Skólablaðið - 15.11.1909, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 15.11.1909, Blaðsíða 2
86 SKOLABLAÐIÐ skólum landsins með þeim afbrigðum einum, að z skal hvergi rita. * * * Skólarnir, flestir aðalrithöfundar, blaðamenn og aðrir, sem eitthvað meira eða minna láta sjá eftir sig á prenti, eru víst allir á eitt mál sáttir um það, að æskilegt sje, að allir hafi sömu stafsetningu. Og nú er svo komið, að aðeins örlítið ber á milli. Skólarnir hjer í Reykjavík vilja losna við z-una, en sætta sLg að öðru leyti við Blaðamanna ritháttinn Vegurinn til þess að skólartiir og Blaðamenn mætist eru þá tveir: að blaðamenn komi sjer saman um að sleppa z-unni til að koma til móts við óskir skólanna, eða að skólarnir beygi sig alveg fyrir þeim, sem henni vilja halda — viljugir eða nauðugir. Vilj- ugir gera þeir það ekki, en nauðugir gætu þeir orðið að gera það, ef stjórn- in valdbyði Blaðamannarit.iátt óbreytt- an, í öllum skólum landsins. — Um það atriði urðu talsverðar um- ræður á kennarafundinum. Voru spá- dómar um það, að stjórnin hefði í hyggju að valdbjóða Blm. stafsetning- una í landskólunum, þeim skólum, sem landsjóður kostar að öllu leyti, og sem liggja beint undir stjórnina. — En hví ekki þá í öllum barnaskól- um líka? Sumum fundarmönnum þótti kent hafa gjörræðis í afskiítum stjórnarinn- ar af stafsetningu á Lesbókinni, þar sem hún vjek þaó frá Blaðam. staf- setningunni að rita skyldi je, en sleppa z — án þess að leita álits kénnara eða höfunda Blm.stafsetningarinnar um það. Á hinn bóginn þótti flest- um ábati í því að sleppa z-unni, en skiftar skoðanir um að rita je, en ekki é. Út af þessu var borin npp tillaga til fundarályktunar, og samþykt með ÍQ atkv. gegn 1: Fundurinn telur ekki heppilegt, að stjórnin geri neinar ráðstajanir um það, hvcrri stajsetningu sje fylgt í skólunum, nema þá eftir tillögum kenn- ara. — Einum fundarmanni var falið að ílytja þetta erindi fundarins fyrir stjórn- inni. ^ ~w* A trjeskom. Já, ekki nema það þó! Að ætla að fara að orða það við okkur hjerna í Reykjavík, að ganga á trjeskóm eins og Jótar og að láta börnin ganga á trjeskóm. Nefna má það nú samt sem áður. Og hugsa má um það, hvort tillagan sje svo fráleit. Götur Reykjavíkurbæjar eru auð- vitað nokkurnveginn þurrar í langvar- andi þurkum, en ekki þarf langvar- andi úrkomu til þess að þær verði biautar og óhreinar. Og úrkoman er mikil í Keykjavík; götarnar því injög oft blautar. Efnaða fólkið flýr til útlendra skó- hlífa; þær eru dýrar og endast ekki mjög lengi. Börn efnaða fólksins eru og látin ganga í útlendum ytri skóm. En fátæka fólkið og börn þess, gösl- ar hálf vott í fætur á ósútuðum ein- földumskinnskóm — íslenskumskóm — hverju sem viðrar og hvernig sem göturnar eru, þó að forin sjeyfirskó- varp. Petta finna menn að er óþægilegt, hafa jafnvel grun um að það kunni ekki að vera sem hollast að ganga dag eftir dag með vota fætur. Allir, sem einhver ráð hafa, reyna því að fá sjer útlendan skófatnað. Skósmiðanna tala í keykjavík er »legio«, og þeir eru víst flestir vel bjargálna. Og þó smíða þeir líklega ekki tíunda hluta þess skótatnaðar, sem Reykvík- ingar slíta. Ógrynnin öll eru seld af skófatnaði alútlendum — sem saum- aðurer í útlöndum. Vjer íslendingar, erum ódeigir að borga útlendingum verkalaun. Verkamenn ganga almennast á út- lendum skóm úr sútuðu leðri, konur þeirra og börn aftur á móti á íslensk- um skóm. Alt »fína« fólkið gengur náttúrlega á útlendum skófatnaði. Ressi útlendi skófatnaður er kosinn af því að hann þykir halda fótunum betur þurrum, af því að hann er tal- inn vatnsheldur. F'að þarf hann að vera hjer í Rvík; en hann er það ekki. En trjeskórnir eru það, og þeir halda fótunum þurrum. En vatnleðurskór. Eru