Skólablaðið - 01.12.1909, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.12.1909, Blaðsíða 4
92 grein; telur ekki veita af tveggja ára námi, og þó próf í leikfimi til inntöku í leikfimisskólann. Hann telur vel valda barnaleiki hent- ugar leikfimisæfingar undir beru lofti; mest undir því komið að hreyfingin sje nægilega mikíl og alhliða. Minna undir hinu komið að börn læri svo margar hreyfingar. F*á eru 8 smágreinar um leikfimi, sem birst hafa í blöðum, og eru sum- ar þéirra eftirtektar verðar, svo sem „Um likamsvinnu sveitabarna" (eftir N. Olsen Husted), „Að vilja“ (eftir Nikoline Marie Helms), „Sólin og lífið“ (eftir Kristian Jensen), „Óhindruð öndun“ (eftirH M. Helms) o. s, frv. — Alt þarflegar og góðar bendingar fyrir kennara. — £íkamsvöxtur barna. Nýfæddur drengur er c. 50 cm. langur; nýfætt stúlkubarn c. 49 cm. (kringum 19 þumlungar). Fyrsta árið sem barnið lifir, er vöxturinn h. u. b. þessi: Fyrstu 2 mánuðina lengist það um 3 — 4 cm. (H/i —H/j þuml.) á mánuði, næstu 3 mánuðina 2 cm. (*/4 þuml.) á mánuði, og næstu mánuði U/2 cm. á mánuði hverjum. Á fyrsta árinu lengist barnið þann- ig um rúml. 20 cm. eða nálægt því ; 8 þumlunga. Væru vaxtarárin 16, þá yrði með sama vaxtarhraða hæð manns frekar 6 álnir. En vöxturinn er ekki svona hraðfara nema fyrsta árið. Á öðru árinu fer hann helmingi hægar en á fyrsta. Á öðru árinu lengist barnið því um c. 10 cm. (tæpa 4 þuml.); á 3. árinu um 7 — 8; á 9. til 13. ári um 5 cm. á ári, og á 14. árinu lcngist það ein- ungis um 4 cm„ eða l1/^ þuml. Ummál höjuðsins á nýfæddu barni er 34-36 cm. (13-133/4 þuml.); á stúlkubörnum J/2 cm. minna; en um- mál brjóstsins aðeins 31—35 cm En ummál brjóstholsins vex hraðar, svo að það verður jafnt á öðru aldursári barnsins, og síðar meira. Ef ummál höfuðsins er stærra en ummál brjósts- ins, þegar barnið er komið á 3. ár, þá er þaó sjúkdómsmerki. — Nýfætt barn er c. 3333 grömm að þyngd, eða 12 —14 merkur. Einstaka barn nokkuð þyngra. Fyrstu dagana ljettast þau nokkuð (alt að 200 gr.) En svo fara þau að þyngjast. og þyngjast nokkurnveginn jafnt á hverri viku ef þau eru heilbrigð. 1 árs barn er c. 20 pund 6 ára — - - 40 — 13 - - * - 80 - fullorðinn maður - - 160 pund Margir hafa það fyrir sið, að vigta börn og mæla á vissum tímum, t. d. einu sinni í viku hverri. Þyngdin og fyrirferðin segir þá til, hvort barnið þroskast eðlilega. SKÓLABLAÐIÐ Nokkrar fyrirspurnir. 1. Ber ekki öllum barnaskólanefnd- um að auglýsa kennslustörf árlega svo að um fleiri kennaraefni sje að velja en þau ein sem sinnt hafa kennslu- störfum undanfarið skólaár? 2. Frá- og til hvaða tíma er um- sóknarfrestur til kennslustarfa venju- lega bundinn? 3. Segi kennari af sjer kenslu- starfa er þá skólanefndinni ei skylt að auglýsa kenslustörfin tafarlaust, enda þótt fyrverandi kennari gefi óljós- ar vonir um að hann máski sæki um sama starfa aftur? 4. Er skólanefndum heimilt að láta barnafræðslu sitja á hakanum fyrir hrepps-sýslunum og veita slíkuins sýlu- manni kennslustörf í þeim tilgangi að geta haldið honum í hreppnum á þann hátt, er veitir honum nógan lífeyri; en hafna öðrum kennara sem að áliti meirihluti skólanefndar erfult eins hæfur til kennslustarfa? 