Skólablaðið - 15.12.1909, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 15.12.1909, Blaðsíða 2
94 SKOLABLAÐIÐ á breiðan bálk eða hyllu, sem nær frá ofninum út að vegg, vefja um sig sauð- argærum eða öðrum skinnum ogtaka á sig náðir. Hreinlætið er ekki mjög mikið. Ekki er verið að hugsa um að þvo sjer oftar en einu sinni á viku; en það er þá gert svo, að gagn er í. Baðherbergi eru á flestum heimilum. og baðhús í þorpunum. Þar kemur Rússinn á hverju laugardagskveldi til þess að þvo líkamann og styrkja hann undir kirkjugönguna næsta dag; í kirkjunni leitar hann afláts fyrir synd- ir sínar og friðar fyrir sálina. Regar hann baðar sig, legst hann upp á hyllu, uppi undir lofti, og tek- ur beikihríslu í hönd sjer. Nú er mynduð gufa með þvi að hella vatni á glóheita steina; þessi gufa fyllir her- bergið, og þegar Rússinn getur varla andað lengur fyrir hita og gufu, tek- ur hann til að lemja sig allan utan með birkihríslunni, og heldur því áfram þangað til skrokkurinn er al- rauður sem skarlat. Að því loknu lætur hann steypa yfir sig köldu vatni, eða hann veltir sjer í snjónum. Eftir þessa hreinsun færir hann sig aftur í lúsugu og óhreinu loðtreyjuna sína. * * * ^Rað sem Rússanum er heilnæmt, drepur Pjóðverjann* — segir máltæki. Jæja, en Rússinn skolar þó á sjer skrokkinn 52 sinnum á ári. Hve margir íslendingar getahrósað sjer af því? — Ekki einn af hundraði! 2 ^kólahúf mcjð. Sunnudaginn 3. okt. kl. 4 e. h. að aflokinni messugjörð var samkoma haldin í hinu nýbygða skólahúsi á Kálfafelli í Fljótshverfi, voru þar sam- ankomnir um 40 boðnir menn ogkon- ur úr sókninni, ásamt fræðslunefnd Hörgslandshrepps og smiðum þeim, er smíðað höfðu húsið. Samkomuna setti sóknarpresturinn sjera Magnús Bjarnarson, prófastur á Prestsbakka, og bauð menn velkomna að skóða hið nybygða skólahús áður en það yrði tekið til notkunar. Síðan hjelt hann ræðu og vígði húsið umleiðog hann bað blessunar drottins yfir hús- ið og þá, sem í því ættu að starfa: kennara og börn, og yfir starfið sjálft, að það mætti verða börnunum, sveit- inni og föðurlandinu til heilla um ókomna tíma. Síðan skemtu menn sjer við söng, ræðuhöld og dans til kl. 1 um nóttina og skildu glaðir og ánægðir með hið einkar snotra og vandaða skólahús, er sóknarmenn hefðu eignast. Veitnigar fóru fram gefins, súkkulade og kaffi með kökum. Sunnudaginn 17. okt., kl. 4 e. h var samkoma haldin í hinu nýbygða skólahúsi í Múlakoti á Síðu. Formað- ur fræðslunefndar Hörgslandshrepps, sjera Magn. Bjarnarson, próf. á Prests- bakka setti samkomuna og vígði hann síðan skólahúsið. Fór svo samkoman fram á líkan hátt og á Kálfafelli, og voru þar viðstaddir rúml. 40 manns. Kl. 12 e. m. skildu menn glaðir og ánægðir, en næsta dag var skóli sett ur og kennsla byrjúð. Viðstaddur. Svöns skólabörn Kennarar við barnaskóla Reykjavík- urbæjar hafa fundið ástæðu til að grenslast eftir, hve mörg þeirra barna, er í skólann ganga, brysti viðurværi. 30— 40 börn telja þeir of illa haldin. Og öllum þessum börnum hafa þeir þegar útvegað eina góða máltíðádag hjá góðum og hjálpfúsum mönnum í bænum. Hafi þeir heiður fyrir, kennararnir, og þökk sje þeim, sem vildu seðja litlu, svöngu magana! Víðar getur verið pottur brotinn. Vilja kennararnir ekki hafa gætur á því? ---a Fyrirspurnir til Skélabiaðsins. 