Skólablaðið - 01.12.1909, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.12.1909, Blaðsíða 3
SKOLABLAÐIÐ 91 (f/7/7 um siafsefninguna. Herra Hallgr. /ónsson, kennari við barnáskólann í Reykjavík, hefir skrifað í 4safold« 17. f. m. um afskifti Skóla- blaðsins af rjettritunarkenslunni í skól- unum. E4<ki er oss ljóst, fyrir hverja sök kennarinn gengur fram hjá »Skóla- blaðinu« með þessa grein sína, nema svo sje að honum hafi þótt les- endum blaðsins lítill fengur í henni. Hann verður að halda oss til góða, ,þó vjer höldum oss við þann vættvang, sem málið að þessu sinni er hafið á, og svörum grein hans í Skólablaðinu. Hvaða rjettritun á að fylgja? F*að er fyrirsögn \ greinar þeirrar í Skólablaðinu, sem H. J. svarar í ísa- fold. — Retta þykir honum >einkenni- leg« spurning, og hann heldur að margir kennarar spyrji ekki svo. Orunlaust getur honum tæplega ver- ið um það, að ýmsir kenuarar væru í efa um, hvort þeir ættu að kenna Blaðarnannarithátt óbreyttan eða þá þann rithátt, sem er á Lesbókinni, þar sem báðir þessir rithættir hafa tíðkast við skólann, sem hann sjálfur kennir við. Hafi hann nú samt sem áður ekkert veður haft af því, áður en hann kom á kennarafundinn 6. f. m., sem getið er í síðasta blaði, þá gat hann þó ekki verið í neinum efa eftir fundinn; en eítir þann fund skrif- ar hann þó ísafoldar-greinina, — Hann skrifar hana eftir að hann hefir sjeð atkvæðagreiðslu falla svo, að 19 ís- lensku-kennarar móti 3 óskuðu að breyta Blaðamannarjettrituninni. Hann staðhæfir, að margir kennarar geti ekki verið í efa um rjettritunina, þó að hann sæi atkvæðagreiðslu kennaranna á nefndum fundi falla svo, að jafnmörg atkvæði urðu með Lesbókar-stafsetn ingu óbreyttri eins og Blaðamanna- stafsetningu óbreyttri; ekki ósennilegt að álíka skiftar skoðanir kunni að vera annarsstaðar en í Reykjavík. — Nei, spurning Skólablaðsins var ekk- ert einkennileg nje óeðlileg, því marg- ir kennararnir vóru í efa og eru í efa. Kennarafundurinn 6. f. og atkvæða- greiðslan þar, sýndi glögt og sannaði að það var þörf á að hreyfa þessu máli til þess að koma á samkvæmni í rithætti. Vjer höfum spurt sem svo: Er það gjörlegt að kenna börnum aðra stafsetningu en þá, sem þau eiga þó að læra? — Vjerhugðumað allir kennarar mundu svara þessum spurningum neitandi. Stafrófskverið og lesbók barnaskól- anna eru þær bækur sem umfram all- ar aðrar eru kenslubækur í móður- máli, þangað til að því kemur að far- ið er að kenna málfræðina eftir ein- hverri kenslubók sem börnin eru lát- in lesa. StafrófskAer og lesbók verða að vera með sömu stafsetningu sem börn- in eiga að læra, til þess að festa rit- háttinn sem best — þegar frá fyrstu gerð — í huga barnanna. Pessir erfiðleikar hafa valdið glund- roðanum. En H. J. sjér ekkert á móti því að kenna aðra stafsetningu en er á les- bókinnijhann svarar spurningunni því hiklaust játandi. Og hann bætir við allhreykinn: »Við höfum gert það, og okkur hefir tekist það«. Oss furðar ekkert á þessu svari, ef það á að skiljast svo að það megi takast, að kenna börnum aðra stafsetningu en þá, er þau eiga að venjast í les- bók þeirri sem notuð er við kensluna. En spurningin var ekki um það, hvort það væri framkvœmanlegt, held- ur um hitt, hvort það væri praktiskt, hvort yit væri í, að baka sjer þá erfið- eika að óþörfu. Of mikla áherslu þykir oss H. J. leggia a kenslubók barnanna í ís- lenskri málfræði. Regar börnin fara að læra málfræði eftir kenslubók, eiga þau að vera vel á vegi að skrifa staf- rjett. Og dæmið, sem hann tekur sínu máli til sönnunar er afar barna- legt. Pó að kennari noti ritreglur V. Asmundssonar, og þó að í þeirri bók standi eitthvað um é og z, þá er ógnar hægt að hlaupa yfir það. Mál- fræðiskenslan þarf ekki að líða baga við það, og stafsetningarkenslan