Skólablaðið - 01.09.1910, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.09.1910, Blaðsíða 1
SKOLABLAÐIÐ FJÓRÐI ÁRGANOUR 1910. Reykjavík, 1. september. 9. tbl. Lesbókin. Kennararnir vita það, að móðurtnáls kenslustundirnar eru hentugastar allra kenslustunda til þess að hafa áhrif á huga barn- anna; í þeim er einkum leitast við ?ð kenna börnunum að hugsa, og setja hugsanirnar fram í ræðu og riti. Allir, sem hafa reynt að kenna móðurmál, vita að það er ekki vandalaust verk. Tak- markið er að gera börnin að hugsandi mönnum, vel máli förn- um, vel Iæsum og skrifandi. Lesbækur eru samdar með þetta fyrir augum; það er því mikið vandaverk. ÚtgefendurLesbókarinnarokkar vóruekki valdiraf lakari endanum, og má þó vel vera, að sitthvað verði að henni fundið. Hún er nú öll komin út, svo sem til var stofnað, 3 hefti tíu arka; þriðja heftið ný komið út, nokkru síðar en til var ætlasí. Annríki þessa daga síðan þetta hefti kom út veldur því að ekki hefur gefist kostur á því að lesa það grandgæfilega, en svo mikið virðist mega segja, að efnisval í það er gott, fræðandi og skemtilegt. í heftinu eru 17 myndir, flestar góðar. Nokkuð er í þessu hefti af kvæðum, og virðast vel valin. Heftið byrjar á »ísland farsælda frón,« og fleiri eru þar fögur ættjarðarljóð, enda er svo til ætlast að unglingar nemi helst ættjarðarljóð og söguleg kvæði, og er vel til fallið, að þau eigi aðgang að þeim í Lesbókinni sinni. Allir, sem eiga eitthvað við móðurmálskenslu, munu fagna þessu hefti, og þykjast góðu bættir að Lesbókin er nú komin öll eins og von var á henni. En æskilegt væri þó að útgefendurnir sæju sér fært að gefa út eitt eða tvö hefti til, 'nnan skamms.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.