1. Hvernig á fræðslunefnd að fara að, þegar hún hefir, fyrir sitt leyti, fullnægt öllum skilyrðum 9., 10. og 11. gr. fræðslulaganna 22. nóv. 1907, en ekki náð saman lögmætum fundi, þó engar vitanlegar orsakir eða forföll hafi hindrað ferðir manna, og hún hefir tilkynt fundarefnið í skriflegu fundarboði með nægum fyrirvara, og ámintalia atkvæðisbæra menn ífræðslu- hjeraðinu að mæta á fundinum til að greiða atkvæði sitt, um frumvarp til fræðslusamþyktar, og talið það áríð- andi fyrir málefnið? 2. Er fundar-samþykt í fræðslu hjeraði ógild á frumvarpi til fræðslu- samþyktar ef ekki hafa mætt á fund- inum nema */4 hluti allra atkvæðis- bærra fræðsluhjeraðs búa, þó það hafi verið samþykt með atkvæðagreiðslu allra er á fundi voru enda þó fund- arefnið hafi verið rækilega auglýst, af fræðslunefnd, með skriflegu fundar- boði og nægum fyrirvara, og þess getið í fundarboðinu að allir hlutað- eigendur þurfi að eiga atkvæði að fundarefninu ella muni þeir er ekki mæta skoðast samþykkir frumvarpinu, ef forföll koma ekki til? Svar: 1. Fræðslunefndin verður að gera aðra tilraun til að koma á lögmætum fundi. 2. Það er ekki löglegt samþykki á t'rumvarpinu þó að allir fundarmenn hafi samþykt það, hafi fundurinn ekki verið lögmætur. 10. kennarafundur Norðurlanda verður haldinn í Stockhólmi 9.—12. ág. 1910. Um það höfum vjer fengið tilkynn- ingu frá nefnd þeirri í Danmörku, sem til þess er kjörin að undirbúa fundarhaldið af hálfu Danmerkur; og er boðið til fundarins öllum kennurum og kenslukonum við landskóla og ein- stakra manna skóla, svo og öllum konum og körlum, sem sakir stöðu sinnar eða starfsemi eru tengdir skól- , um eða skólavinnu. I sambandi við fundinn er sýning allra kensluáhalda og annara skóla- gagna sem nöfnum tjáir að nefna. Ef íslenskir kennarar óska að halda fyrirlestra á fundinum um eitthvert skólamál, verða þeir að senda stutt á grip af fyrirlestrunum svo tímanlega að komið sje í hendur fundarstjórn- inni 1. marts 1910. Enginn fyrirlest- ur má taka lengri tíma en 30 mínút- ur. Málshefjendur fá ekki að tala lengur en 15 mjnútur. — Hugltjsing um frambaldskenslu fyrir kennara. Framhaldsnámsskeiðfyrirbarnakenn- ara verður haldið næsta voi í kenn- araskólanum í Reykjavík frá 15. maí til 30. júní. Námsgreinar verða: íslenska, upp- eldisfræði, kristin fræði, saga, stærð- fræði, eðlisfræði, grasafræði, landa- fræði, teikning, söngur og leikfirni. Nokkurs námsstyrks geta þeir vænst, er sækja kenslu þessa, og ferðastyrks þeir, sem eiga langt til Reyjavíkur. Umsóknir um hlutdeild í kenslunni og um styrk skulu stýlaðar til stjórn- arráðsins, en sendast forstöðumanni kennaraskólans, og skal þeim fylgja meðmæli frá hlutaðeigandi fræðslu- nefnd^eða skólanefnd. Fleiri en 30 kennurum verður eigi veitt viðtaka á framhaldsnámsskeiðið. Umsóknarfrestur til 8 marz. Stjórnarráðið 25. nóvb. 1909. NoKKUR EINTÖK af 1. og 2. tbl. I. árg. »Skólablaðsins« verða keypt háu verði á afgreiðslu blaðsins. Alvarleg áskorun til kaupenda sem skulda fyrir blaðið að boraa skuld sína til Halltc. Jónssonar, Berzst-str. 27 Reykjavík. Útgefandi: HIÐ ÍSLENSKA KENNARAF/ELAG. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: /ÓN Þórarinsson. Prentsmíð/a D. Ostlunds.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.