Skólablaðið - 15.11.1909, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 15.11.1909, Blaðsíða 1
Þriðji árgangur. 22. tb. Kemur út tvisvar i mánuöi. Kosiar 2 kr. á ári. Sleykjaoík 15. nóoember. Gagnfræðaskólinn á Akureyri settuu. Svo kvað Matthías: Nú kallar þjóðin ykkur, landsins arfa, að yrkja og vakta helgan föðurgarð; og enginn tími stefndi þjóð til starfa með stærri von um hundraðfaldan arð. Um láð og lög og loftsinsfimbulvegi er leiðin frjáls, og sigruð tíð og rúm, ný sköpun byrjuð, bjart af nýjum degi, og besta fortíð orðin rökkurhúm! Því lofið guð, þið yngismenn og meyjar, að megið lifa þessa furðu-tíð, sem vefur saman álfur, höf og eyjar og allar þjóðir gerir banda-lýð! En munið, börn, því meira sem er unnið, er meira eftir — hærri, stærri þraut, og litlu munar, langt þó sýnist runnið, á lífsins stóru guðdómlegu braut. Kom heill ti! náms, þú ungi lærdóms lýður, sem lyfta skalt til manndóms veikri þjóð! í minni festu fyrst hvað skyldan býður, svo för þín verði heillarík og góð. Sjá, markið er, að mentist vorar bygðir, svo mættum aftur verða sæmdarþjóð, því skólinn á að skapa dáðogdygðir og drengskap leiða í ykkar merg og blóð. Það var sú tíð, að vorar norðursveitir sín verja kunnu gömlu fjórðungs mót og gæta alls, er afl og menning véitir, að ekki týndi fornri hjeraðsbót. Og meðan kröftum fjöll á Fróni skifta, sem fyrrum, þarf að jafna hjeraðsvöld, Og skuli aftur lýða kjörum lyfta, skal lifna alt sem best var fyr á öld. Sem gullnir tindar hefja sál til hæða, og hafsins töfrar vekja manndóms þrá, eins kennir sagan, fóstra vorra fræða. þann fremdarhug, sem lyftir andans brá. Og henni ásamt: óður vor og tunga er æðsta ment, er styrkir, göfgar oss. Pví gleym þú aldrei, lands vors öldin unga, að elska þessi fólks vors dýrstu hnoss! Margt er að læra, Ijúfu mentavinir, en listin æðst er þó að verða menn, sem réynast sinnar þjóðar heilla-hlynir, því harðar skúrir bíða Snælands enn! Oott er að fljúga, — vinna veröld hálfa, og verða mikill, hver í sinni bygð, en mest er vert að sigra vel sig sjálfa ineð sannri visku, fjelagsskap og trygð! Stafsefningin. Hinn 6. þ. m. áttu 25 fslensku kenn- arar í Reykjavík fund með sjer í barna- skólahúsinu til að ræða um stafsetn- ingu á íslensku. A fundinum vóru íslensku kennarar barnaskóla Reykja- víkur, kennaraskólans, mentaskólans, kvennaskólans, iðnskólans og Jón Ólafsson alþm. og ritsjóri fyrir hönd verslunarmannaskólans. Fundurinn hafði aðallegaveriðboð- aður til þess að leita fyrir sjer um samkomulag um eina og sömu staf- setningu í öllum þessum skólum. Hinu ekki við að búast að á einum fundi yrði auðið að kryfja svo til mergjar þær stafsetningarreglur, sem nú eru algildastar, að úr því yrði skor- ið, hvor þeirra væri rjettmætust í raun og veru. í umræðunum kom það skýrt í ljós, að samkorrulag um eina og sömu rjett- ritun í öllum skólum landsins þótti æskileg; annað í raun og veru óhæt’a. En hvaða stafsetning skyldi þá kos- in til þess? Hjer er ekki um margtaðvelja. ílang- flestum — ef ekki öllum — skólum er annað tveggja fylgt hinni svo nefndu Blaðamannastafsetningu þráðbeint, eða þá með þeim afbrigðum,sem stjórnarráð- ið Ijet taka upp í Lesbókina, sem tvö hefti eru komin út af, og hið þriðja væntanlegt von bráðar. En afbrigðin eru ekki önnur en þau að rita je en ekki é, og hvergi z. En þó að afbrigðin sjeu ekki fleiri en þetta, þá eru þau svo stórvægileg, að þau valda talsverðum glundroða, ef látið er afskiftalaust, hvort þeim er fylgt eða ekki, — ef einn skólinn fylg- ir þeim en annar ekki, — einkum þó að því er z-una snertir. íslensku kennarar þeir, sem nota Les- bökina, finna eðlilega til erfiðleikanna á því að kenna ekki að öllu leyti hina Auglýsingaverð: I kr. þuml. Afgr. Bergst.str. 27. sömu stafsetningu ogáhennier. Hún á og að vera svo samin að öllu leyti, að hún geti verið örugg leiðbeining fyrir kennara og nemanda einnig um það, hvernig eigi að rita málið. Bað mun þ'd hafa verið almenn ósk fundarmanna að fylgja stafsetning Les- bókarinnar af þessum praktisku ástæð- um, enda þó að þeir, að minsta kosti sumir hverjir, hölluðust engusíðurað Blaðamanna stafsetningunni óbreyttri. En það var ekki líklegt til að leiða til samkomulags við Blaðamannafjelag- | ið, eða þá kennara sem bundist hafa heiti um það að fylgja þess stafsetn- ingu. Þá var t. d. mentaskólinn frá; íslensku kennarinn þar átti víst mikinn þátt í því að leggja þann grundvöll sameiginlegrar rjettritunar sem lagður er með Blaðam.stafsetningunni, og tel- ur sig bundinn við hana, að svo stöddu. Þar sem það var markmiðið að ná samkomulagi um eina stafsetningu í öllum skólum, var eðlilegt að fundur- inn vildi ekki fara fram á neitt annað en það, sem samkomulags von var um við bestu menn Blaðamannafje- lagsins og lærðustu menn í þessum greinum, sem styðja þá stafsetningu. Vjer höfum það fyrir satt að Blaða- mönnum hafi ekki verið fast í hendi með z-una. það hafi þvert á móti verið vilji nokkuð margra þeirra manna, sem þar áttu hlut að máli, að sleppa henni pegar frá byrjun, enda þó að svo færi að henni væri haldið. Gæti nú orðið samkomulag um það, að sleppa z-unni — sem ekki ætti að vera vonlaust um — þá er aðeins eitt stafsetningaratriði sem milli ber je, eða é. Og það ætti ekki að valda nein- um tilfinnanlegum glundroða í rjett- ritunarkenslunni, nje erfiðleikum á því að nota þær íslenskukenslubækur, sem nú eru fyrir hendi. F*að veldur varla sjerlegum erfiðleikum í lestrarkenslu og skriftar, að gera barni skiljanlegt að stafurinn é jafngildi í riti og fram- burði je. — Með þetta fyrir augum var í fund- arlok borin upp svo látandi tillaga til fundarályktunar, og samþykt með 19 atkv. gegn 3: Fundurinn telur heppilegt að Blaða- mannastajsetningin sje kend i öllum

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.