5. Er sú skólanefnd sem ofanritað aðhefst ekki vítaverð og hvert skal leita rjettar síns í því máli ef nægar og skýrar sannanir fást? Svör. 1. Gera má ráö fyrir að kennarar sjeu ráðnir með hæfilegum uppsagn- arfresti. Kennarastarfið þarf því ekki að auglýsa árlega. En þegar þaó er laust, er sjálfsagt að auglýsa það, svo að úr sem flestum verði að velja. 2. Mjög svo mismunandi. Skóla- nefndirnar ráða því, hver fresturinn er. 3. Sjá svar 1. 4. Spurningin er óljós. En þegar skólanefnd ræður kennara, ber henni sjálfsagt á það eitt að líta — að öðru jöfnu — hver umsækjandinn fullnægi best þörfum og kröfum skólans. 5. Láti skólanefnd annarlega hags- muni ráða í ráðstöfum sínum um skólamál, svo að skólinn líði bagaaf, er það auðvitað vítavert. Ef til kæru kemur út af því ber að snúa sjer til yfirstjórnar fræðslumálanna. 10. kennarafundur Norðurlánda verður haldinn í Stockhólmi 9.—12. &«. 1910. Um það höfum vjer fengið tilkynn- ingu frá nefnd þeirri í Danmörku, sem til þess er kjörin að undirbúa fundarhaldið af hálfu Danmerkur; og er boðið til fundarins öllum kennurum og kenslukonum við landskóla og ein- stakra manna skóla, svo og öllum konum og körlum, sem sakir stöðu sinnar eða starfsemi eru tengdir skól- um eða skólavinnu. í sambandi við fundinn er sýnirig allra kensluáhalda og annara skóla- gagna sem nöfnum tjáir að nefna. Ef íslenskir kennarar óska að halda fyrirlestra á fundinum um eitthvert skólamál, verða þeir að senda stutt á grip af fyrirlestrunum svo tímanlega að komið sje í hendur fundarstjórn- inni 1. marts 1910. Enginn fyrirlest- ur má taka lengri tíma en 30 mínút- ur. Málshefjendur fá ekki að tala lengur en 15 mjnútur. — Huglýsirtg um frambaldskenslu fyrfr kennara. Framhaldsnámsskeiðfyrirbarnakenn- ara verður haldið næsta voi í kenn- araskólanum í Reykjavík frá 15. maí til 30. júní. Námsgreinar verða: íslenska, upp- eldisfræði, kristin fræði, saga, stærð- fræði, eðlisfræði, grasafræði, landa- fræði, teikning, söngur og Ieikfimi. Nokkurs námsstyrks geta þeir vænst, er sækja kenslu þessa, og ferðastyrks þeir, sem eiga langt til Reyjavíkur. Umsóknir um hlutdeild í kenslunni og um styrk skulu stýlaðar til stjórn- arráðsins, en sendast forstöðumanni kennaraskólans, og skal þeim fylgja meðmæli frá hlutaðeigandi fræðslu- nefnd eða skólanefnd. Fleiri en 30 kennurum verður eigi veitt viðtaka á framhaldsnámsskeiðið. Umsóknarjrestur til 8 marz. Stjórnarráðið 25. nóvb. 1909. Kaupendur blaðsins gera því mikinn greiða með því að standa vel i skilum með borgun fyrir þennan árgang Deir scm skulda fyrir fvrri árganga eru vinsamlega beðnir að gleyma ekki skuld sinni. Hvern einstakan munar lítið um 2 kr., en blaðið munar um, ef allir borga sínar tvær krónur. Afgr. Bergstaðastr. 27. Rvík. Útgejandi: HIÐ ISLENSKA KENNARAF/ELAG. Rilstjóri og ábyrgðarmaður: /ÓN ÞÓRARINSSON. Prentsmiðja D. Ostlunds.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.