Skólablaðið - 01.12.1909, Síða 1

Skólablaðið - 01.12.1909, Síða 1
Þriðji árgangur. 23 tb. Kemur út tvisvar i mánuði. Kosiar 2 kr. á ári. Sieykjaoík 1. desember. Auglýsingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Bergst.str. 27. 1909• Pað er vandaverk, sem höf. hefur ráð- ist í, að rita ísl. málfræði, er henta mætti alþýðuskólum og sjálfnemum. Nýísl. tunga er enn sem komið er lítt urinn akur, ókönnuð vísindalega í mörgum grein- um. Samt sem áður bjóst eg við, er eg frjetti til þessarar bókar, að hinum góð- kunna höf. hennar hefði tekist að leysa verkefni sitt svo vel af hendi, að veruleg- ar umbætur væru að. En þær vonir brugðust, er bókin kom, — að miklu leyti. Einn kost hefur hún þó fram yfir fyrirrennara sína, þungan á metunum ef ómeingaður væri. Það er sú meginregla um meðferð og niðurskipun efnisins að láta setninga-dæmi og skýringar fylgjast sífelt jöfnum höndum og leiða þannig orðflokkana og einkenni þeirra smám saman fram á sjónarsviðið. Þetta er holl og sjálfsögð meginregla, en vandnotuð. Hefði höf. tekist að beita henni skýrt, skipulega og umfram alt villulaust, mundi bókin hafa rutt úr sæti beinagrindarmál- lýsingunum gömlu með heiðri og sóma, og við íslensku-kennarar mundum hafa beðið hann heilan unnið hafa slíkt happa- verk. En þar er mikilia muna vant. Nokkr- ar villur hafa því miður slæðst inn, og dæmi, orðtök og reglur höf. eru ekki alstaðar svo skýr og óskeikul sem þörf gerist. Þurfi nokkrar bækur vel að vanda, eru það ekki síst námsbækur í móður- málinu. Þess vegna vil eg ekki láta hjá líða að drepa stuttlega á nokkra ágalla bókarinnar, enda þótt eg sje höf. þakk- látur fyrir tilraun hans og áhuga um þetta efni. Dœmin eru einatt miður vel valin, í fyrstu greinunum of margbrotin, og taka þar meira fyrir sig fram en þörf var á. Það lá beint við að byrja á tvíyrðum setningum (no. + áhrifsl. sögn), meðan verið var að kenna nemendunum að þekkja nafnorð, sagnir og frumlag setn- ingar; færa sig því næst upp á skaftið eftir því sem setningarliðum fjölgaði, þann- ig að jafnan væru sýndar fyrst setningar, þar sem hver liður er eitt orð, því næst setningar með samsetturn liðum. í stað þess byrjar höf. á heilum málsgreinum, þar sem alls konar orð koma fyrir. - Pegar í 3. gr. er ósamræmi milli dæma og skýringa; þar vantar dí^mi þeirra nafnorða, er tákna »verk«, (og hugmynda- heita yfirleitt). I 6. gr. er röng skýring á dæminu »meðfram firðinum eru hólar og hæðir«, algjör hausavíxl á gerandalið (»hólar og hæðir«) og umsagnarorðum. í 11. gr. er ætlast til þess, að nemandi finni frumlag í frumlagslausri setningu, án þess einu orði hafi verið minst á þess kyns setningar. Umsögn tekur höf. of snemma til meðferðar, áður en nægilega margt er fram komið til þess, að nem. verði gerð Ijós grein fyrir einfaldri og samsettri um- sögn. Afleiðingin er sú, að höf. verður að brytja skýringu sína niður á 4 staði, og lendir auk þess í ósamkvæmni við sjálfan sig (sbr. »umsagnarorð« í mismun- andi þýð. á bls 9 og 10). Dæmi ónákvœmra skilgreininga má lesa á bls. 9: »Nafnorð er orð, sem má hafa sem geranda umsagnar í setningu«. Eftir því ættu öll frumlög að vera no. Enda segir líka höf. ofar á sömu bls., að sagnir »standi iafnan með nafr.orðum og fylgi þeim fast eftir«. En nú veit hann vel, að fornöfn og nafnhættir geta líka verið frumlög (sbr. dæmin á undan). Pað er engin bót í máli, þótt sú skoðun gægist síðar fram hjá höf., að (sum) fornöfn sjeu rjetttalin no. (sbr. bls. 17: »Hans er no.