held- ur ekki. En þaðereinmitt þetta sem ossgrein- irávið H. J. um, hvaða þýðíngu lesbók barnaskólanna hafi fyrir kcnslu móð- urmálsins og hverja þýðingu statsetn- ing annara kenslubóka hafi. Hann telur það »bæði ósamkvæmni og vit- firru« að kenna stafsetningu lesbók- arinnar, ef aðrar kenslubækur sem barnið les, svo sem málfræði, landa- fræði, reikningsbók o. s. frv., eru með annari stafsetningu. Vjer skoð- um aftur á móti stafrófskverið og les- bókina svo sem aðalkenslubækurnar í í móðurmáli, og teljum einmitt fyrir þá sök nauðsynlegt, að á þeim bók- um sje sú stafsetning sem börnin elga að læra, og eins á forskriftar- bókunum. Ressar þrjár kenslubækur gera mest að því að festa stafsetn- inguna í huga barnanna, og vjer telj- um erfiðleika á því, að kenna börnun- um aðra stafsetningu en þá er þau sjá fyrir sjer í þessum bókum, þó að vjer viljum ekki taka svo djúpt í árinni að kalla það »vitfirru«. Við því er altaf að gera, að börn lesi ýms blöð og bæknr með annari stafsetninguener álesbókinni, ogannari en þau hafa verið látin hafa á stýlum sínum og ritgerðum, sem einatteru teknar úr lesbókinni en það veldur varla miklum rug/ingi, og er heldur ekki hægt við að gera. En lesbókm á alt af að vera hin örugga leiðar- stjarna. Of borginmannlega finst oss H. J. tala um »sjálfstæða kennara< í þessu stafsetningarmáli. Pað er auðvitað ekki hinn einstaki kennari við hvern skóla, sem á að ráða því, hvern rit- hátt hann kennir, heldur skólastjórnin. Svo kallað sjálfstæði í slíkum efnum getur stafað af sjervisku eða vanþekk- ingu, og síst til bóta, væri hverjum sjervitring leyft að þjóna lund sinrii í þessu. Hvernig mundi fara, ef 10 íslenskukennararviðbarnaskóla Reykja- víkur gæfu út sitt stat'rófskverið eða lestrarbókina hver, og allar bækurnar með mismunandi stafsetningu, og væru svo »sjálfstæðir« að halda dauða- haldi hver um sig" við sinnar bókar stafsetningu? Vístmun H.J. hugsalíkt og »Skólabl«. um það, að slíkur Babels-glundroði væri síður en svo æskilegur. Vjer verðum að fá samræmi í staf- setninguna. Til þess að ná því marki með samkomulagi fór kennarafund- urinn 6. f. m., millileið milli Lesbókar- innar og Blaðamanna, eins og skýrt var frá í síðasta blaði. Samræmið fæst ekki á einum degi, síst svo, að allar kenslubækur verði alt í einu meðsömu rjettritun. En það fæstmeð tímanum svo framarlega sem tekin er föst stefna. Og fasta stefnu verður að taka til að útrýma þeim glundroða sem nú er á stafsetningar- kenslu skólanna og á stafsetningu kenslubókanna. Síst er það eftirsóknarvert að stjórn- in valdbjóði neitt í þessu efni. Hún hefur heldur ekki sýnt sig í því að vilja taka fram fyrir hendurnar á kenn- urunum enn sem komið er. En hún getur orðið neydd til þess, ef sam- komulag fæst ekki. »Skólablaðið« sættir sig við alt í þessu efni — nema glundroðann. ----g; Bæklingar sendir Skólablaðiuu: Það sem hver drengur á að vita. Útgefandi: Arthur Gook, Ak- ureyri. Prentsmiðja Odds Björns- sonar 1909. Vjer ráðleggjum foreldrum óg kenn- urum að lesa þenna litla pjesa. Eiríkur litli. Saga eftir Amy le Feuvre. Þýðing eftir Sigurbjörn Sve;nsson. Útgefandi’gjArthur Gook. Akureyri. Kverið er 47 bls. í litlu broti. Verð 25 aurar. Gymnastisk Selskabs A arsskrift 1909. H. Hagerups Boghdl. Köbenhavn. Rað er í ár 25 ára afmæli hinnar svonefndu »Lingsku leikfimi« í Dan- mörku, og er sjerstakt hátíðarit gefið út vegna þess. En í ársriti þessu eru ýmsar þarfar hugvekjur um leik- fimiskenslu. Olav Schroder skrifar aðalritgerðina til athugunar fyrir kenn- ara. Sýnir fram á að leíkfimi geti verið tvíeggjað sverð í höndum kenn- ara, sem ekki kunna betur en svö með að fara. Leggur all mikla á- herslu á mentun kennarans í þeirri

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.