Skólablaðið - 15.12.1909, Síða 1

Skólablaðið - 15.12.1909, Síða 1
Þriðji árgangur. 24. tb. Kemur út tvisvar í mánuði. Kosiar 2 kr. á ári. Auglýsingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Bergst.str. 27. 1909. M SkólaWaðsins M. Á ársfundi hins íslenska kennara- fjelags 15. júní 1908 var samþykt, að fjelagið gerðisteigandi »Skólablaðsins«, og fór afhending þess fram 17. des- ember sama ár; en stjórn kennara- fjelagsins skyldi annast útgáfu blaðs- ins til næsta aðalfundar. Hann var haldinn 19. maí þ. á. ,Á þeim fundi bættust 22 nýir menn í fjelagið Stjórn kennarafjelagsins var enn falin útgáfa blaðsins til nýárs. Á þessum íundi stóð fjárhagur blaðs- ins svo tæpt, að tvísýnt þótti að það gæti haldið áfram að koma út eftir nýárið (IV. árg.) nema "kaupendum fjölgaði til muna. Fundurinn gaf því stjórn kennarafjelagsins umboð til að gera ráðstafanir um útgáfu blaðsins eftir því sem horfurnar yrðu um ára- mótin. Hún hefur nú á fundi hinn 5. þ- m., samkvæmt áðurnefndu um- boði, tekið þá ákvörðun að fresta út- gáfu Skólablaðsins til næsta ársfund- ar, sem væntanlega verður haldinn í maí eða júní n. á. Svo standa þá sakir. En hvað veldur? — mun margur hugsa. Pví er fljótt svarað: fjárþröng fjelagsins. Kennarafjelagið átti nokkurn sjóð — um 1000 kr. — þegar byrjað var á útgáfu Skólablaðsins fyrir 3 árum. Fyrstu tvö árin, styrkti fjelagið útgáfu blaðsins með 300 kr. á ári, og þegar því var afhent það, tók það að sjer skuldir þess (c 600 kr) og eignir. fJar sem stjórnin sá sjer ekki fært að byrja útgáfu 4. árgangs með því fje, sem fyrir hendi er, tók hún þá á- kvörðun. sem áður er getið, að fresta útgáfu þess til ársfundar að vori. Það verður þá undir honum komið, hvort blaðið lifir eða deyr, eða hvort það kemur eftirleiðis út í breyttu líki eða sama. Enginn minsti efi leikur á því, að kennarastjettin og þeir menn á land- 'nu> sem mest sýsla við fræðslumálin, svo sem fræðslunefndir og skólanefnd- ir, muni óska þess, að sjerstakt rit verði eftirleiðis gefið út um fræðslu- mál. En það þarf meira til en að óska þess. Og þeir sem lesa blöð, þurfa rneira að gera en að lesa þau sjer til gamans og gagns. Peir þurfa að muna eftir því að borga þau — en það vill stundum gleymast. I hinu ísl. kennarafjelagi eru nú um 90 manns. Ef þessir 90 menn vilja halda úti blaðsnepli, þá er eng- inn efi um það að þeir geta það. En undanfarandi ára reynsla bendir óneytanlega á það, að viljann til þess vanti, — alment. Einn og einn kenn- ari hefur stutt blaðið heiðarlega, en aðeins örfáir eru þeir. í kennarafjelaginu er.nóg af ritfærum mönnum til að gera blað læsilegt. Aðrir geta veitt því mikilsverðan stuðn- ing með því að afla því útbreiðslu. En þessir góðu menn hafa iegið á liði sínu hingað tii, og því hefur Skólablaðið ekki verið eins læsilegt og það mátti vera, og ekki aukist kaupendur svo sem við mátti bú- ast. Ritstjórn blaðsins tókst jeg á hend- ur fyrir kennarafjelagið einungis af því að ekki var auðið að greiða nein ritstjóralaun, en vissi vel, að jeg hefði engan tíma til að leggja þá vinnu í útgáfu þess, sem nauðsynlegt var. Treysti þá og því, að kennarar og aðrirgóðirmenn »íædduþaðogklæddu« svo að það þyrfti hvergi að skamm- ast sín. Nú lýst mjer svo á blikuna, að eg vil ekki bjóðast til að gera það lengur, enda tel það af ýmsum ástæðum þessu málefni fyrir bestu. En ekki vil eg trúa því fyr en í fulla hnefana, að kennarafjelagið uni því, að láta rit kenslumála niður falla með öllu. Auk þess sem áður var á vikið, að kennarafjelaginu vex bolmagn, og hlýtur að eflast eftirieiðis meira en hingað til, eftir því sem fleiri menn dreifast um Iandið með kennarament- un, og þá væntanlega áhuga um kenslumál, þá koma uðvitað smátt og smátt upp kennarafjelög út um alt land, sem finna þörfina á því að eiga andleg viðskifti sín á milli. Eftir því sem kennarafjelög og einstakir kenn- arar skilja betur starf sitt og fá meiri áhuga á því, eftir því verður þörfin meiri, og krafan ákveðnari um að eiga sitt eigið málgagn. Og eftir því sem áhugi alþjóðar vex á barnaupp- eldinu, eftir því stendur kennarastjett- in betur að vígi að halda úti blaði sjer að skaðlausu. Það blað eða rit, ætti að vera fjöllesnasta blað landsins, eiga erindi »inn á hvert einasta heimili«. Framtíðarhorfurnar hafa því aldrei verið glæsilegri en nú til að halda úti slíku riti. »Tímarit um uppeldi og mentamál« lifði í 5 ár, Kennarablaðið eitt ár. Pá var fátt um mentaða lýðkennara í landinu. Og þessum ritum hjeldu úti einstakir menn, að vísu að nokkru leyti með styrk af sjóði hins íslenska kennara fjelags, en mjög af skornum skamti. þó að »Skólablaðið« sofi nú fyrstu mánuðina af næsta ári, mun það efaiaust vakna með vorinu í einhverri mynd. Kennarar og aðrir góðir menn, sem skilja það að sjerstakt rit er lífsnauð- syn fyrir merkasta mál þjóðarinnar, láta væntanlega svo greinilega til sín heyra, að kennarafjelagið verði að finna einhver ráð til þess að halda áfram útgáfu «Skólablaðsins« eða öðru þvílíku riti. Hætt við að einstakir menn leggi ekki út í það, ef kennara- fjelagið uppgefst eftir hálft annað ár. J- A A rússnesku bóndaheimili. Forugur er vegurinn, sem liggur að lágu timburhúsi. Kringum húsið eru kartöflugarðar og kálgarðar en sjaldan getur þar að líta trje, eða ann- an gróður. Vjer göngum inn úr fordyrinu og stöndum þar andspænis líkneski dýrð- lingsins; það stendur úti í horni gegnt dyrum. Rjett-trúaðir gestir hneygja sig fyrir því. Ekkert er til prýði í stofunni annað en luralegt borð og stólar af sama tagi — og svo ofninn. í hann er lagt óspart í vetrarkuldanum. En loftið er ekki ávalt sem best í þessum baðstofum. Par ægir ýmsu saman, mönnum og skepnum. Kálf- arnir hafðir í hýrunni hjá fólkinu. Um háttutímann skríða börnin upp

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.