þeir ekki vatnsheldir? Vatnsleður er oft vatns- helt, óg vatnsleðurskór eru það stund- um, meðan þeir eru nýlegir. En þeir hætta því brátt, þegar farið er að gera að þeim. Beir eru dýrir að kaupa þá, dýrt er að láta botna þá. Gúmmí-skór eru og dýrir, og þeir eru ónýtir, þegar komið er gat á þá. Hjer kann líka enginn skósmiður að gera að þeim. Hjer þarf að líta á, hvaða skófatn- aður er ódýrastur, þœgilegastur og hollastur. En þetta er auðvitað erfitt að sameina alt. Trjeskórnir eru líklega ódýrastir. Nýir trjeskór kosta ekki mikið í sam- anburði við skó úr sútuðu leðri. En svo er það annað, sem gerirþáódýr- ari til notkunar. Og það er það, að hver sem hefir nenningu til þess, get- ur sjálfur gert að þeim og haldið þeim við. Það lækkar skóarareikninginn meira en margan grunar. En þeir eru stirðir að ganga á, fyrir þá sem talsvert langt þurfa að ganga daglega. Og þeir þykja aðallega fyrir þá sök ekki eins þœgilegir og annar skót'atn- aður. En þeir eru að öðru leiti holl- ur skófatnaður, halda fótunum vel þurrum, enda þó að staðið sje til langframa í blautu í þeim. — íslensku skórnir, skór úr ósútuðu, einföldu, skinni eða leðri, eru að vísu ekki mjög dýrir, en þeir eru afar end- ingarlausir, og verða því dýrari til muna én trjeskór, þegar öllu er á botninn hvolt. Aðalkostur þeirra er sá, að þeir eru Ijettir og þægilegir; þeir eru t. d. góðir leikfimisskór, með- að þeir eru nýlegir. En aðal ókostur þeirra — auk þess sem þeir reynast dýrir — er sá, að þeir halda fótunum ekki nægilega þurrum, þegar blautt er um Og þegar farið er að bæta þá, leka þeir hvað lítið sem í blautt er stfgið. Peir eru því ýfifMtt ófíolllir skófatnaður. Útlendurskófatnaður, úrsútuðuleðri, sameinar þá tvo kosti best að vera þœgilegur og hollur, og þó svo best hollur óg rakalaus, að skóhlífar sjeú utan yfir. En hann er of dýr fyrir fá- tæklinga, og fyrir þá sem standa að vinnu, sem heimtar mikið skóslit, t. d. steinhöggvara, eða steinvfntíú- menn yfirleitt, og fyrir þá sem vinna að grefti eða öðrum grjótverkum og moldar. Prifnaðarins verður að gæta. Meiri hluti þeirra óhreininda, sem éinatt safnast í híbýlum manna, béfst inn með skófatnaðinum, þar sem gðturn- ar eru svo að segja síblautar og ó- hreinar. Rví er nauðsynlegt að ganga sem mest í tvennum skóm, þegar út er farið, og skilja ytri skóna eftir í anddyri, þegar inn er gengið. Retta gera og þeir sem hreinlega vilja ganga um hús sín. Þetta geta allir gert, sem vilja, auð- ugir og fátækir. Inni við er hentugt og þægilegt áð ganga á sem þynnstum og liðugUst- um skóm. Til þess eru íslensku skórn- ir ájgætir. Utí við er um að gera að hafa skó, sem eru endingargóðir ogþolavætu; þá kosti sameina trjeskórnir. Verður þá ekki hentugt að eiga sjer íslenska skó fil að ganga á inni í húsunum, en trjeskó til að smokka sjer í, þegar út er farið, — hvort sem gatan er blaut cða þur? Rað eykur hollustu, sparar fje og bætir þrifnað. * * * En sjerstaklega skal rnáli þessu vik- ið til skólanna. Allir kennarar karin- ast við vandræðin að halda skófa- stofunum hreinum. Rykið í þeim stafar að mjög miklu leyti af óhrein- indum, sem berast inn með skófatn- aðinurr.. Pað má að mestu leyti vefðá laus við með því að skipa svo fyrir að öll börnin komi til skólans i tyenn- um skóm; láta þau fara úr ytri skón- um í skólaganginum, og ganga svo í þurrum og hreinum skóm inn í skólastofurnar. Til þess þarf að ætla hverju barni ákveðin stað fyrir ytri skóna, svo enginn ruglingur geti orð- ið, og sem minst tímatöf af því að fara í þá þegar út er hringt, eða leggja þá af sjer, þegar inn er gengið. Á þá að gera þetta í hverjum fri- mínútum? Já, að vísu. Pegar það er orðið

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.