða margar krónur í hreppssjóð til að hjálpa öðrum til að menta börnin sín, þeim sem börn eiga á skólaaldri. Hann telur þá hjálp sjálfsagt ekki eftir, þó að hann hafi farið á mis við álíka hjálp sjálfur - af því að þá voru engin fræðslulög til. — Engin undur eru það, að galla megi finna á þessum lögum; þeir eru ekki fleiri en við mátti búast. Svo mikið vandaverk er að semja skólalög. • Sveitakarl« hefir rjett fyrir sjer í því, að Dr. Björn Olsen átti mikinn og góðan þátt í því að ganga svo frá lögunum á þingi, að ástæðulaust er< fyrir nokkurn mann að amast við þeim, sem einhverja rjettarbót vill á barnafræðslunni. Svo frjálsar hendur gefa þau hverri sveit til þess aðhaga fræðslumálum sínum eftir eigin höfði. En við því var ekki að búast að nokkuð verulegt yrði gert til bóta með löggjöfinni einni, án þess að það kostaði nokkur aukin gjöld. Það hefir áður verið sýnt fram á það hjer í blaðinu að það var orðin almennósk að bætaalþýðumentunina — og þá var sjálfsagt að byrja á barna- kenslunni eins og fræðslulögin gera - ; byrja á undirstöðunni. Lögin koma þannig til móts við óskir manna. Skynsamir menn hlutu að vita það fyrirfram að aukin kensla kostaði auk- in fjárframlög. Og þeim hlaut að vera Ijóst að það yrði ekki alt borg- að úr landsjóði. Margar sveitir voru orðnar því svo vanar að leggja ekk- ert sjálfar til barnafræðslu, en taka móti landsjóðsstyrknum, svo sem hlut á þfirru landi. Enginn sjer eftir land- sjóði að borga! En svo þegar lögin gera ráð fyrir borgun til þessara mála úr hreppssjóði, þá er eins ogsum- ij sjái fyrst að kensla kostar eitthvað. Það er rjett, að t'ræöslulögin leggja nýjar byrðar á marga hreppa, eink- um þá, sem lítið eða ekkert hafa áður greitt til fræðslumála. En í ýmsum hreppum þyngjast gjöldjn ekkertfyr- ir þessi nýju lög. Það eru þeir hrepp- ar, sern áður en Iögin komu, höfðu af eigin hvöt lagt á sig talsverð gjöld til að menta börn sín. En það segir «Sveitakarl« út í loft- ið, að lögin leggi »óbærar byrðar á þjóðina«. Kostnaðaráætlanir þær, er »Skólabl « heíur áður flutt, og reikn- ingar fyrir skólahald, sýna það svo ekki hefur orðið móti mælt að kostn- aðargrýian, sem einstaka maður hef- ur otað fram, er ekki neitt ægileg. — • SveitakarH átelur það, að íslenskir bændur hafi látið æsa sig upp til að snúast í móti þörfum lögum, svo sem gaddavírs-girðingar lögum og símalög- um. En fræðslulögunum mótmæli fáir. Var ekki eitthvað svipað af stað far- ið, þegar fræðslulögin komu út, og urðu heyrum kunn, eins og þegar símamálið var á ferðinni? Hvað áttu þeir að þýða prentuðu seðlarnir, sem sendir vóru út um allar sveitir lands? Hvað annað en að fylkja bændum undir hermerkið móti framkvæmd fræðslulaganna — jafnvel áður en búast mátti við, að almenningur hetði áttað sig svo á lögunum, að hann vissi hvað í þeim fólst. Hvað átti það að þýða, að skipa nefnd í íræðslumálin þegar í byrjun síðasta þings? Hvað átti sú nefnd að gera annað en leggja til við þingið, að fræðslulögunum, hálf ókunnum og algerlega óreyndum í framkvæmd, yrði frestað um óákveðinn tíma? Hvorttveggja beint banatilræði við þessi nýju og þörfu lög, sem kostað hafði verið fje og fyrirhöfn til að búa sem best úr garði. Hver varð svo árangurinn? Einar tvær ritgerðir, er töldu fræðslu- lögin óferjandi og óalandi, höfðust upp úr öllum prentuðu seðlunum. Þær komu út í »ísafold« ogvorueft- ir »sveitaprest« og VigfúsíHaga. Báðir þessir höfundar leituðu að göll- um á lögunum, og höfðu ýmislegt til síns máls, en fóru og með ýmsar ýkjur, einkum Vigfús, eins og sýnt var fram á hjer í blaðinu. Aðrir en þessir, tveir höfundar sendu og svör upp á prentuðu seðl- ana, svör sem töldu góða rjettarbót í fræðslulögunum. En þau svör komu ekki í »ísafold«. — Nefnd sú, sem kosin varáþinginu, komst tii þeirrar niðurstöðu, að fresta ekki framkvæmd laganna og breyta þeim ekki í neinu verulegu atriði. Og þingið fjellst með, miklum meiri hluta á tillögu nefndarinnar. Þannig stóðust fræðslulögin þessa atlögu, og höfum vjer ekki orðið var- ir við að lýðhylli þeirra manna hafi minkað sem komu lögunum á fram- færi, nje heldur vaxið vegur þeirra, sem vildu koma þeim fyrir kattarnef. 82 SKOl,ABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.