«; »mjer er r.o,«); bæði er það skakt í sjálfu sjer — þau eru aðeins jafngildi nafn- orða — og auk þess afarvillandi að ganga þegjandi út frá þeirri skoðun, og það þegar í upphafi bókarinnar. Að sagnirm.r »fylgi no. fast eftir« er stað- leysa, er stefnir beint út í þokuna. — Rangtnæli er það um atvo., að þau lýsi því jafnan, er sagnirnar segja frá (14. gr.; 56. gr.), og þá eigi hitt síður, að þau standi œtið á eftir sögninni (14. gr.); spurnaratvo. standa jafnan á undan sögn- um, og svo er líka einatt endranær: »Illa erþáfarið«. »Nú er svo komið«. — Höf. þykir það ráð vænlegast til að finna föll no., að leita fyrir sjer með forsetningum: »Til þes? að finna föllin rjett, verður að bæta försetn. framan við orðin« (30. gr.). Pað hefði verið samræmt meginreglu hans að varpa þessu gamla óheillaráði á glæ; það miðlar myrkri en eigi ljósi. Óheppileg heiti eru »gerandi« (--frum- lag) og »þolandi« (==andlag). Rví fer fjarri, að frumlagið sje ætíð fremjandi verknaðar, enda þótt um verknað sje að ræða í setningunni, — allra síst í þol- myndarsetningum! Líkt má segja um »þolanda«; það heiti er þó þeim mun lakara sem það hlýtur að beina huga nemandans í þá átt, að andlagið hljóti ætíð að standa í þolf.; hafi hann fundið »þolandann« í setningunni, hikar hann ekki við að segja að hann standi í þolf. En nú er það lýðum ljóst, að fjöldi ísl. sagna tekur með sjer andlag í þáguf. (t. d. flestar hreyfisagnir: aka, hleypa, fleygja, fleyta, beita, hrinda, raska o. fl.), aðrar stjórna eignarf. (t. d. afla). Á þesskyns andlög minnist höf. reyndar hvergi, nema ef telja skyldi þokuorðtakið í 9. gr.: »[þiggjandi] er oft lika([) hafður með sögnum án þess nokkur þolandi sje með«. Væri ekki að kynja, þótt fáfróðum kenn- urum skjöplaðist skýringin, er þeir eru látnir þannig vegalausir um jafn-mikilsvert atriði um notkun falla. — Tegundarheiti (appellativa) eru nefnd »samnefni«; það orð ætti betur við uin synonyma. Illa valin heiti eru engu óskaðvænlegri en rangar skilgreiningar. Hneiginga-flokkun no. (33 — 35. gr.) er mjög óbrotin að vísu, en allsendis ónæg. ÖIl hneigingareinkenni eru virð að vettugi nema ef-.end. eint.: 1. fl. -s, 2. fl. -ar (þar til talið fingur, ef. iingurs), 3. fl. -ur (þar til talið maður, manns); enda fylgir höf. 1. fl. úr garði með upphróp- uninni: »Tak eftir mismun á hneiging orðanna!« Rað er nú svo, að láta nem- endur eða lítt lærða kennara eina um það efni. Tæplega er íslensku-kunnáttu allra alþýðukennara treystandi til þess að fylla af eigin ramleik öll þau skörð, er hjer erú látin standa opin eftir. Að minsta kosti hefði engin vanþðrf verið að sýna til fulls hneiging nokkurra þeirra Orða, sem kunnugt er um að jafnt lærðum sem leikum hættir til að afbaka á ýmsa lund, svo að sjaldnar bæri fyrir augu og eyru aðrar eins orðmyndir og »brúður« (f. brúðir), kúarinnar, vetrar (flt.,) fóts, andir (f. endur), tannir, tönnur, höndur, hendi (f. hönd) 0. s. frv. í kaflauum um sagnir hafa slæðst inn nokkrar hættulegar meinlokur: 38. gr. 5. Dæmi framtíðar: »Jegkem«. »Jeg œtla að skrifa«. 38. gr. 6. Dæmi forframtíðar: »Jeg kem heim áður en háttað verður«. »F*úskilar mjer bókinni, þegar þú ert búinn að lesa hana«. Hjer er ruglað saman rökfræði og málfræði, til lítils skilningsauka. Ekki

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.