Skólablaðið - 01.02.1911, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.02.1911, Blaðsíða 1
SKOLABLAÐIÐ -©sssg- FIMTI ÁRGANGUR Reykjavík, 1. febrúar. i 2. tbl. Komandi kynslóð. En hvaða sérköllum og hvaða störf sem við höfum á hendi, hver um sig, höfum vér þó allir eitt sameiginlegt starf, sem er öllum öðrum störfum nauðsynlegra, veglegra — og — vanda- samara. Vjer eigum að ala upp nýja kynslóð. Þá sem byggja skal landið eftir oss og bera framtíð þess á herðum sínum. Hvernig á sú kynslóð að vera? Hún á að vera líkamlega hraust og þróttmikil, jafn hraust og ótrauð til þess að beita reku og ljá, og sækja gull í greipar Ægis, eins og forfeður vorir voru til þess að beita hjör og sigla um ókunn höf. Hún á líka að vera andlega hraust; hún verður umfram alt að vera trúuð, hún verður að trúa á guð, sjálfa sig og landið sitt. Hún verður að vera göfug og kærleiksrík, svo kærleiksrík, að hver einstakur geti gleymt sjálfum sér af ást til annara. Sönn gæfa og gleði verður ekki fundin í öðru en því að vera öðrum til gæfu og gleði. Hún verður að þekkja tilgang lífsins og hafa vilja og þrek til þess að breyta samkvœmt þekkingu sinni. Þannig á næsta kynslóð að vera. Næsti kaflinn í sögu íslendinga verður um oss, sem nú lifum og störfum. Sá kafli ætti að verða fagur og auðugur, fegurri og auð- ugri en flestir þeirra kafla, seni þegar eru skrifaðir. Vér ættum að reyna að vinna til þess að þar stæði meðal annars:

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.